20.6.08

Jarðskjálftatíðni 2008 og fl.


  • Kína - 12 mai 7.8 á richter

  • Ísland - 29 mai 6.1 á richter

  • Grikkland - 8 juni 6.5 á richter

  • Japan - 14 juni 7 á richter


Engum sem finnst þetta obbolítið spúkí? Ég bara spyr.Og talandi um nudd þá fór ég í nudd í gær. Áður en þú ferð eitthvað að öfunda mig af því vill ég taka fram að þetta var djúpvefsnudd svokallað og það er alveg hundvont. Nuddarinn hamaðist á bakinu á mér, öxlum og hnakka svo að ég alveghreint emjaði en á endanum var súrefnisflæðið á þessu svæði orðin með eindæmum gott.Takmarkinu náð. Strax á eftir fór ég svo í brúðkaupsklippingu og fékk þetta fína höfuð og hárrótarnudd hjá ungum makedóníumanni.Það get ég svo svarið að ég er bara miklu skýrari í hugsun eftir þessar meðferðir enda búin að koma upp með ýmsar kenningar um jarðskjálftana og það bara á hálfum sólarhring þar sem allavegna 2 tímar af 12 fóru í að horfa á Indiana Jones slást við rússa. Hver veit nema mínar jarðskorpukenningar eigi eftir að birtast í virtum vísindatímaritum.

En svona út í alvalegri sálma. Lag vikunnar. Ekki hægt að spauga neitt með það enda fæ alltaf svo mikinn valkvíða þegar ég þarf að velja.Er alveg að pína mig að halda sumarfílingnum en hér hefur semsagt verið rok og rigning alveg síðan Ella Sigga fór. Kannski að það takist með þessu lagi. Eitthvað sumar yfir því en skil samt ekki hvað þau eru að brölta þetta í rúminu.



1 vika í endurfundi við einkasoninn. Hlakka svo til.

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Kannski að Nobel verðlaunin séu handan við hornið einnig?
Samgleðst þér með að hitta Baltasar bráðlega:)

Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að hitta Baltasar e. svona langann tíma. Góða helgi .kv.Anna