Afsakið orðbragðiði en það er nú lítið annað hægt að segja um ástandið í dag.
Sonur minn kom inn á mánudaginn um sexleitið og sagði við mig "mamma hvað er eiginlega að þér, geturðu ekki passað upp á dóttur þína ?". Ég kom af fjöllum, vissi ekki betur en hún væri heima í góðu yfirlæti. Nobb, hún hafði stungið af. Saga hafði skotist út til nágrannana berfætt í hvítum sumarkjól frá Aldísi og farið að hoppa á trambolíninu. Sem betur fer var Baltasar að leika sér þar og var nú ástæðan fyrir þessum flótta hennar en hún hefur séð sér færi að láta sig hverfa þegar hún sá að mamma hennar var upptekin við annað. Hvað var ég svo að gera. Jú,ég var að horfa á íslenska forsetisráðherran hiksta í beinni útsendingu á netinu. Sat sem negld en það var ekki svo auðvelt að skilja þetta hikst hans en það var hræðilegt samband svo allt sem hann sagði var slitrótt en ég náði nú samt því helsta. Mér leið eins og þriðja heimstyrjöld væri að hefjast þvílík var alvaran. Alla vikuna hef ég hlustað, horft og lesið íslenska netfjölmiðla og bara búin að vera á nálum. Mikið lifandi skelfing er ég fegin að við fluttum peninginn okkar frá Kaupþing síðustu helgi. Er að lesa um fólk hér í Noregi sem er búin að "týna" peningnum sínum. Hafði yfirfært frá Kaupþing og fengið kvittun um að peningurinn væri sendur af stað en kom svo aldrei á áfangastað og enginn veit neitt. Hræðilegt ástand allstaðar. Ekkert hægt að segja meira um það.
Annars smá kvart - svona hversdagskvart eiginlega. Ekki neitt eins mikilvægt og ógnvænlegt eins og fjármálaheimurinn. Bara pirrandi að strengur á flestum kvenngallabuxum í dag eru svona á miðjum mjöðmum og flestir hlýrabolir ná rétt niður fyrir miðjar mjaðmir. Þetta þýðir að ef maður ætlar að girða bolinn oní buxurnar og maður sest fer bolurinn upp úr buxunum og maður endar á því að vera ber á milli laga. PIRRANDI!
Ekki er samt hægt að sleppa lagi vikunnar. Mikill bjartsýnissöngur og hægt að dansa við hann líka. Tekstinn passar bara vel við það sem er að gerast núna. En ef þetta er ekki rétti tíminn til að bregða undir sig betri fætinum og taka smá snúning til að létta á sér lundina þá veit ég ekki hvað.
Góða helgi og ekki gleyma að kíkja við á þriðjudaginn því þá eiga sumir afmæli.
4 ummæli:
ji hvað ég er sammála þér þarna með bert á milli laga.. Það er gjörsamlega óþolandi :)
Ætla ekki að kommenta neitt á fjármálatalið hjá þér en segi þér það í trúnaði að það hefur aldrei verið jafn freistandi að flytja til Noregs og núna..
Ég tek undir með Kollu, aldrei verið jafn freistandi að flytja bara e-h..Er að bilast í þessu rugli hérna. Enn maður reynir að vera í Pollyönnu leik.Fórum reyndar í frábært partý hjá Ólöfu um síðustu helgi, 70´morðgátupartý. alger snilld, mæli með því svona til að létta manni lundina. Góða helgi kv.Anna
Æi já það er fátt sem hefur farið eins í taugarnar á mér og stuttir bolir og mjaðmabuxur síðustu ár...vildi svo sannarlega að það væri það eina sem pirraði mig þessa dagana....er bara alveg orðið samam þó sjáist í höldurnar á mér þegar lánið mitt hefur hækkað um 100% og barnung dóttir mín er búin að tapa hluta af sparifé sínu .....já svona er Ísland í dag.
Tek ofan fyrir norðmönnum sem hafa tekið á málanum af yufirvegun og skynsemi...heija Norge
Jamm maður bíður bara eftir að vakna........
Skrifa ummæli