3.10.08

Vetur á Íslandi

Sá á Mogganum áðan að það hefur snjóað í höfuðborginni(þeirri íslensku). Ekki var það nú á bætandi, svona ofan í allt sem á hefur gengið síðustu viku. Er búin að hlusta á Bylgjuna alla morgna þessa vikuna og það hefur ekki beint verið uppörvandi. Nú er komin vetur á Íslandi. Eina huggunin er að íslendingar eru jú harðgerð þjóð sem hefur upplifað tímana tvenna og maður bara vonar að þessi harðindi eigi ekki eftir að vera langlíf. Það er á tæru að á Íslandi sem hér í Noregi verður fólk að fara að lifa sparlegra en áður og því miður eru kannski margir sem eiga eftir að missa mikið. Það er nú bara svoleiðis að það sem fer upp kemur alltaf niður aftur .

Finnst alltof mikil neysla í þjóðfélaginu í dag og þá ekki bara á Íslandi. Bara neysla í kringum börn er alveg hræðileg. Hversvegna þarf eiginlega 6 ára krakki sem notar fötin sín kannsi í 3-6 mánuði að eiga merkjaföt eiginlega. Og afhverju er svona mikilvægt að allt þurfi að vera nýtt. Hef ekki ennþá keypt ný hjól handa börnunum mínum. Kaupi notað eða þau erfa hjól frá öðrum krökkum. Vorum einmitt í Lier hjá Aldísi en hún gaf Sögu hjól og fullt af fötum frá dætrum sínum. Frábært alveg. Baltasar erfir föt frá frænda sínum og syni vinafólks okkar. Auðvitað kaupum við nýtt líka en flest þessi föt eru eins og ný því þau hafa verið notuð svo stutt. Honum finnst ekkert að því að ganga í fötum frá öðrum strákum,hefur fengið föt frá vinum sínum líka og finnst það bara kúl.Við gefum svo vinafólki okkar föt af Baltasar og þá oft því sem hann hefur erft og þá eru 3-4 krakkar sem nota sömu fötin. Mér finnst það hið besta mál. Spariföt, t.d notar hann kannski 5 x á ári. Sér ekki á þeim. Saga noar sín föt í tætlur en þar sem hún vex frekar hægt notar hún flest þangað til að það er hreinlega orðið gamalt og tætt. Mér finnt mikilvægt að nýta það sem maður getur hvort sem það eru föt eða annað. Spara þar sem það er hægt. Og ekki það að við ekki tökum þátt í þessari neyslu, auðvitað gerum við það en að öllu jöfnu held ég samt að við séum frekar nægjusöm enda höfum við aldrei tekið lán fyrir neinu nema húsinu og svo námslánin góðu.

Annars lítið að frétta frá Noregi. Rigning og aftur rigning þessa vikuna. Annars allt við það sama. Boring!

Lag vikunnar er gamalt eins og svo oft áður- eldgamalt. Frá einni af mínum uppáhaldsplötum allra tíma. Hef haldið upp á þennan mann frá ég var mjög ung og hlusta alltaf þennan disk reglulega. Og ekki er verri að horfa á hann syngja því hann er nú bara alveg fjallmyndalegur á svona Jésúlegan hátt. Leiðinlegra þykir mér að hann er búin að skifta um nafn.Góða helgi folkens.!

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Einmitt-það er ekkert að því að nota notuð föt eða leikföng, við gerum mikið að því hér. Einnig finnst mér gaman að fara inn í second hands shops því það er vel hægt að finna gersemar þar ef vel er að gáð. Fann flotta skó og flott vetrarvesti um daginn og allt á 10 dollara. Það er ekki slæmt er það, ónei:) En ég er bjartsýn á að það sem er í gangi í dag endi og vonandi bara fyrr en síðar. hafðu það gott.

kollatjorva sagði...

takk fyrir sunnudagskvöldið krúttið mitt, nú er ég komin heim í snjóinn og er skítkalt, kem líklegast aftur fyrstu vikuna í nóv..

Nafnlaus sagði...

Reikna með að þið hafið fengið tískusýningu frá Sögu eftir síðustu heimsókn :-)
Og heyr heyr með skyn- og nægjusemi, húsnæðislán er það eina sem við burðumst með á bakinu og það er góð tilfinning að eiga sjónvarpið sem þú horfir á, DVD tækið og bílana sem ferja okkur á milli A og B :-)
Hilsen fra Lier
P.S. Varstu búin að tékka á Mamma Mia sing along !!!