14.10.08

Saga 9 ára

Litla stelpan mín er að verða stór. Er 9 ára í dag. Til hamingju með það.

Fann þetta og finnst það passa svo vel við Sögu: "I've learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel." Það verður nú að segjast að jákvæðari einstakling er erfitt að finna. Er geðgóð og tekur öllur á jákvæðann hátt - nema þegar hún er með fyrirtíðar unglingarveiki! Þá rúllar hún augunum í hringi og segir "herregud mamma" en baráttan um sjálfstæðið er farið að gera vart við sig suma daga og ekkert nema gott um það að segja.

Á eftir verður afmæli með 12 stelpum og það verður voða stuð. Sögu er búið að hlakka til í marga mánuði. Hún var voða sæl með afmælisgjöfina frá okkur en við gáfum henni Playmo hús með fjölskyldu og alles og Baltasar hafði keypt handa henni Disney púsl og Disney bók með öllum helstu sögunum. Hún hefur enn voða gaman að því en þessi bók er með nógu stórum stöfum til að Saga geti lesið sjálf(svo dugleg er hún orðin).

Hér er mynd af Sögu á Dissimilisæfingu í einum af búningnum hún á að vera í. Hún tók andköf þegar hún sá þennan fína kjól.


Góða skemmtun í kvöld í Latarbæjarafmælinu þínu Saga sæta. Hipp Hipp Húrra.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð Helga mín,

Til hamingju með flottu stelpuna þína !

Kveðja frá Þýskalandi - Guðrún

kollatjorva sagði...

Til hamingju með þessa frábæru stelpu Helga mín - segðu henni frá mér að hún er ekkert smá ótrúlega flott í þessum kjól. Eigiði frábæran dag :)
kv frá Íslandinu ..

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með dótturina Helga mín, þú gefur henni kos og klem frá okkur í Lier.
Kær kveðja, Aldís og Co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stelpuna glæsileg stelpa.kv Unnur

Ameríkufari segir fréttir sagði...

TIl hamingju með afmælið Saga....
afmæli þú átt í dag, út af því við syngjum brag,
sama daginn sem er nú, sannarlega fæddist þú.
TIL HAMINGJU MEÐ HEILLADAGINN ÞINN, HEILLAKERLINGIN, TIL HAMINGJU MEÐ HEILLADAGINN ÞINN, HEILLAKERLINGIN!!! (atli heimir)

Iris Heidur sagði...

Til hamingju með heimasætuna. Verð að sýna Dagmar þessa mynd af Sögu, ég veit hún mun gjörsamlega heillast af prinsessukjólnum.
Kysstu hana frá mér!
Kveðja úr Reykjavíkinni,
Íris

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med stóru stelpuna ykkar, mikid er hún flott og kjóllinn er sko fínn! Veit fleiri Sögur sem mundu vilja svona kjól:)

Oskarara sagði...

Hæhæ!
Okkar bestu kveðjur til Sögu, Skari og stelpurnar!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með dömuna, og sú ert fín í kjólnum. Kær kveðja. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís, til hamingju með afmæli Sögu, mikið rosalega er tíminn fljótur að líða! Hún er nú engin smá prinsessa í þessum kjól, litla prímadonnan :)
knús og kossar frá okkur,
Bkv. Berglind

Nafnlaus sagði...

Til lukku með dömuna og OMG hvað hún er fín;o)