Annars bara ekki jackshit í fréttum(ehem sorry!).Orðin alveg DRULLULEIÐ á snjó. Hér hafa 3 húsþök hrunið vegna snjóþunga síðustu vikuna og nú er farið að hlýna og snjórinn aðeins að bráðna og það eru fossar í öllum götum og krakkarnir eru alltaf blaut inn að beini þegar þau koma heim úr skólanum. Hef ekki við að þurka föt og stígvéli. Mikið er ég þakklát fyrir stígvélaþurrkuvélina mína. Algjört möst á hverju heimili.
Rakst annars á þetta á netinu og hér er hægt að prófa heyrnina. Ég komst að því að ég er með ljómandi heyrn því samkvæmt einhverjum kenningum að fólk yfir 25 eða 30 heyri sjaldnar þetta hljóð því það gerist eitthvað í eyranu með aldrinum. Trúi því ekki alveg, grunar að flestir heyri þetta hljóð? Hvað með þig?(ekki gleyma að kveikja á hátölurunum)
Það er orðið erfiðara og erfiðara að finna lag sem hægt er að setja hér á bloggið vegna allskonar hafta sem youtube setur en ég geri mitt besta. þetta lag er frá einum að mínu uppáhalds diskum ever. Verð aldrei leið á honum þrátt fyrir háann aldur(ekki á mér samt). Þegar hann kom út lá ég stundum á sófanum mínum þegar heim var komið frá djamminu og hlustaði á þennan disk áður en ég fór að sofa. Fer alltaf í svona Twin Peaks fíling þegar ég heyri þetta. Fór á tónleika með þeim í Kristjaníu einu sinni og fannst voða skrýtið að það voru hvergi sæti fyrir mann, varð að standa allan tímann. Þetta er ekki stuðtónlist og hálf bjánalegt að standa í 2 tíma og hlusta á svona rólega tónlist en það var nú gaman engu að síður.Elska þetta lag, fæ alveg gæsahúð.
Gróðahelgi alle sammen.
7 ummæli:
Það er greinilega margt spennandi í gangi hjá þér, og það er gott. En hvað í ósköpunum er stígvélaþurrkari? Kærust í kotið. Gulla Hestnes
Stígvélaþurkari er kassi með tæmerstilli og slöngum sem ganga niður af kassanum (svipaðar slöngur og í ryksugu.Slöngurnar setur maður niður í stígvélin. Semsagt hægt að þurka 2 pör í einu. svo kveikir maður á tæmernum og svo blæs heitu lofti niður í stígvélin og þau eru þurr eftir nokkrar klst.
Ekki heyrði ég neitt!
Ég er greinilega enn með heyrn unglings...so far.. Frábært að heyra með haustferðina, loksins fáum við að sjá þennan flotta og hæfileikaríka hóp:) Kv. Íris
Sko þetta er rétti andinn, nóg að gera og alltaf opnast dyr þegar aðrar lokast, tek heyrnaprófið seinna þar sem ég er ekki með góða hátalara í vinnunni.
Bestu kveðjur og við komum sko í haus ef þið verðið á ferðinni til Reykjavíkur.
já ég keyrdi í gegnum Osló um helgina (tvisvar;) og thad vantar sko ekki snjó hjá ykkur í Norge!
Hafid thad sem best og ég vona ad vorid komi til ykkar líka brádum!
spennandi með Dissimilis vona að það gangi eftir og þið sigrið heiminn.
Bögg með vinnuna en iss þú finnur eitthvað mikið betra ég er sannfærður um það. Gangi þér vel.
Bjarni
Skrifa ummæli