5.6.09

Leitar, engu er nær heyr heyr, myrkvið það hlær

Já það er föstudagur eina ferðina enn. Var í Stocholm þriðjudag og miðvikudag svo að þessi vinnuvika hefur verið frekar stutt. Góða veðrið sem var hér síðustu helgi er að öllu horfið. Hitastigið hefur farið frá 28 gráðum á sunnudaginn niður í 7 gráður í gær. Er þetta hægt!! Annars bara galtóm. Hef ekki boru að segja núna. Vorum að vísu að fá nýja stuðningsfjölskyldu handa Sögu. Fyrsta skifti að við ákveðum að prófa fólk sem við þekkjum ekki neitt, en þau eru voða indæl. Hafa að vísu enga reynslu af fötluðum börnum og ég finn að ég á eftir að vera smá stressuð en við eigum eftir að taka langann tíma í að leyfa henni að kynnast þeim áður en hún fer að gista. Sú sem hefur verið með Sögu frá hún var 4 ára er að fara að eignast sitta annað barn á 2 árum svo að nú tekur hún árs frí.

Annars er ég að fara í bíó í kvöld. Í annað skifti á þessu ári og það telur til tíðinda að ég fari tvisvar sinnum í fullorðins bíó á stuttum tíma. Við hjúin ætlum líka út að borða en við hliðina á kvikmyndahúsinu hér í bæ er þessi fíni og ódýri thai-sushi staður. Ég ætla að fá mér sushi. Eins gott að gera eitthvað fullorðinslegt í dag því helgin fer í fótbolltamót með Baltasar og Dissimilsæfingu með Sögu. Baltasar á að vísu ekki að spila sinn fyrsta leik fyrr en kl 1820 á laugardagskvöldið. En sem betur fer eitthvað fyrr á sunnudaginn en því miður missi ég af þeim degi því þá verð ég með Sögu á æfingu.

Jæja hef svo sem lítið að segja annars. Er hálf þreytt eftir þetta ferðalag en það var lítið um svefn tvær nætur í röð og ég finn alveg fyrir því.

Ellen í Göteborg vann síðustu getraun og bað um eitthvað með Rod Stewart. Hann er einn af þeim sem hafa fjarlægt nánast öll sín video af youtube svo að það finnast bara life video með honum í ansi mismunandi hljóðgæðum. Fann þó þetta, athyglisvert hvað hann var vel málaður.



Frábæra helgi.

4 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha hann stendur fyrir sínu sá gamli :) svo núna er ég komin í helgarstudid :)
Veit ekkert hvada lag er hjá thér ídag svo ìslendingarnir fá ad svara í thetta skiptid.
Hafid thad gott um helgina!
//Ellen

Iris Heidur sagði...

Er þetta Pálmi Gunnars..."allir eru að kalla, út um allt á alla..endalaust um allan heim..seinna meir..." Veit ekkert hvað það heitir ef þetta er lagið þ.e.a.s.
Annars bara garðvinna á Mánabrautinni um helgina. Fjarlægja nokkur beð og svoleiðis skemmtilegheit :)

Iris Heidur sagði...

Nei nei þetta er ekki Pálmi þetta er KK og lagið Brennandi brú!! Það er alveg pottþétt. Ég bið því um óskalag með Wondernum í næstu viku, e-ð létt og skemmtilegt :)

Nafnlaus sagði...

Magnað hvað menn Rod komast upp með, jahérna. Kannast ekki við lagið, vil ekki gúggla það. Þú verður að setja reglu þess efnis......hilsen Skari bró!