4.9.09

Plómur

Já nú eru plómurnar farnar að þroskast og ekkert smá magn af þessu núna. Ég á eftir að henda fleiri tugum kílóa í ár eins og í fyrra. Við þurfum að fara að saga af greinar núna því þetta er ekki fyndið. Og það versta við plómur er að þær þroskast allar á sama tíma. Svo hér verður sultað og búið til chutney trúlega næstu helgi í stórum stíl. Ég er stundum svo agalega myndó húsmóðir. En bara stundum.

Erum að fara okkar aðra ferð í Svíaríki að skoða bústað. Erum í startholunum í bústaðarleit og ætlum að skoða voða lítið hús á morgun sem liggur við fallegt vatn. Á nú alls ekki von á að við kaupum þennan en maður verður að skoða til að finna. Svona álíka eins og að kyssa marga froska áður en maður finnur prinsinn.

Ætlaði að skrifa fullt en það er svo brjálað að gera í vinnunni að ég næ ekki meiru í dag. Á að skila af mér stórri auglýsingarherferð fyrir hádegi. Stress bless.

Gleymi samt aldrei lagi vikunnar. Svona meðal gamallt lag með texta á spænsku fyrir ykkur sem vilja æfa ykkur.



Gróðahelgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh plómur eru svo góðar :) Ég skrapp með strákana mína inn í Hallormsstað um helgina og týndum hrútaber og rifsber - nú er bara að fara að sulta :) Kveðja frá Egilsstöðum, Helga Dögg

Nafnlaus sagði...

Gott að hafa nóg að gera, bæði í vinnunni og við sultugerð. Gangi ykkur vel. Kærust í kotið frá okkur Bróa.

Nafnlaus sagði...

Væri til í svona plómutré í garðinn. Er búinn að panta miða á showið, hilsen Skari bró!!!!!

ellen sagði...

já plómur eru gódar en ég thví midur med ofnaemi fyrir theim.... vid vorum svoleidis ad kaffaerast í eplum á sídasta ári og klipptum tréd svo mikid í vetur ad thad koma bara nokkur epli í haust, annars erum vid í Sverige búin ad gera baedi sultu og saft, segi eins og thú stundum er madur svo mikil húsmódir en bara stundum ;) og ad lokum välkommen til Sverige här är det trevligt :)