Var að panta mér nýja uppskriftarbók frá Amazon. Rakst á hana fyrir tilviljun þegar ég var að kaupa jólagjöf þar og þar sem ekki færri en 67 einstaklingar gáfu þessari bók toppeinkun varð félagsveran ég, nátturulega að vera eins og allir hinir og kaupa bókina. Mikið hlakka ég til að fá hana heim. Hef bara sjaldnast hlakkað eins mikið til að fá neina bók eins og þessa. Alveg er ég handviss um að líf mitt eigi eftir að taka stakkaskiftum við lestur þessarar bókar. Ég er búin að vera svo andlaus í eldamennskunni í allt sumar og haust og ég þarf á innblæstri að halda og ég trúi því ekki að allt þetta fólk sé að plata mig.
Ótrúlegt hvað matur skiftir miklu máli. Stundum verð ég svo matleið að ég finn ekki upp á neinu og stundum er ég svo frjó að ég enda á að fá valkvíða sem endar með að ég finn ekki upp á neinu! Núna vill ég elda eitthvað annað og nýtt. Annars man ég eftir þegar ég hef borðað þetta og hitt í fyrsta sinn. Man þegar ég fékk Taco í fyrsta skifti. Það var mín fyrsta mat-upplifun sem breytti lífi mínu smá. Aldrei hafði ég smakkað neitt eins og þetta og fannst það æði og lærði meira segja að elda það (Vá hvað ég er leið á því í dag). Og svo man ég þegar ég bragðaði á Thai mat í fyrsta skifti. Það var hrein opinberun. Var á ferlaga sjöbbí veitingarstað í Köben og bjóst nú við flestu öðru en góðum mat, þjónarnir voru í eigin fötum eins og smekkbuxum, diskarnir pössuðu ekki saman og voru sumir úr plasti, veggirnir voru læm grænir með glimmermyndum og maður fékk vatn á fernu. En mikið fjandi kunni þetta fólk að elda. Ég næstum grét. Og ég man eftir spagettí sem ég borðaði á Rimini þegar ég var 13 ára, það var svo gott að ég man hvar staðurinn var. Ég man líka þegar ég smakkaði Ostrur í fyrsta skifti. Það var einnig það síðasta. Og svo fékk ég ægilega góðan forrétt í Róm í hittifyrra sem samanstóð af kartöflum, trufflutapenade og osti. Geðveikt. Og ekki má gleyma upplifun ársins og ef ekki áratugarins sem er ísinn sem ég borðaði í París í vor. Hvítan súkkulaðiís með Wasabi sósu. Ég næstum dó. Og hvað var svo í matinn hjá mér í gærkvöldi. Jú pizza úr búðinni og brauð með spægipylsu. Ef það er ekki gormei svo veit ég ekki hvað.
Er annars að fara á mömmu downs kvöld í kvöld og allir eiga að taka með smá rétt. Ég ákvað að búa til eigið artichok tapenade. Sjáum hvort það verði einhver upplifun.
Lag vikunar er rólegt. Með einni af mínum uppáhalds söngkonum. Ég fer alltaf næstum því að gráta þegar ég heyri það. Svo krúttlegt.
Góða helgi og eitt að lokum. Hlustar einhver á lag vikunar? SVARA!
9 ummæli:
Hæ
Skil þetta alveg með matarhugmyndaleysistilfinninguna
(þetta er ekki welska) og líka matarupplifanirnar. Man svona líka t.d. í fyrsta skipti sem ég fékk Mars súkkulaði á gamlaárskvöld þegar ég var 8 ára -
opinberun - hákarlauggasúpu í kínv. stað í Köben - æði, að ógleymdum vambapottrétti í Barcelon sem ekki alveg að gera sig.
kv,Mútta
Vá-ég hef sjaldan vitað um manneskju sem man svona vel hvað hún borðaði.Mér finnst þetta list.En ég er sammála þér með matarleiðann...ég er í þeim gírnum núna.
Ég hlusta á lögin sem þú setur inn og þetta sem kemur núna er yndislegt og líkt og þú,þá tárast ég.Góða helgi og góða skemmtun í kvöld.
segi það sama, man ekki svona stað og stund td. hvenær ég smakkaði sushi fyrst, maður ætti kannski að halda matardagbók... en held ég gæti lifað endalaust á pan tomato með hráskinku og brie + 1/2 rauðvínsglas :)
ups, krumms er hann Hrafn minn, ella hér að commenta, kv Ella
hlusta næstum alltaf á föstudagslagið
kv
Ella
ég hlusta líka thegar ég get... (thad er thegar ég les bloggid ekki í vinnunni ;) og gaeti sko lifad á "äkta grekisk fetaost, kalamataoliver och marinerade vitlöksklyftor" ja allavega thessa dagana ;)
Hafdu thad sem best í landinu vid hlidina :)
Já Helga mín, ég hlusta nánast alltaf með matarkveðju frá okkur Bróa.
Hlusta oft á lag vikunar, það fer eftir því hvað ég hef mikin tíma þegar ég er að detta hérna inn. Finnst annars pistlanir þínir alltaf jafn skemmtilegri og hló mikið þegar ég las þennan....kannast vel við að hafa svona matarminni:o)Ítalskur staður á Kanarí (af öllum stöðum) er sá staður sem ég man best eftir...ég næstum dó:)
Þoli ekki að þurfa að logga mig inn...en semsagt kveðja Ólöf á póstinn hér að ofan:)
Skrifa ummæli