20.11.09

Stundum fer ég ægilega í taugarnar á húsbandinu. Það er oftast þegar ég er að ganga frá. Ég fæ svona köst. Dæmi: húsbandið fær sér vatn í glas og klárar það og leggur það frá sér. Ég geng fram hjá, tek glasið og set það í uppþvottavélina. Hann leitar út um allt að glasinu sem hann var að nota en viti menn það finnst hvergi. Hann spyr mig hvort ég hafi tekið glasið hans og ég kannast ekkert við það. Hann finnur það í uppþvottavélinni og ég skil ekkert í neinu. Þetta eru nefninlega alveg ósjálfráð viðbrögð. Var að steikja kótelettur í vikunni. Tók gaffal til að flytja kjötið frá pakkningu yfir á bretti og setti gaffalinn í uppþvottavélina. Barði svo kjötið og ætlaði að færa það yfir á pönnuna og fann ekki gaffalinn, skildi ekki neitt í neinu og náði í nýjan. Ég notaði 3 gaffla í þessari steikingu. Veit ekki hvað kemur yfir mig stundum. þetta er eins og að vera flogaveik. Kemur einstöku sinnum og ég man ekkert eftir að hafa gert þetta en ég hef tekið eftir því að þetta gerist yfirleitt þegar er óvenju fínt og hreint heima hjá mér. Greinilega einhver desperat þörf fyrir að halda fínu smá lengur. Tekur yfirleitt ekki nema 3 tíma frá við komum heim í hreint hús þegar ræstitæknirinn hefur verið að verki þangað til að allt er við það sama. Sorglegt en satt. Drasl á það til að koma af sjálfu sér.

Er að fara í hytteferð með Aldísi og dætrum. Stelpu-fyrir-aðventu-ferð. Ég varð smá stressuð því ég misskildi Aldísi og hélt að hún ætlaði að föndra fullt í þessari ferð. Ég er algjör sveppur þegar kemur að föndri. Hverju ættum við mægður að finna upp á. Sem betur fer var þetta misskilningur svo að hún ætlar bara að skrifa á jólakort og ég ætla bara að slappa af og lesa blöð eða eitthvað. Jólakortin hjá mér eru í vinnslu og svei mér þá ef þau verða ekki send fyrr en síðar.

Þarf ekkert að kynna lag vikunar. Gamalt og gott.Góða helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góda skemmtun ,hvar er hyttan??
kv ingibjörg

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Það er nefnilega óþolandi þegar allt er spikk og span og svo KABÚMM,húsið lítur út fyrir að ekkert hafi verið tekið til.Þá fer ég í þvílíka vörn og byrja að stama...já en ég tók til,bara áðan!!!
Góða skemmtun í kofaferðinni,

ellen sagði...

ha ha ha svona er thetta yfirleitt hjá mér í svona tvo daga eftir stórhreingerningu en slappa svo svolítid af..... en mikid er gott ad vita ad thad eru fleri svona en ég....
og vonandi var gaman hjá ykkur um helgina :)

Nafnlaus sagði...

Það er svo "lásí" að koma með komment eins og þetta: Þegar þú verður stór verður allt svo spikk og span hjá þér að það er ekkert gaman að því og hana nú. Með kærri í bæinn frá okkur Bróa.