27.11.09

La la la la la ævintýri enn gerast

Síðustu helgi fórum við Saga í hytteferð með Aldísi og hennar dætrum. Þetta kallast eiginlega ekki hytte heldur seter sem er það sama sem sel en sel þetta er langt uppi í fjalli, um 30 mín akstur frá næsta þorpi og í gamla daga flutti fólk þangað á sumrin með dýrin sín sem fengu þar gott og vænt gras. Þetta er allt mjög svo upprunalegt, finnast munir frá 1923 í húsinu, gömul og flott húsgögn og flott staðsetning, hvorki rafmagn né rennandi vatn og útiklósett. Bara eins og í gamla daga.

Ferðin upp í fjall var ekkert voðalega skemmtileg enda er ég bílhrædd og það var niðamyrkur og glerhállt en upp komumst við og höfðum það gott föstudag og framan af á laugardeginum. Seinnipart laugardags þegar við vorum búnar að borða, var vaskað upp og Saga vildi hjálpa til. Hún þurkaði diska og átti svo að setja þá á sinn stað og átti einn þeirra að fara inn í stofu. Ekki gekk betur en svo við að setja diskinn á sinn stað en að hún datt um aðra stelpuna hennar Aldísar og skar sig á diskinum. Þeir sem hafa verið í bústað án rafmagns vita að þegar dimmt er úti er ekkert voða bjart inni þrátt fyrir kerti og luktir en ég færði hana í meiri birtu og sá þá að hún var með skurð við úlnliðinn á hægri hendi og svo gat undir olnboganum á vinsti handlegg. Ég sá strax að það yrði að sauma þetta en sem betur fer blæddi ekki neitt voða mikið og sárið á úlnliðinum var ekki alveg við púlsinn en var samt ekki gott að segja hversu nálægt það var. Við ákváðum að keyra niður eftir en þar sem maturinn var búin og við búnar að fá okkur rauðvínsglas með matnum vorum við smá stressaðar en lögðum íann samt. Við hringdum til að athuga hvar næsti læknir væri og það var í Lillehammer en það er um 55 km frá þorpinu undir fjallinu. Aldís hafði í öllu stressinu gleymt gleraugunum sínum og ég var ekki í stuði til að keyra enda afleytur bílstjóri og hefði endað mað taugaáfall áður en ég kæmist hálfa leið. Svo niður keyrði Aldís hálfblind með eitt rauðvínsglas í maganum. Á endanum ákvað ég að hringja í 113 því við vorum ekki alveg vissar hvernig það gengi að keyra til Lillehammer og það var ákveðið að senda sjúkrabíl til að keyra okkur til Lillehammer ef sjúkrafólkið í bílnum héldi að það yrði að sauma.

Við vorum heila eilífð niður fjallið því nú var komin niða þoka ofan í alla hálkuna. Svo þétt að maður sá varla húddið á bílnum. Sjúkrabíllinn hringdi oftar en einu sinni til að athuga hvað væri orðið af okkur en við keyrðum á snigla hraða til að tryggja að við kæmumst öruggar niður. Loksins komumst við að sjúkrabílnum og það var ljóst að það þyrfti að sauma og vorum við Saga keyrðar til Lillehammer- í niða þoku. Fyrst þegar Saga var deyfð byrjaði hún að gráta, hafði ekkert grátið síðan hún datt- ótrúlega dugleg. Hún var saumuð báðu meginn en læknirinn deyfði ekki vinstri hendina því það þurfti bara eitt spor til að loka en duglega stelpan mín lét sig hafa það. Fékk svo bara lási hring í verðlaun sem var allt of lítill, hefði hann passað hefði þetta verið topp verðlaun.

Þegar allt var búið var okkur boðið að taka leigubíl tilbaka sem hefði þýtt um hálftíma akstur frá Lillehammer að þorpinu í þoku og svo annan hálftíma í þoku og hálku upp fjallið og vera þar yfir nóttina og keyra heim morgunin eftir. Læknirinn hafði sagt að ég yrði að fylgjast með henni um nóttina og ég gat ekki hugsað mér að fara til baka. Fyrir það fyrsta var sjálf ferðin ekki skemmtileg og svo tilhugsunin ef hún hefði orðið eitthvað slæm um nóttina ekki skemmtileg. Fara út á klósett í hálku og niðadimmu osfr. Ég tók þá ákvörðun að fara á hótel sem við og gerðum og við höfðum það ægilega gott þar. Borðuðu snakk og horfðum á sjónvarpið. Saga var alltaf að vakna alla nóttina og gráta og átti erfitt svo að ég vissi að ég hefði tekið rétta ákvörðun. Morgunin eftir kom svo Aldís og náði í okkur en hún hafði á endanum fengið tengdapabba sinn til að keyra sér upp í fjall því færðin var svo erfið en það var annað ævintýri sem hún getur sagt frá.

Saga er í fínu formi núna en getur ekki notað hægri hendina svo þessa vikuna hef ég þurft að klæða hana í föt og skeina og allt sem hún annars getur sjálf. Hefur verið mjög sár og bólgin en gat lokað lófanum í gær svo þetta fer allt að koma. Saumarnir verða teknir um miðja næstu viku.

Þetta var semsagt það helsta. Er að fara út að borða með húsbandinu í kvöld, halda upp á síðbúin brúðkaupsdag og svo afmælið mitt sem verður eftir viku. Síðasti afmælisdagurinn minn sem 30 og eitthvað. Djí hvað ég er orðin gömul. Svo fer ég bara að jólast. Held svei mér þá að ég taki upp jóladiskana á sunnudaginn og spili smá jólalög meðan ég hendi saman aðventukransinum. Í ár verður ekki neitt jóladagatal hér á blogginu. Hef hreinlega ekki tíma.

Held mig við nútímann þessa vikuna. Smá rokk frá Noregi.Glóða helgi.

4 ummæli:

Íris Gísladóttir sagði...

Þetta hefur verið frekar óspennandi ævintýri. Þegar eitthvað kemur upp á og börnin manns eiga í hlut verður allt líka einhvern veginn erfiðara. En gott að allt fór vel á endanum. Þetta verður alla vega ferð sem seint gleymist það er nokkuð ljóst.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta hefur verið meiri dagurinn en gott að þetta endaði vel. Saga sýnir það enn og aftur að hún er dugleg og þjarkur mikill. Knús á hana og þig líka því það er vont þegar börnin meiða sig.Góða helgarrest og vonandi var gaman hjá ykkur hjónum.

ellen sagði...

já hlutirnir verda ekki alltaf eins og madur hafdi hugsad sér! En gott ad thetta fór samt vel ad lokum!
Vonandi verdur naesta helgi betri ;)
Hafid thad gott í jólundirbúningnum, their lofa svo smá vetri hérna í lok vikunnar!

Nafnlaus sagði...

[b]All of these girls are online now! just click on your favourite to go to their cam![/b]

[url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/1.jpg[/img][/url] [url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/2.jpg[/img][/url]
[url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/3.jpg[/img][/url] [url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/4.jpg[/img][/url]
[url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/5.jpg[/img][/url] [url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/6.jpg[/img][/url]
[url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/7.jpg[/img][/url] [url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/8.jpg[/img][/url]
[url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/9.jpg[/img][/url] [url=http://adf.ly/1DBj][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/10.jpg[/img][/url]

this will keep updating with the latest girls!