Hver á afmæli í dag?? Það var ég :-D eða kannski er það ekki neitt til að brosa yfir. Síðasti afmælisdagurinn sem 30 og eitthvað og ég sit langt úti í rassi í hinum endanum á Olsó á hundlélegu námskeiði. Svo lélegu að ég á eftir að biðja um afslátt ásamt hinum 2 þáttakendunum sem eru jafn óhress með gæðin og ég. Skítt með það.
Annars bara lítið. Byrjuð svo smátt að jólast. Seríurnar verða hengdar upp á morgun, gleymdum að kaupa hefti til að hefta þær upp. Ætlum að skreyta piparkökuhús og baka piparkökur um helgina og fara á jólamarkað. Fyrir utan þetta er Baltasar að fara í prufutöku fyrir einhverja kvikmynd. Var eitthvað fólk í skólanum í síðustu viku með svona odisjon og hann spurði mig hvort hann mætti vera með. Hann sagði að þetta væri fyrir auglýsingar sem eru sýndar á undan trailer í bíó, það eru bara ljósmyndir með tekstum. Svona auglýsingar fyrir lokalbúðir og álíka. Jú ég hélt að það væri bara gaman fyrir hann. Svo var hringt í gær frá einhverri umboðsskrifstofu og sagði að hann hefði komist áfram. Það voru 800 strákar sem voru prófaðir og 7 sem komust áfram!! Eitthvað hefur sonur minn misskilið þessa prufu í síðustu viku í skólanum enda er hann ekki alltaf með höfðuðið með sér en allavegna þá langaði honum að fara í þessa prufutöku og við ákváðum að leyfa honum það. Gaman fyrir hann að prófa eitthvað nýtt.
Er í flýti hér að finna lag fyrir vikuna. Held að ég hendi mér í smá föstudags chilli með góðum gæjum.
Meira næst.
Góða helgi.
2 ummæli:
Til hammó med ammó :)
Og hafid thad gott um helgina í jólaundirbúningnum!
Til hamingju með afmælið og ég held sveimérþá að börnin þín hafi fæðst með einhversskonar "show star" yfir þeim.Gaman að þessu:)
Skrifa ummæli