29.1.10

Þorra blótað

Já ég ætla að blóta eins og mér einni er lagið eftir rúma viku á Íslandi því ég ætla nefninlega á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki farið í um 20 ár svo kannski tími til þess. Annars lítið núna að segja og lítill tími. Er að fara með báða krakkana til tannlæknis í árlegt tjekk. Saga með 2 laflausar sem ég vona að tanni kippi út svona í leiðinni hann skoðar tennurnar. Honum munar ekkert um það og þá sleppi ég. Er ekki manneskja í svoleiðis. Lausar tennur finnast mér nánast skerí. Verð að hafa þetta stutt í dag og þjóta. Túrílú.

Er orðin svo rugluð í hvaða lag ég hef haft hér að ég verð að fara að vera með lista. Man ekki hvort ég hafi haft þetta lag einhverntíma fyrir löngu eða hvort ég bara hugsaði um það.



Glóðhelgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

ég var á thorrablóti hér í gaer, mikid var gaman og ég smakkadi á öllu nema hákarlinum, gat bara ekki komid honum nidur ;)hafdu thad gott um helgina og vonandi gekk vel hjá tannsa :)

Íris Gíslad sagði...

Góða skemmtun á blóti