15.1.10

Yei!

Ef þú spyrð manninn minn hvort ég sé trektasti ferðalangur sem finnst þegar við erum að fara í flug þá myndi hann svara já. Ég er alveg meiriháttar upptekin af að vera á réttum tíma úti á flugvelli og fátt í þessu lífi pirrar mig meira en að vera of sein í flug. Ég vill geta spókað mig í taxfree og skoðað dót sem mig ekki vantar og ég vill geta sest niður og fengið mér eitthvað að drekka og ég verð að kaupa mér blað til að taka með í flugið. Svona er þetta bara. En stundum fer eitthvað úrskeiðis eins og núna á miðvikudaginn þegar ég var að fara til Stockholm á fund. Átti flug 7:40 og var mætt á góðum tíma út á völl og búin að kaupa mér blaðið og kaupa í taxfree og settist niður með samstarfsmanni mínum og fékk mér morgunmat. Þegar voru 20 mín í brottför ákváðum við að núna væri komin tími til að fara að hliðinu. Eg ákvað að skreppa á pisseríið fyrst og hélt að það væri bara rétt handan við hornið. Lét samstarfsmann minn fá veskið mitt og síma og hann benti mér áttina sem hliðið var og ég skrapp. Þetta skrepp var svolítið lengra en ég hélt því klósettið var ekki bara rétt handan við hornið, þetta var frekar langt horn og svo var það niður í kjallara líka. Ég pissaði á mettíma og dreif mig upp og fór að hliðinu. Þar var fullt af fólki og ég gat bara engan veginn fundið vinnufélagan, var nú að undra mig á því hversu mikið af ellilífeyrisþegum voru að fara til Stockholm svona snemma morguns í miðri viku en hafði engan tíma til að velta því lengi fyrir mér því ég varð að finna kauða því hann var með allt draslið mitt. Mér var litið á skermin ofan við flughliðið og þar stóð Allicante! Greit, semsagt vitlaust "geit" og skýring á öllu gráa hárinu í kringum mig. Ég hljóp áfram inn ganginn en fannst svo tómt þar að ég ákvað að snúa við og hljóp allt ég gat til baka til að reyna að finna upplýsingaskerm. Fann það á endanum og fattaði að ég hafði ekki hlaupið nógu langt inn ganginn og varð að snúa við og djöflaðist eins hratt og ég gat til að ná fluginu því ég vissi að núna væri ég orðin mjög sein.

Á meðan ég var að bíða við Allicante hliðið hafði flugvallarfólkið sagt við samstarfsmann minn að ef ég kæmi ekki núna yrðu þau að fara á undan mér og akkúrat þá sá hann mig hlaupa í áttina að hliðinu og gladdist mjög og sagði þeim að ég væri að koma og benti á mig á sama tíma þar sem ég snérist um hælt og hljóp á tvöföldum hraða í vitlausa átt. Hann fór alveg í kuðung því hann var búin að reyna að hringja í mig en síminn var í veskinu mínu sem hann hélt á. Greyið hann var orðin alveg sveittur en sá mig svo á endanum koma tilbaka. Ég var semsagt hundsein, allir löngu búnir að setjast og setja handfarangurinn á sinn stað og allt það og öll vélinn horfði á mig þegar ég hljóp inn í vélina löðursveitt í flísinni minni og dúnúlpu með trefil! "The queen has arrived" sagði ég bara og brosti og veifaði létt og allir klöppuðu á endanum og fyrirgáfu mér. Eða - kannski var mig bara að dagdreyma þetta síðasta. Óskhyggja eintóm. Hver veit? HATA AÐ VERA SEIN.

Já sådan er livet. Annað ferlegt sem gerðist þessa vikuna. Ég fór á skíði. Saga var að fara á skíðanámskeiði sitt og ég ákvað að drífa mig með og reyna að æfa mig. Ég er afleit skíðamanneskja og þegar ég tel saman tímann sem hef ég staðið á skíðum síðust 5 árin verða það um 7 klukkustundir í allt svo að það væri synd að segja að ég væri æfð. Allavegna þá fékk ég lánuð skíði og dreif mig í brekkuna vitandi að í fyrra stóð ég í 1 1/2 klst og ekkert árið áður. Vá hvað það var augljóst. Ég var hræðileg. Langverst af öllum í barnabrekkunni, sá krakkana með downs bruna fram hjá mér og vinka og ég stóð í bremsustöðunni niður alla brekkuna í heilan klukkutíma. Gvuð hvað mér var illt í lærunum. Verð að viðurkenna að sjálfsálitið er ekki í botni þegar maður er verstur í hópnum og hópurinn samanstendur af þroskaheftum krökkum á aldrinum 10-16. Og það versta er að ég fer örugglega aftur á mánudaginn og held áfram þessari sjálfspíningu.

Í kvöld er stórkvöld hjá Sögu. Í fyrsta skifti er hún að fá vinkonu í heimsókn sem ætlar líka að gista. Búið að vera mikið umstang og pælingar hvaða mat vinkonan vill borða og hvort hún vill horfa á mynd áður en þær fara að sofa og hvaða mynd osfr. Ægilega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga.Við höfum ekki treyst okkur í svona gistiheimsóknir fyrr en núna en því vinkonan var alltaf frekar þver og mikið umstang þegar þær voru saman en núna virðist sem þær eru orðnar nógu þroskaðar til að prófa þetta. Krossa fingurnar.

Jæja er ekki komin tími á eitt af mínum uppáhaldslögum frá árunum mínum á Öresunds. Jú ég held það bara.



Glóðahelgi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tú átt alla mína samúd.
à flugvöllum er ég nákvaemlega eins,kanski heldur verri.

Fór í fyrsta skipti á svigskídi í fyrra og er ég heldur eldri en tú.
Ad vísu var fólk á öllum aldri í barnabrekkunni en tadan fór ég ekki
Kv Ingibjörg

ellen sagði...

ha ha ha og láttu mömmu ekki blekkja thid hún getur ekki sofid í fleiri vikur fyrir flug og svo klárar hún barinn á flugvellinum sama á hvada tíma flugid er og svo getur hún farid í tax free og keypt sér blad..... :) sé thig svo í anda á skídunum, en ekki gefast upp, thetta verdur betra :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú fyrirgefur en mikið hló ég þegar þú skrifaðir um þig,skíðin og börnin með downs.
Gott þú náðir fluginu þínu annað hefði veirð ömurlegt.Góða helgi og vonandi skemmtir Saga sér vel:)

Íris Gíslad sagði...

Sé þetta fyrir mér, hún er alveg að koma sjáðu og þú á harðaspretti í öfuga átt hahahaha. En gott þú náðir fluginu.

Ef það er einhver hughreysting þá er ég eflaust verri á skíðum en þú ;). Farðu bara varlega í guðanna bænum

Nafnlaus sagði...

En frábær lesning nafna,þú gast nú líka bara beðið með að pissa í flugvélinni :) Hehe
Við höfum verið dugleg að fara á skíði en nú er allur snjór farinn á Seyðisfirði þannig að skíðavertíðinn er búin að vera stutt, nú þarf bara að fara snjóa hjá okkur. En alltaf gaman að lesa bloggið þitt frænka, bestu kveðjur frá Egilsstöðum, Helga Dögg