12.2.10

Helv... var hressandi

að blóta þorra á Íslandi. Rosa gaman að hitta vinkonurnar og aðra gamla vini og kunningja sem ég hef ekki séð í ár og aldir. Þorramaturinn var vondur eins og ég bjóst við en vínið gott. Hvað annað. Dansaði fram á rauða nótt og var bara furðanlega hress daginn eftir. Svona miða við... Hafði farið í hádeginu og hitt Kvennaskólavinkonurnar og það var líka æðislegt. Vildi óska að ég kæmi aðeins oftar heim og ætla að reyna að láta verða af því núna í ár. Alveg nauðsynlegt að hitta fólk sem hefur þekkt mann frá örófi aldar. Og fyndið, hitti eina kvennódömu sem ég hef ekki séð í 20 ár en það skifti bara engu máli, kjaftaði á okkur hver tuska. Og hitti líka eina frá Höfn sem ég hafði ekki séð síðan við fermdumst saman hér um árið(91 minnir mig!) og það var bara eins og við hefðum hisst síðast í gær. Já mikið var nú gaman að hitta allt þetta fólk. Og mikið var gaman að þvælast um höfuðborgina í 6 stiga hita og snjóleysi. ÉG ER AÐ BRJÁLAST. Sumum finnst nóvember versti mánuðurinn mér finnst miður febrúar til lok mars versti mánuðurinn. Þá er ég svo leið á vetri og kulda að ég græt á hverjum morgni inní mér áður en ég fer á fætur því ég veit að það verður kallt að fara undan sænginni.

Verð að viðurkenna að Egyptarlandsferðinn er æ meira lokkandi núna. Verður æði að henda sér(kríthvítri) á ströndina í heila viku og gera nada, nothing at all, ekki boru.

Æi, eins og alltaf ætlaði ég að skrifa eitthvað djúpt um lífið og tilveruna en ég er ekki í djúpu lauginni þessa dagana. Eiginlega bara í vaðlauginni. Þessvegna ætla ég bara að hætta þessu rugli og fara að gera eitthvað nytsamlegt eins og að búa til auglýsingar fyrir tryggingarfyrirtæki.

Hei jú, Baltasar var að "leika" í auglýsingu á þriðjudaginn. Ég kalla það ekki að leika því hann átti bara að hoppa á trambólíni. Upptakan tók 2 tíma og drengurinn færi 1000 kr norskar fyrir vikið. Um 20 þús íslenskar. Ekki amalegt tímakaup það. Ég er auðsjáanlega í vitlausum bransa.

Lag vikunar. Ég bara gat ekki á mér setið. What can you say?



Glóðahelgi.

6 ummæli:

ellen sagði...

já ég skil thig svo vel med thessar íslandsdferdir, alveg naudsynlegt ad fara og hitta "fólkid" sitt baedi aettingja og vini! Og madur aetti greinilega ad vera í auglýsingabransanum med thessi laun, hann kanski býdur í naestu Egyptalandsferd hver veit ;) Hafid thad sem allra best, vid erum á leidinni til Ìtalíu á skídi á morgun, hlökkum mikid til :)Kvedjur frá landinu vid hlidina.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hlakka til að hitta mínar vinkonur í sumar:)

Hey-þetta lag..brilljant!Takk fyrir það...sendi mig mörg ár til baka.

Íris Gísladóttir sagði...

Gott það var gaman á hlýja fróninu :) Þetta lag dregur fram ýmsar minningar :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert betri í Þorrablótabransanum en ég. Komin 19-20 ár síðan síðast. Lagið gat ég ekki spilað ... sennilega búið að loka á það.

Góða helgi - Guðrún S.

Nafnlaus sagði...

Það er nauðsynlegt að halda tengslunum, svo er líka alltaf gaman að graðga í sig súrmetinu! Kærust í bæinn. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna Helga Dís. Gaman að sjá þig. Gott að þú skemmtir þér vel þrátt fyrir vonda matinn. (svo sammála þér)
Aldrei þessu vant þá dvaldi Kári bróðir lengur á blóti en ég. Ég hef samt afsökun (eða þykist gera það)
kv
Anna Bogga