4.2.10

Ísland hér kem ég!

Blótandi og ragnandi svona til að æfa mig fyrir þorrablótið. Byrja laugardaginn að vísu á hittingi á kaffihúsinu á Þjóðminjasafninu. Hversu þjóðlegur er hægt að vera á einum degi? Er að fara að hitta vinkonurnar frá menntaskólaárunum. Ein sem ég hef ekki séð síðan 1991. Rosalega gaman. Svo verður blótað um kvöldið með hressum Hornfirðingum. Búin að pússa dansskóna og alles. Fer svo aftur heim á sunnudaginn. Frekar stutt ferð en ef verður gaman ætla ég að reyna að gera þetta að föstum lið enda ekkert meira hressandi en húsmæðraorlof til gamla landsins.

Annars bara alltaf allt við það sama. Bakið eitthvað að drepa mig enn svo að prógram næstu viku bíður upp á sjúkraþjálfatíma og kírópraktor og ekki bara einu sinni heldur 2x. Hef varla tíma til að vinna fyrir allskonar hnykkjum og teygjum. Verð væntanlega orðin góð fyrir vorið!

Ætlaði að skrifa einhvern voða langann og gáfulegan pistil en það gerist svo ægilega lítið hérna þessa dagana fyrir utan þetta sama gamla. Skíði, skauta, vinna og allt það að ég finn bara ekki upp á neinu. Alveg galtóm. Sem betur fer eru dagarnir að lengjast og ég finn að þessi dvali á eftir að taka enda. Makalaust hvað maður er hressari klukkan 8 á morgnana þegar er bjart en þegar er dimmt.

Jæja er farin að pakka. Sett þetta út núna þar sem ég verð ekki við á morgun vegna anna(smá skrepp í sendiráð Íslands áður en ég fer út á völl).

Hér er eitt eldgamalt.


Góða helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dansaðu á þig gat og bakverkinn burt með kærri kærri frá Gullu

ellen sagði...

Góda ferd og góda skemmtun :)

Álfheiður sagði...

Góða skemmtun á blóti!

Íris Gíslad sagði...

Skemmtu þér vel