3.12.10

Hipp hipp húrra

Ég á afmæli á morgun
Ég á afmæli á morgun
Ég á afmæli ég sjá-álf
Ég á afmæli á morgun

Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára ég sjá-álf
Ég verð 40 ára á morgun

Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra

Til hamingju með það Helga litla. Takk fyrir!

Droppa afmælislaginu og spila heldur þetta yndislega lag frá tónleikunum síðustu viku sem voru held ég þeir bestu ég hef farið á í ansi langann tíma. Mikið er hún Eivör bara brilljant í alla staði. Ég verð alltaf uppfull af norrænum tilfinningum þegar ég hlusta á hana, víkingakonan í mér vaknar til lífs og mig langar næstum að nema land. Njótið vel. Læt heyra í mér í næstu viku þegar ég verð orðin 40 ára og komin með glænýtt þvottahús og gestaklósett bæði með hita. Maður er sko farin að leyfa sér lúxus á eftir árum!Túrílú.

p.s Man einhver eftir myndinni The Day After Tomorrow? Grunar að það verður svona hér eftir nokkrar vikur.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn þinn elsku Helga. Kveðja frá okkur Bróa

Íris Gíslad sagði...

Innilega til hamingju með daginn þinn á morgun, njóttu hans í botn. Mér finnst töff að vera 40 ára og hlakka mikið til að verða það. Margir ná aldrei þessum aldri.

Guðbjörg sagði...

Þetta er afmælis kveðja,
þett´er afmælis kveðja,
þett´er afmælis kveðja,
frá mér til þín.

Flott lag og ég efast ekki um að þett hafi verið ætislegir tónleikar.
Innilega njóttu dagsins á morgun Helga mín, ég lofa því ekki að ég fari á Fésið og sendi kveðju þar sem ég verð varla heima. Þú átt inni hjá mér knús og öl í krús.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með afmælið þitt Helga mín og njóttu afmælisdagsins í botn!Sendi kossa og knús til þín!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn í gær, kv Ella

Álfheiður sagði...

Aftur hamingjuóskir ... þessar síðbúnar en ekki síðri :o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árin 40 ! Vona að dagurinn hafi verið góður og fyrr en varir næ ég þér ... :)

Kveðja,
Guðrún Sigfinns