14.1.11

Eldhúsið tómt...

og ég líka. Bara þreytt eftir þessa viku en nú erum við komin svo langt að eldhúsið er galtómt en stofan alveg troðfull. Ekki hægt að klemma inn einni flugu. Allt á fullu í framkvæmdum. Set inn myndir þegar allt er orðið fínt.

Búin að panta 2. vikna ferð til Algarve í sumar. Jess beibí.Nú verður sumarið tekið með stæl. Hlakka geðveikt til enda veturinn hér orðin gaaaasalega langur. Jibbí jibbí jibbí jibbí. Verðum eina viku við Albufeira og eina viku við Portimao sem er hinu meginn í Algarve. Var ódýrara og svo bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Ætlum að leigja bíl hluta af tímanum og skoða svæðið. Verðum á þessu hóteli fyrstu vikuna og þessu þá síðari. Ertu abbó?

Jæja er þetta ekki bara orðið gott? Held það bara. Vendi mér bara strax í föstudagslagið. Aldrei þessu vant er þetta boyband lag sem er ekki mér líkt því ég þoli ekki boyband svona yfirleitt. Nú eru kannski þeir í Take that ekki beint neinir strákar lengur . En allavegna, þá hreinlega líkar mér bara við þetta nýja lag þeirra. Hér í live útgáfu.



Góða helgi folkens.

3 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha frábaert hvad heimurinn er lítill, ég held ad vid höfum jafnvel verid á thessu fyrsta hóteli 2005, thad var alla vega mög líkt og akkúrat á thessum stad ;) en thid verdid sko ánaegd tharna, vid erum enn ad hugsa um allan góda matinn sem vid fengum í thessari ferd :) Og mikid hljómar ferd í hita, sól og gódan mat vel núna :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Afbrýðisöm,nei en samgleðst þér yfir að vera að fara:) Gangi ykkur vel að hreinsa út úr stofunni.Hlakka til að sjá myndir.

Nafnlaus sagði...

Neibb, ekki abbó,ætla "nebblilega" líka að kíkja á sól víðs vegar! Gangi ykkur vel með eldhúsið, og tek undir með dóttlunni: myndir takk. Kær kveðja frá okkur Bróa