Held þar af leiðandi áfram rassæfingum þessa helgina en svo er þetta orðið gott. Verð þá bara að vera með lafandi rass. Það getur nú verið smá smart líka. Eftir viku ætla ég opinberlega að hætta þessu brölti og fara að huga að vorinu. Verð að viðurkenna að þar sem við erum með snjó upp að gluggakörmum verður það kannski ekki svo auðvelt en ég ætla að gera mitt besta. Er allavegna búin að panta mér sumarskóna, með hælum! Gúdbæ vinter og skíði.
Annars er það helsta í fréttum að dóttir mín er að verða unglingur eftir örskamma stund svo að nú eru allir í kringum hana farnir að undirbúa það af kappi. Hverja viku í skólanum fær Saga svokölluð øverord, eða æfingaorð (í beinni) þar sem hún skrifar mörgum sinnum sömu völdu orðin í bók á hverjum degi. Í lok vikunnar tekur hún svo réttritunarpróf þar sem þessi orð eru tekin fyrir. Hvað haldið þið svo að séu orð vikunnar? Blæðingar, túr, unglingur,ástfangin, tilfinningar, brjóst og klof. Halló Fjóla! Ungamama fékk pínu nett sjokk fyrst en þessi elska er svo ánægð með að vera að læra um þetta að maður verður bara að kasta sér útí þetta með sömu gleði og áhuga og hún. Hún er svo áhugasöm um líkamann að maður stendur stundum alveg á gati.
Verðandi unglingurinn: "Mamma ég er með bólu, hvað er inni í bólunni?"
Mamman: Svona ullabjakk :-o
Verðandi unglingurinn: Hvað er inni í ullabjakkinu?
Mamman: Jesúsminnbarn, hrútspungarnir eru að brenna við, verð að hlaupa. Segi þér það seinna.
Ja kannski ekki alveg það sem ég sagði en hugsaði það allavegna. Stundum þurfa mömmur smá tíma til að finna rétta svarið.
Annars erum við bara í sama gamla góða gírnum hér í Noregi. Heimsmeistarakeppnin í skíðum og allt það. Allir í stuði, sjónvarpið á allann daginn í vinnunni. Ég verð bara að viðurkenna fyrir guð og mönnum að ég hef alveg ægilega takmarkaðan áhuga á íþróttum í sjónvarpi. Finnst ég ekki vera neitt verri mannseskja fyrir það.
Þá er það tónlistin. Þetta lag var mikið spilað í Köben á sínum tíma. Ekki alveg það sem ég hlusta á þessa dagana en minnir á góða og mjög svo skemmtilega tíma.
Frábæra helgi.
4 ummæli:
takk fyrir thessa faerslu, núna er föstudagurinn enn skemmtilegri :)
Góda helgi á thig :)
Alltaf gaman að hefja föstudagana á þér:) Kveðjur á unglinginn;)
Síður rass getur verið huggulegur, nema ef hann er í G-streng þá hristist hann eins og hlaup.
Gangi þér vel að verða unglingamamma (ég hef tekist á við margt auðveldara en það hlutverk)
Unglingarnir eru nottla bara yndislegir við uppgötvun lífsins. Kann ekki að setja gæsalappir um orðið nottla!Rasssíð eður ei ertu alltaf þú sjálf mín kæra. Kveðja frá okkur Bróa.
Skrifa ummæli