18.3.11

Vinkonur

Er að fara til Íslands í næstu viku. Er að fara að hitta gamla gengið frá Höfn. Skemmtilegustu samkomur sem ég fer á er með þessum gömlu góðu vinkonum. Þó svo að ég eigi nýja vini sem ég get hlegið og skemmt mér með hlæ ég samt alltaf mest með þeim gömlu. Kannski afþví að við hittumst svo sjaldan eða kannski afþví þær eru bara svo skemmtilegar allar sem ein. Mér finnst einhvernvegin svo þægilegt að eiga vini sem hafa þekkt mig alltaf . Held að vinir sem maður á þegar maður er í mótun séu mikilvægustu vinirnir á margan hátt. Kannski líka fyrir mig sem hef byrjað upp á nýtt tvisvar sinnum í nýjum löndum eftir að ég varð fullorðin. Allavegna hlakka til að hitta þær og spjalla og hlægja og heyra hvað er að gerast í þeirra lífi.

Er líka að fara að hitta vinkonur úr Kvennó. Það er líka mikið hlæ hlæ á þeim samkundum. Höfðum ekki samband í mörg ár, þegar allir voru að koma sér fyrir. En fyrir nokkrum árum tókum við upp þráðin að nýju og það var eins og við höfðum allar hist í gær. Ekki málið.

Er líka að fara út með vinkonu á morgun. Aldís er að bjóða okkur í tónlistar og dinnerdag. Búin að redda barnapössun og pússa spariskóna. Hún er sú vinkona hér í landi sem hefur þekkt mig lengst enda var hálfur Hornfirðingur um tíma.

Skál fyrir gömlum og góðum vinkonum. Nei tek það aftur, held ekki að það sé vel séð í alþjóðlegu tryggingarfyrirtæki að maður sé að staupa sig svona snemma á morgnana! Í kvöld ætla ég að skála fyrir gömlum vinkonum og hlakka til endurfundana.

Tileinkað öllum sterku konunum í mínu lífi sem er staðsettar hér og þar um heiminn.



Gleðilega helgi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Njóttu
kv Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

oh en frábaert, skid thig svo vel, ég aetla ad htta mínar aeskuvinkonur í haust og halda upp á fertugsafmaelin okkar saman eina helgi!
hafdu thad sem best og skemmtu thér vel!
Kvedja úr helvítis snjónum sem gerdi "comeback" í Gautaborg í morgun!
//Ellen

Aldis Mortensen sagði...

Hlakka svoooo til að taka á móti ykkur á morgun. Er ennþá að reyna að móta matseðillinn .... bömmer með svona margar matreiðslubækur og blöð, maður gerir ekki annað en að skipta um skoðun ;-)
Sjáumst á morgun vinkona :-)

Nafnlaus sagði...

Sammála þér í einu og öllu með vinkonurnar ! Þessar gömlu eru svo góðar því þær "þekkja" mann ! góða skemmtun með þeim öllum.

Góða helgi,

Guðrún Sigfinns

Nafnlaus sagði...

en sæt skrif og skemmtileg
hlakka til að hitta þið um næstu helgi
kv
Ella

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta var góður pistill...hef ekkert meira um það að segja nema jú-vinkonur rokka!