29.4.11

Hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ, hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ.


Já veðurguðirnir greinilega komnir heim og í algjöru rjóma skapi. Búið að vera blíðskapaveður nánast allan apríl. Var á bikíníunum um helgina hérna úti á palli. Lovelí. Makalaust alveg hvað maður getur verið hvítur. Eitt er að vera 20 ára og næpa en annað er að vera 40 ára og næpa. Ekki hið minnsta sexý get ég sagt ykkur.

Annars er það helsta í fréttum að það voru páskar um daginn og við skruppum til Svíþjóðar að vanda og átum þar á okkur göt. Og fyrir utan það. Tja... ekki mikið. Jú annars. Datt í keilu um daginn. Húsbandið átti afmæli á miðvikudaginn og það var haldið upp á þann merka dag með að fara í keilu. Sögu tókst að henda kúlunni svo að hún festist í grindinni og ég aulinn dreif mig á næstu braut til að losa um helvítis kúluna. Ekkert að spá í því að þessar brautir eru náttúrulega glerhálar. Þetta tókst ekki betur er svo að ég flaug aftur fyrir mig og mesta mildi að ég skildi ekki hafa handleggsbrotnað, ja eða hálsbrotnað. Búin að vera hálf aum í handleggnum síðan. Sem betur fer þeim vinstri. En núna veit ég allavegna hvað er hált á svona keilubrautum. Assgoti hált verð ég að segja og mæli ekki með svona brölti í keilu við nokkurn mann.

Annars allir hressir og kátir heima hjá mér. Baltasar farið að hlakka til að fara til Íslands og mér farið að kvíða smá fyrir. Finnst nú að 3 vikur er smá langur tími en verð bara að harka af mér. Jæja ætla að ljúka þessu með að óska Villa og Kötu til hamingju með daginn. Þau eru nú meiri krúttin! Hipp hipp húrra.



Gæða helgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha ha, sé thig í anda í keilunni :) já annars er sama vedur hjá okkur, thetta er yndislegt, en ég hef ekki enn farid út á bikiní....

Guðbjörg sagði...

Hefði viljað vera fluga á vegg þarna. Veðrið fór allt í einu að leika við okkur(í pínsu stund)en núna leikur það við Reykvíkingaog þá er okkar tími búinn. Stutt gaman skemmtilegt og ég tel niður spánarför aðeins eftir 20 daga, þá tölum við um bikiní
bestu kveðjur til ykkar allra, hlökkum til að hitta Baltasar.