24.6.11

Gleymt blogg

Varð ekkert úr bloggi í síðustu viku og kannski bara allt í lagi. Grunar að það komi ekki margir hér inn lengur enda hef ég ekki skrifað neitt skemmtilegt lengi. Fínt með smá bloggpásu núna. Kannski kem ég sterkari til baka og kemst í gamla formið. Er hálf andlaus þessa dagana og það ekki afþví ég hef ekki frá neinu að segja því það er meira en nóg að gera hjá mér. Held bara að maður fái smá leiða eftir svona langann tíma. Svo að þetta verður síðasta blogg fyrir frí, er tilbaka í endan júlí eða byrjun ágúst. Fer eftir bloggforminu.

Fór annars til Bornholm síðustu helgi með vinnunni. Það var nú mikið húlllumhæ. Fór með sem ljósmyndari með sölufólkinu. Allir sem hafa unnið söluherferðirnar síðasta hálfa ár fara í svona ferð 2x á ári svo að við vorum 150 sem fórum í þessa ferð. Svo mörg að fyrirtækið leigir eigin flugvél fyrir okkur. Beint flug til Bornholm, ekki oft það gerist frá Osló. Allavegna þá var þetta ægilegt stuð, fórum á Miðaldarsenter og borðuðum og drukkum, á hestahlaup, á vínbú í vínsmökkun, bjórsmökkun í bruggverksmiðju og svo galadinner. Semsagt nóg drukkið og djammað. Sem ljósmyndarinn í ferðinni varð ég að halda mér góðri svo að ég var frekar hógvær en ekki hægt að segja það sama um samferðafolk mitt. Lentum á hádegi á sunnudeginum og á vellinum biðu JC og Saga eftir mér. Við vorum að fara til Svíþjóðar að skoða bústað. Enduðum á að rammvillast inn í myrkustu skógum Svíaríkis, Saga ældi sig og allan bílinn út og það varð að klæða hana úr öllu en sem betur fer var ég með farangur svo að hún fékk lánaðar buxur hjá mömmu sinni. Enduðum á að koma of seint að skoða bústaðinn sem okkur leist ágætlega á. En það var þreytt Helga sem kom heim þetta kvöldið.

Erum að fara til Íslands í næstu viku(ef það verður ekki verkfall) að ná í einkasoninn. Hann er búin að vera í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu og skemmt sér vel. Eftir þá ferð verður stefnan tekin á Algarve þar sem ég hef hugsað mér að verða brún. Gerist víst ekki hér þar sem það rignir hvern einasta helv... dag.

Jæja er þetta bara ekki nóg í bili.Vona að allir sem ramba hér inn fái gott sumarfrí og svo sjáumst við bara síðar.Glóðahelgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hlakka til að hitta þig í næstu viku ;-) kveðja - Ella

Nafnlaus sagði...

Sé þig kannski? Gulla

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Njóttu ferðalaganna þinna og ég óska ykkur öllum góðs:) Svanfríður.