3.6.11

Og þá kom sumarið


Eftir frekar napran maí kom loksins sumarið í gær, vona að það staldri við sem lengst. Í því tilefni fór fjölskyldan í langtan hjólatúr. Erum búin að kaupa hjólafesti á bílinn svo að við brunuðum niður á Fornebu(þar sem flugvöllurinn var einu sinni) og hjóluðum um svæðið þar.Rosalega fínt hjólasvæði, allt flatt og hjólastígar útum allt. Þetta var bara eins og að vera í Danmörku. Er ekki vön svona flötu hér þar sem við búum, hér eru bara brekkur og flestar upp í mót! Eftir að hafa hjólað góða stund stoppuðum við á baðströnd þar sem krakkarnir kældu sig í sjónum. Og það verður að segjast að þau urðu ansi vel kæld. En mikið var það uppliftandi að fá svona fínan dag. Spáð áfram góðu svo að ég ætla að ráðast í göngutúra um helgina og svo garðinn.

Ætla að hafa þetta stutt í dag. Ekki það að ég hafi neitt að segja, það er bara svo geðveikt að gera í vinnunni þar sem ég er að fara til Stockholm í næstu viku að ég má ekki vera að þessu. Hefði átt að skrifa í gær!



Góða helgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

já loksins.... ég held ad allir svíar og líklega norrmenn líka séu búnir ad bída eftir thessum fínu dögum, er á leid í skólaferdalag med dóttur minni, vid verdum 4 fullordin og 18st 16 ára krakkar, ég er ekki alveg viss um ad ég viti hvad ég er ad fara út í.... en allavega, gledilega helgi :)

Nafnlaus sagði...

please sendu smá sól til Íslands.kv.Anna