Þá er komið að hinni langþráðu Londonarferð.Búið að kaupa fótbolltaleikmiða handa feðgum og mæðgurnar ætla á söngleikinn Mamma mia. Allir hlakka rosa til.
Og eins gott að njóta. Fyrir utan að húsbandið er að fara aftur til London í næsta mánuði í árlegu strákafótbolltaferðina sem var pöntuð fyrir löngu þá förum við trúlega ekki mikið í svona reisur næstu árin. Peningarnir verða lagðir annarstaðar um stund. Og hvert? spyrðu trúlega sjálfa/n þig. Jú í sumarbústað í Svíþjóð. Haldið þið ekki að við á endanum séum komin svo langt að við erum búin að gera tilboð í eitt stykki bústað og eigendur búnir að taka því tilboði svo nú erum við að vesenast með bankann, senda inn allskonar skjöl og dót og allt það sem maður þarf þegar á að taka lán!! Eitt er víst að maður endar ekki alltaf þar sem maður planlagði. Fyrir það fyrsta þá er bústaðurinn lengur frá Osló en við höfum planað. Ætluðum aldrei að fara lengra en 2 og 1/2 tíma. Það var eiginlega pínu of langt líka. Vorum að reikna með 1 og 1/2 til 2 en nei stundum breytast hlutirnir. Þessi er næstum 3 tíma í burtu. Fer eftir umferð og veðri. Á góðum degi getur húsbandið keyrt á 2 og 1/2 en það verður nú sjaldnar þar sem það er alltaf svo leiðinlega mikil umferð út úr Osló.
Afhverju keyptum við svona langt í burtu spyrðu nú trúlega sjálfa/n þig. Svarið er meira fyrir peninginn og samt fórum við pínu lengra ofan í budduna en planagt!! Allt sem við höfum skoðað í sumar og verið að bjóða í krafðist þess að við myndum byggja við, litlir bústaðir sem þurfti að byggja og bæta mikið áður en við yrðum ánægð sem hefði kostað slatta þegar upp hefði verið staðið. Þessi hér er svo stór að við þurfum ekki einu sinni að byggja gestahús á næstunni. Til að byrja með þurfum við bara að mála og þá er allt komið í bili. Fyrir utan rosa garðvinnu en engin hefur notað bústaðinn í nokkur ár svo að það er hálfgerður frumskógur fyrir utan. Restina tekur maður með tíð og tíma. Með bústaðnum fylgir einn bátur, einn kanó, 5 hjól, öll húsgögn og diskar og gafflar og glös, sjónvarp, örbylgjuofn, öll eldhústæki, útihúsgögn og verkfæraskúr með verkfærum. Semsagt einn bústaður með öllu. Hér eru myndir af herlegheitunum. Ef einhver vill leigja bústað í Svíþjóð þá verður þessi í leigu frá og með næsta sumri, nokkrar útvaldar vikur sem við vitum að við getum ekki nýtt okkur hann sjálf. Bara láta vita! En.....erum ekki enn búin að skrifa undir svo að allt getur samt enn gerst. Ekkert er bindandi í Svíþjóð fyrr en maður gerir það.
Jæja er þetta bara ekki orðið gott.
Ætla að halda áfram leitinni að löngu gleymdum lögum. Manstu eftir þessu lagi? Var alltaf smá veik fyrir því sjálf.
Góða helgi.
4 ummæli:
Innilega til hamingju með bústaðinn, sýnist hann vera mjög flottur. Ég man eftir þessu lagi, en ekki fyrr en viðlagið hljómaði. Góða skemmtun í London.
Lítur vel út ... til hamingju!
Laginu man ég vel eftir.
Hamingjuóskir með bústaðinn. Glæsilegt umhverfi og æðislegt að hafa vatnið :) Hlökkum til að koma í heimsókn!
Mánabrautargengið
FRÁBÆRT oh mikið hlakka ég nú til að koma aftur, nú er spurningin hvort við skvísurnar verðum ekki bara þarna þegar við mætum til þín. Ég vona svo sannalega að þetta gangi upp hjá ykkur bara yndislegt. kossar og knús til ykkar allra.
kv Guðbjörg
Skrifa ummæli