4.11.11

Ekki alveg dauð enn...

Nobb, ekki alveg hætt að blogga en hafði ekki tíma í síðustu viku vegna anna og annars. Búin að vera frekar hálf síðustu vikur. Byrjaði á því að á fimmtud fyrir 2 vikum fór ég til húðlæknis sem fjarðlægði einhverja örmyndun á leggnum á mér. Bara smá skrap, ekkert sem var hættulegt bara ljótt. Tók ca 3 mínútur og skildi eftir sig pínulítið sár á stærð við nögl. Átti ekki að vera neitt mál með það. Einum og hálfum sólarhring seinna vakna ég um miðja nótt alveg að drepast í fætinum. Skrönglaðist á fætur og sá að ég var öll bólgin og ljót í kringum sárið. Fór aftur til læknisins á mánudeginum sem sagði mér að ég væri komin með súpersýkingu hvorki meira né minna og gaf mér eitthvað súper krem sem átti að laga þetta. Næstu daga var ég með rýting í sárinu, var rosa illt og það var ekkert að skána þrátt fyrir súperkremið. Fór aftur til læknisins fimmtudaginn fyrir viku og þá var ég sett á pensilín. Var svo voða bissí þann daginn að pakka og gera tilbúið fyrir sumarbústaða ferðina sem ég hlakkaði ægilega til.

Föstudagur fyrir viku: vakna fyrir allar aldir, enn illt í sárinu og Pensilínið ekki gott í magann minn. Sest upp og vupsi, hnakkinn allur lokaður og læstur og sársaukinn bara vondur. Ekkert að gera við því urðum að fara til Svíþjóðar og í bankann. Man daginn í hálfgerðri móðu vegna verkja. Gat eiginlega ekki hreift mig, þurfti og þarf enn að vakna á nóttunni til að skifta um stellingu. Svo að síðustu helgi horfði ég á húsbandið þrífa og vinna í bústaðnum og ég bara sat. Fór til sjúkró á þriðjdaginn og er að fara aftur á eftir í smá losun. Búin að staulast í vinnuna alla vikuna að drepast, er núna komin í 50% veikindaleyfi til að leyfa þessum fjandans hnakka að lagast. Og við erum aftur að fara upp í bústað að mála, sjáum til hvað ég fæ til. Get allavegna horft á húsbandið mála!! Ekki alveg það sem ég ætlaði mér. En mikið verður fínt hjá okkur þegar stofan verður orðin hvít. Vona að ég geti sett út myndir fyrir jól. En núna erum við semsagt að reyna að klára stofuna því það er svo mikið annað mig langar til að gera í sumar en að hanga inni og mála.

Over and out frá Noregi.

Er fólk alveg hætt að búa til svona lovlí lög eins og þetta? Hljómar best hátt svo hækka í hátalaranum NÚNA!!



Góða helgi!

4 ummæli:

Íris sagði...

Ég segi nú bara góðan bata og gott gengi.

Nafnlaus sagði...

Nú ber þér frú mín góð að fara vel með þig með kærri frá okkur Bróa.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Uss ekki gott Helga mín. Vonandi hefur þér batnað síðan þú skrifaðir þetta. Taktu því varlega og farðu vel með þig.

Nafnlaus sagði...

ekki hljómar thetta neitt spes!
Krya på dig!

Kram från Göteborg!