16.12.11

Gleðileg jól!

Þá er bara rúm vika í jól og allar kökur komnar í dalla. Vill láta vita af því að það er sko ekkert það sama að nota smjör eða smjörlíki í smákökur. Alveg allt önnur Ella og mæli ekki með að skifta smjörinu út með líkinu. Fór í algjöran bömmer yfir súkkulaðibitakökunum en ákvað að dríta í það eins og maður segir á góðri norsku og sleppa að baka nýjar kökur. Ét þetta og held kjafti og man það bara næst.

En þú getur spurt þig hvað varð um allt smjörið sem Jóla var búin að kaupa. Var náttúrulega búin að gleyma að það er smjörkrem á hunangskökunni góðu. Keypti semsagt of lítið smjör!

Var að lesa um barn sem fékk iPod í skóinn og allt varð vitlaust í skóla barnsins. Æi ég veit eiginlega ekki hvað þessum skóla kemur við hvað nemendurnir fá í skóinn en finnst svona persónulega að iPod sé kannski smá mikið fyrir barn í 3. bekk. Ég meina, hvað fær krakkin eiginlega í jólagjöf? Gullstöng?

Finnst slæmt að heyra um börnin í 5. bekk í barnaskólanum í Drammen hér í Noregi sem ekki fengu að koma með jólasveinahúfu á jólaslúttið í skólanum. Jólaslúttinu var breytt í vetrarslútt til þess að hlífa þeim örfáu börnum í bekknum sem ekki halda jól, og þá var ekki verið að meina múslimabörnunum sem ekki halda jól heldur norsku börnunum sem eru í einhverjum sértrúarsöfnuðum og ekki halda jól. Halló, hvað er eiginlega í gangi. Við búum landi sem heldur jól. Á líka að hætta að tala um afmælisveislur í þessum skóla því þessi sértrúarsöfnuður trúir ekki á afmæli heldur. Nei svona gerir mig pirraða. GRRRRR!

Annars sér maður mikin mun á börnum og gleði. Jóli var svo góður að gefa börnunum mínum tannkrem og tannbursta í skóinn í fyrradag. Sonurinn slengdi þessu inn á bað án þess að brosa hið minnsta meðan dóttirin gekk um með tannburstann sinn allan morguninn og þegar hún kom heim úr skólanum, alsæl með þennan fína bursta. En Jóli varð bara að vera viss um að börnin ættu góðan bursta núna þegar helgin er gengin í garð og skórinn á eftir að fyllast af sælgæti.

Jæja ég læt þetta gott heita. Óska ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kannski við sjáumst við þá.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég nota alltaf smjör í stað smjörlíkis og finn aldrei neinn mun. En hafðu það gott um jólin Helga mín. kossar og knús
kv.Anna

Nafnlaus sagði...

gott að heyra að þú hafir haft þó e.h smjör til að baka.

Og já töluvert spes með þennan Ipot, en ég held best að segj að það var ekki skólinn sjálfur sem var að fetta fingur út í þetta heldur foreldrafélagið í bekknum sem vildi fund með þessum foreldrum,öllu má ofgera.

Algerlega sammála þessu rugli og stýringu með þetta hefðbundan jóla og kristinihald sem hefur verið ríkjandi í gegnum tíðina, afhverju geta þessir örfáu einstaklingar ekki aðlagast því sem þeir sækja í afhverju á samfélagið að að snúast um þá? pirri pirrí.

Vona að þið hafið haft það sem allra best yfir jólin og haldi því áfr.yfir áramótin. bestu kveðjur frá okkur öllum úr vetrarríkinu á Hornó