2.12.11

Jólagóðan jóladaginn!

Nú er maður farin að jólast af krafti. Er nánast búin með jólagjafirnar(að vísu eru það nokkrir mánuðir síðan). Svo erum við að fara á jólasundmót með Sögu á morgun. Svo verður farið út að jólaborða með húsbandinu í tilefni jólaafmælisdagsins míns á sunnudaginn.

Eins og þú væntanlega hefur tekið eftir er ég hrokkin í jólagírinn og nota jólaorðið eins oft og ég get. Mér finnst það lyfta jólastemningunni um heilan jólahelming. Mér finnst fólk nota jólaorðið of sjaldan, og finnst að maður ætti að taka upp þennan jólasið um páskana líka. En að sjálfsögðu nota páskaorðið í staðin fyrir jóla.

Það er að vísu frekar alvarlegt jólavandamál sem ég og fleiri eiga við að glíma hér í jólaNoregi og það er að það er alvarlegur skortur á jólasmjöri. Allar jólahillur galtómar. Ég læt tengdó kaupa jólasmjör fyrir mig í jólaSvíþjóð og senda með mágkonu minni svo að fjölskyldan fái jólasmákökur. Algjört hneyksli. Og afhverju vantar jólasmjör?? Jú afþví að hellingur að hálfvitum í lavkarbo jólamegrun eru búin að hamstra (og svo minni framleiðslu en það er leiðinlegra að segja frá því!). Núna er hægt að kaupa jólasmjör á Finn.no fyrir 600 krónur jólakílóið. Algjört jólarugl semsagt.

Jæja er þetta ekki orðið jólagott í bili. Kannski að jólalesendur mínir verði smá jólaringlaðir af allri þessari jólastemningu hjá mér núna.

Smá jólajólalag handa ykkur öllum.

>

Jólagóða helgi.

4 ummæli:

Íris sagði...

Jólahvað???? Ég kaupi greinilega kolvitlaust smjör nóg af því til hér :) eða kannski ég sé bara að kaupa eitthvað allt annað en smjör hehehehe

Nafnlaus sagði...

hva er jólasmjörid búid.... hérna megin er til alveg fullt af jólasmjöri :) Vonandi naerdu í alveg fullt af jólasmjöri og getu bakad alveg fullt af jólasmákökum :)

Jólaadventukvedjur til ykkar frá jólaGautaborg!

Álfheiður sagði...

Jólaskemmtilegt jólablogg! Jólaaðventukveðjur til ykkar!

Nafnlaus sagði...

Bráðum koma jólin! með bestu kveðju frá okkur Bróa