23.3.12

Dullarfulla lyklahvarfið - framhald

Húsbandið og einkasonurinn fóru upp í bústað síðustu helgi. Mission kjallarahurð var efst á dagskrá. Kjallarahurðin var brotin upp með stæl og komst húsbandið inn til að gera það sem hann þurfti þar að gera. Seinna sama dag var hann eitthvað að væflast oní kommóðu og viti menn - fann lykillinn. Í þessari kommóðu þar sem engir lyklar eiga að vera! Svo að þetta dulafulla lyklahvarf var ekki dulafyllra en svo að húsbandið hafði sett lykilinn þar frostadaginn mikla í febrúar og geymt þá minningu í gleymskudagbókinni.

Og ekki er nú allt búið enn. Hefur að vísu ekkert með lykla að gera. Haldið þið ekki að það sé höggormabú í lóðinni hjá okkur. Þeink jú verí möts. Fullt af eitruðum ormum sem búa í hlaðna veggnum sem heldur litla grasbalanum í réttri stöðu. Og eins og það væri ekki nóg eru þessi kvikindi friðuð í svíaríki. Húsbandið var að spá í að gera eins og pabbi sinn sem drap og fláði höggorma og notaði skinnið í belti. Ég benti húsbandinu á að hann er ekki haldin sömu veiðigleði og karl faðir hans. Og ég sé hann í anda flá þessi kvikindi. Nei húsbandið er meiri borgarbarn en hann vill viðurkenna. En núna þurfum við semsagt að reyna að losna við þessi kvikindi fyrir sumarið. Annars verð ég bar inni í sumar og það er ekkert gaman. Ef það er ekki lyklar þá eru það snákar. Það er alltaf eitthvað.

Eitt nýtt lag er ekki verra á þessum hlýja marsdegi. Vill upplýsa að það var 16 stiga hiti og sól hjá mér í gær og það var bara lovlí.



Gleðilega helgi.

2 ummæli:

Íris sagði...

oj höggormabú, hljómar viðbjóðslega, vona að þið náið að fæla þá í burtu. Hér var yndislegt veður í dag, bara lovlí :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Höggormar! Bjakk!!!! Gangi ykkur vel að losa ykkur við þá.