9.3.12

Ljósmyndarinn

í gær var ansi gaman í vinnunni. Svo er mál með vexti að fyrir nokkrum vikum var ég að vinna við auglýsingarherferð. Það var söngvakeppni þar sem fólk söng inn lagið Don't You Worry 'Bout A Thing en það lag hefur verið notað í allar If auglýsingar síðustu árin. Þetta var gert í gegnum netsíðu sem við gerðum og tók um 60 manns þátt með söng og myndbandi. Fyrir utan að gera flestar auglýsingarnar í herferðinni var ég líka ein af þeim sem sat í dómnefnd. Eftir þá reynslu verð ég að viðurkenna að dómarar í Idol eiga samúð mína alla. Þvílík reynsla!! Allavegna, þá völdum við út fjögur ungmenni sem unnu keppnina. Verðlaunin voru styling (hár og andlit), hádegisverður og svo klukkustund pr sigurvegara í studio með upptöku á sama lagi. Allir fá svo sendan geisladisk með laginu sínu og flottu CD coveri hönnuðu af yours truly þegar hljóðverið verður búin að mixa upptökurnar. Svo að í allan gærdag vann ég sem ljósmyndari þar sem ég tók myndir af öllu þessu fallega og hæfileikaríka unga fólki. Sumum gekk betur en öðrum eins og gengur og gerist en öllum fannst þetta æðislega gaman og fóru heim alveg í skýjunum. Ég var að samferða einni á leið heim sem tók þátt og aðeins er 16 ára og hún var með stjörnur í augunum. Gaman að sjá þetta unga fólk leggja svona mikið á sig á stuttum tíma til að fá það mesta úr deginum. Og gaman að gera eitthvað allt annað en að sitja á skrifstofunni eins og ég alltaf geri. Bara deilig.

Er annars að fara upp í bústað á morgun með húsbandinu og reyna að laga rafmagnið þar. Jebb er líka orðin rafvirki. Er svo gasalega fjölhæf. Við förum barnslaus þar sem við vitum ekki hvað er kallt í bústaðnum. Vitum allavegna að ofninn inni í okkar herbergi virkar og þá verðum allavegna hægt að sofa í hita.

Nóg í bili. Held að mars verði síðasti mánuðurinn með íslenskri tónlist. Þetta er orðið ágætt í íslensku deildinni.Góða helgi.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já þetta hljómar eins og þetta hafi verið mjög skemmtilegur dagur. Gaman að þessu.

Íris sagði...

Spennandi, þú verður nú að deila einhverju af þessu með okkur þegar það er komið út. Vona að þú sért betri rafvirki en hann Skúli rafvirki(Laddi).

Nafnlaus sagði...

Kveðjur frá Mánó......

Skari bró

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman ad gera eitthvad nýtt! Lycka till med den svenska elen :)

//Ellen

Nafnlaus sagði...

Gaman að vera í skemmtilegri vinnu:)
kveðja úr snjónum í RVK
Anna

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið skemmtilegur dagur. Þú ert líka svo opin fyrir þessu unga fólki. Njótið ykkar í bústaðnum og farðu varlega með þetta andsk.... rafmagn með kveðju frá okkur Bróa