Þessa uppskrift var að finna á bloggi mínu fyrir nokkrum árum. Er orðin svo leið á því að þurfa að leita það uppi aftur og aftur og ekki drattast ég til að skrifa þetta niður svo voila, hér er sama uppskriftin aftur! Og viti menn, enn jafngóð.
Kjúklinga og hnettu múffupæ.
1 rif hakkaður Hvítlaukur
1 kjúklingabringa í litlum bitum
salt+pipar
Þetta tvent er steikt saman og látið kólna
1 stór Tómatur.
Skorin í litla bita en þetta fljótandi inní tómatnum er ekki látið með.
3 stór egg
1 1/2 bolli mjólk
3/4 bolli hveiti
1 bolli sterkur ostur að eigin vali
2/3 bolli gróft hakkaðar hnetur af eigin vali(ég hef notað valhnetur eða hesilhnetur)
Ferskar kryddjurtir(það sem þú átt) ég hef notað steinselju.
Egg og mjólk blandað vel saman og hveiti bætt út í og blandað saman vel. Saltað og piprað.Osti bætt út í og svo Tómatnum, kjúllanum, hnetum og kryddjurtum.
Muffinsmót(sjá mynd) eru smurð með olíu og gumsinu hellt út í. Bakað við ca 220 gráður í 25-30 mín. Fer eftur stærð formana.
Bara svo að það sé á hreinu þá þarf maður ekkert að nota kjúkling, hægt að nota skinku eða bacon eða bara ekkert kjöt. Og það má alveg skifta tómatnum út með púrru sem er búið að mýkja aðeins í olíu. Og sama með hneturnar, alveg hægt að sleppa þeim og nota kryddjurtir í staðinn. Mér finnst að osturinn sé mikilvægastur, sterkur og góður. Bara hægt að drullumalla þetta alveg eftir eigin lyst og því sem er í ísskápnum.
Góða helgi.
Ó, gleymdi næstum laginu.
2 ummæli:
Líst vel á þessa uppskrift :) verð að prófa :)
Klemzzzzz
Skemmtileg þessi föstudagslagahugmynd og þetta lag er dásemd.
Skrifa ummæli