26.10.12

Ættjarðarljóð

Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs sifji árfoss og hvers
dóttir langholts og lyngmós sonur landvers og skers

Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd
Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín
nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.

Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs sifji árfoss og hvers
dóttir langholts og lyngmós sonur landvers og skers

Eitt af mínum uppáhaldsljóðum, er svo asskoti fallega skrifað. Íslensk tunga getur verið ansi falleg þegar fólk vandar sig. Þetta ljóð má finna í bláu bókinni sem öll börn á Íslandi hafa komist í kynni við.

Bara 2 vikur í Suður Afríku ferðina. Farin að hlakka slatta til.

Hér er annað uppáhaldsljóð úr sömu bláu bókinni. Fallegt og sorglegt.Later!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála fallegt ljód :) Gledilegan föstudag! Á morgun er thad Kína fyrir mig, en vid sjáumst nú hér og á facebook :)

//Ellen

Íris sagði...

Mörg falleg ljóð sem prýða bláu bókina. Hefði verið gaman að fletta henni núna, hef grun um að maður leggi töluvert annan skilning í mörg ljóðin á fertugsaldri en tíu vetra ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta ljóð, og lagið við það er eitt af mestu perlum íslenskrar tónlistar. Ef ekki sú skærasta....láttu mig barasta um að vita það!!! Suður Afríka hljómar spennó, en hvurt skal heitið? með kærri frá okkur Bróaa.

Nafnlaus sagði...

Æ, lenti eitt auka a í hann Bróa minn. Gulla