Svei mér þá dagarnir bara fljúga áfram. Það er bara ekkert svo langt í jólin. Djíngelbells og allt það.
Við erum búin að vera að berjast við þráðlaust internet alla vikuna og þeirri baráttu er langt frá að vera lokið. Meira helv.. ansk... draslið. Eina mínutuna er ég með tengingu og þá næstu ekki og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur. Þetta er alveg rosalega erfitt fyrir manneskju eins og mig sem alltaf er svo nátengd!Kannski að ég þurfi á áfallahjálp að halda.
Lag vikunar er gamalt, næstum jafn gamalt og ég. Allavegna jafn gamalt og Vestmannaeyargosið. Gamalt semsagt! Allar ballhljómsveitir með einhverja virðinu fyrir sjálfri sér spiluðu þetta á böllum hérna í den. Minnir mig samt mest á hestamannamótarböllin, veit ekki afhverju. Hott hott!
Have a nice weekend thank you very much.
5 ummæli:
Snilld!!! held að þetta sé bara enn spilaða á sveitaböllum:o)
Og þakið ætlaði af Sindrabæ þegar allir sungu; without looooooove-love:)Góða helgi.
... hmmm 100 dagar til Jóla ! Það er nú ekki neitt !
Maður er nú bara í þvílíkum Sindrabæjar,sveitaballafíling að kíkja hingað inn !
Hæ ég veit að ég er sein að taka við mér enn hér er ég. Jííííhaaa þetta lag kemur manni í þvílikt stuð, synd ég sem sit hérna á náttfötunum á miðvikud.morgni með stírurnar í augunum. kv. Anna
Skrifa ummæli