Verð að segja mig sammála því, skil ekki hver hefur nennt að búa til þessa inniskó eða hversvegna en eins og ég hef svo oft áður sagt þá hefur sumt fólk bara ekki nóg að gera!
Enn ein helgin að dúndra af stað. Ég er að fara í "hytte" ferð upp í fjöll með vinkonu minni sem er að halda upp á 40 ára afmælið sitt. Hún ákvað að bjóða með sér 7 góðum vinkonum í afslappaða helgi í norskum fjallheimi. Ekki amarlegt það.
Svona í tilefni þessa ferðalags valdi ég þetta gamla og góða stelpulag. Maður hættir ekki að vera stelpa þrátt fyrir að vera farin að nálgast fertugt.
Njótið vel og góða helgi.
p.s. kíkja við á sunnudagskvöldið - Saga á afmæli þá.
1 ummæli:
Ekki myndi ég eyða einum aur í svona inniskó, ekki einu sinni fyrir hrekkjarvökuna.Ég fékk hroll þegar ég sá myndirnar.
Góða helgi og skemmtu þér vel.
Skrifa ummæli