30.10.07

Skipulag!

Búin að skipuleggja mikið síðustu vikunar. Sem kona, eiginkona og móðir er ekkert eins mikilvægt. Ég er aðalskipuleggjarinn á þessu heimili, maðurinn minn kemst ekki með tærnar þar sem ég hef hælana þegar kemur að skipulagningarhæfileikum.

Fyrst þurfti að skipuleggja 2 afmælisveislur. Þá fyrri á McDonalds og ég sem var búin að lofa því að aldrei halda upp á barnaafmæli á þeim staðnum. Stundum grípa örlöginn inn og breyta öllu (eða dóttir manns). Svo þurfti ég að skipuleggja hina sem var fyrir fjölsk og vini, venjuleg veisla með hornum sem maðurinn minn bakar svo snilldarlega (en ég skipulagði vandlega að sjálfsögðu). Herbergið hennar Sögu var gert fínt fyrir þann daginn og það þurfti nátturulega að skipuleggja og kaupa nýtt rúm og lampa og setja upp fínu ljósaseríurnar frá ömmu(mömmu minni semsagt).

Og svo var það langtímaverkefni og aðal skipulagið sem var eldhúsið. Þegar við fluttum henti ég öllu inn í skápa af handahófi og ég var hreinlega að ganga af göflunum á endanum. Algjört kaos í skúffunum, hnetur, kökukefli,pennar, skæri og hleðsl utæki í einni. Viskustykki og skólaverkefni í annari og ég gæti haldiðendalaust áfram en ætla ekki að gera það. EITTHHVAÐ VARÐ AÐ GERA! Svo síðustu helgi byrjaði ég á þessu skipulagi. Komst að því að fyrrverandi íbúar hér hafa verið með eindæmum lítið skipulögð og ekkert spáð í hversu margar hillur eru í skápunum. Þær eru einfaldlega of fáar svo ég er með tómarúm efst í hverjum skáp. Illa farið með gott pláss segi ég nú bara.

Svo þarf maður nátturulega að fara að skipuleggja garðframkvæmdir(það verður samt fyrst í vor), og svo fataskápana en þeir eru í vondum málum og svo jólin. Ég held hreinlega að þetta heimili myndi bara líða undir lok ef ég væri ekki svona skipulögð.

Hef ekki tíma í meiri skrif núna því ég þarf að fara að skipuleggja!

p.s einhver heyrt um andlits og hrukkukremið Allatoin(hægt að kaupa það á TV shop) sem er framleitt frá slími frá sniglum. Einhver húsmóðirin hefur örugglega þurft að skipuleggja ALLT sem hefur komið nálægt hennar heimili. Aumingja sniglarnir!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú þyrftir að komast í skúffurnar hjá mér. kv.Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Manni líður svo vel þegar búið er að skipuleggja..ég reyni mitt besta í mínum 78 fermetrum en svo mun ég örugglega gerast brjálaður skipuleggjari þegar ég verð loks komin í stærra:)
Gott að ekki fór ver í bílaóhappinu og ég trúi vel að hjartað þitt hafi misst slag.
En gangi þér vel með að skipuleggja lífvarðarfund fyrir Sögu og í öllu öðru sem viðkemur skúffum:)

Álfheiður sagði...

Skipulag er gott ... allavega þegar búið er að skipuleggja!

Nafnlaus sagði...

mikid er gott ad heyra frá fleirum skipulags "nördum" hélt nefnilega ég vaeri ein:)
Er thegar búin ad skipulegga 3 naestu frí fyrir fjölskylduna og svo náttúrulega allt sem hann Styrmir tharf ad gera í húsinu okkar fyrir naesta sumar.
Hafid thad gott og knúsadu krakkana, gott ad ekkert kom fyrir Sögu í árekstrinum! Og bara svo thú vitir thad thá thekki ég thetta mjög vel hjá yngsta barni thetta med ad týna hlutum :)