30.5.08

Móðir náttúra lætur vita af sér

Stórar fréttir frá Íslandi en bara rúm vika í að einkasonurinn leggi land undir fót. Verð nú að viðurkenna að kvíðinn fyrir að senda hann svona langt frá mömmu sinni skánaði ekki við jarðskjálftan á suðurlandi.Jarðskjálftar eru svo óhugnalegir sérstaklega þegar svona mikið tjón verður en sem betur fer urðu enginn alvarleg mannatjón í þessum. Man nú ekki eftir að það hafi gerst á Íslandi í seinni tíð en veit svo sem ekkert um það þannig að ég ætla ekkert að vera að fullyrða neitt. Vona bara að þetta sé búið - krossum fingur fyrir því.

En eins og þú hefur væntanlega tekið eftir er kominn föstudagur og det er bare dejlig.Vikan alveg með eindæmum bissí. Eitthvað hvern einasta dag eftir skóla/vinnu og svo er líka skólaverkfall með tilheyrandi röskun hjá Sögu. Húsbandið að fara á vinnugleði í kvöld og ég með Baltasar í enn einn eftirskólahittinginn(þann 4.í röð)Annað kvöld er svo Kiss og svoleiðis stuð og svo boðið í gleði hjá nýja nágrannanum þegar heim verður komið (sjáum nú til með það)!! Sunnudagurinn fer svo í íþróttamót með Sögu og svo fjölskyldu hitting um kvöldið. Já sumar vikur er svo lítið að gera að ég hef ekkert að segja og stundum svo mikið að ég hreinlega nenni ekki að telja það upp. Svona er að vísu alltaf hjá okkur í lok maí, byrjun júní en hér eru sumarslútt bæði í skólum, vinnum, félagsstörfum osfr.

Hér er líka sumarið komið af fullum krafti,20-25 stiga hiti og sól meira eða minna í spánni fyrir vikuna. Vona að það haldist.Var einmitt að hlusta á í útvarpinu viðtal við mann sem býr í Kristianssand en þar er spáð sól og hita í heila viku og hann var að fara til Barcelona í vikuferð þar sem er spáð rigningu í heila viku. Thí hí hí!

Lag vikunnar verður nú að vera með Kiss. Finnst bara ekki annað hægt,hef að vísu haft þetta lag áður en það er bara í lagi.Erþaggi!



Góða sumarhelgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, móðir náttúra er óheft, en allar aðgerðir björgunarliðanna voru með eindæmum hnitmiðuð og fumlaus. Aumingja maðurinn sem er að fara til Barcelona! Góða helgi, og ég mun örugglega hitta soninn á göngu með ömmu.Gulla Hestnes

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Baltasar á eftir að lenda á hinum ýmsustu ævintýrum. Kannski fer hann og veiðir síli:)
Ég ætla að kynna þann veiðiskap fyrir Eyjólfi næst:)
Hafðu það gott og góða skemmtun í kvöld.

Nafnlaus sagði...

Kiss já ... einhverntíma þandi maður þá á fermingargræjunum !!

Góða skemmtun*
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Og ég er einmitt ad fara til Barcelona eftir 2 vikur :O
Eins gott ad nota sólina á medan madur er heima :)

Svo er voda audvelt ad gefa ödrum rád en strákurinn thinn á eftir ad hafa svo gaman... en ég skil alveg kvídann hefdi verid alveg eins, thad er bara svona ad vera mamma!