15.5.08

Fyrirfram föstudagur

Í síðustu viku lauk leiklistarskólanum hans Baltasars en hann hefur gengið í hann í eftir jól.Það var sett upp leiksýning með öllum hópunum og hver hópur lék eitthvað ævintýri. Baltasars hópur setti upp Rottufangarann frá Hameln.Hann lék rottu og var voða sætur. Allt gekk vel og nú verður sett lok á leiklistina um stund. Fótbolltaskólinn er að hefjast og minn maður er tilbúin í það. Fyrsta fótbolltamótið verður víst um mánaðarmótin, á sama tíma og Saga verður á íþróttamóti fatlaðra. Of kors!En við erum semsagt að stíga okkar fyrstu spor inn í heim fótbolltaforeldra og geri ráð fyrir að við eigum eftir að standa okkur með sóma.Allavegna pabbinn en hann verður að þjálfa liðið, ég er ekkert mikill fótbolltafílari en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín.

Annars var hvítasunnan bara róleg. Laugardagurinn var tekin í að versla og sóla sig enda 25 stiga hiti og sól og maður fékk smá lit meira að segja(sem er nú eiginlega farin núna). Á mánudeginum fór ég með krakkana í gönguferð inn í skóg upp að seli þar sem hægt er að dóla sér við hitt og þetta(grill, lavo,hindurhlaup, þemastíga og fl). Voða fínt að komast aðeins í hreyfingu, krakkarnir hlupu alla leið alveg eins og kálfar á vorin. Þarna er búið að setja upp rosa flott hindranir í trjám þar sem krakkarnir þurfa að láta á reyna jafnvægisskynið og það gekk rosa vel. "Baltasar sá létti" þaut um þetta eins og ekkert væri enda komin af öpum, Saga komst yfir en þurfti smá að hjálpa henni en það var nú ekki mikið. Ekki alltaf tekið út með sældinni að vera með stutta handleggi.

Annars tökum við helgina snemma þessa vikuna.Begga vinkona að koma á eftir með lítin son sinn og það verður voða gaman að fá þau. Fyrsta vinkonan sem kemur í heimsókn til mín. Verð hreinlega að gefa henni viðurkenningu fyrir það. Ella Sigga kemur svo í júní.Min bara bissí í gestgjafahlutverkinu og hæst ánægð með það.

Þjóðhátíðardagur nossara verður um helgina og fullt að gerast og því segi ég bara góða helgi. Lag vikunnar minnir mig alltaf á Beggu og þessvegna valdi ég það þessa vikuna. Ætlaði nú eiginlega að taka smá pásu frá þe eitís en geri það bara næst.Og svona í lokin þá var ég að lesa kommenta á blogginu hennar Svanfríðar þar sem einhver var ekki að fatta hvaða Rósu frænku hún var að tala um og ég gat nú ekki annað en brosað. Hef verið svona fattlaus sjálf. Ég var frekar uncool þegar ég var 14ára og Hlynur Sturla var að tala um lóu fimmboga!!! Ég vildi nátturulega vera með á nótunum og sagði"já er það ekki þessi sem er að vinna í búðinni sem er með gleraugu og bólugrafinn!!!"

Sjáum hvort einhver fattar þennan.

Túrílú!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

var einmitt hérna inni ad skoda bloggid thitt thegar ég fékk skilabod frá Facebook... fannst thetta svolítid spúkí... :)

Hafdu thad gott í góda vedrinu :)

//Ellen

kollatjorva sagði...

hehehe lóa fimmboga, ég fattaði hann og líka rósu frænku.. svona er ég nú með öflugan fattara :)
kem til osló á morgun, Nick Cave tónleikar annað kvöld, pökkuð dagskrá á laugardaginn, afmæli á miðvikudag og svo bara vinna á mánudaginn og út vikuna. Við verðum í bandi.. maður þarf nú víst alltaf að borða og ekki verra að gera það í góðum félagsskap..

Nafnlaus sagði...

Fattarinn minn er enn í lagi ... en vinkonu-heimsóknirnar skil ég vel ! Ég var þvílíkt ánægð þegar sú fyrsta lagði af stað :)

Góða helgi og bestu kveðjur til Beggu sem ég hef nú ekki séð síðan ég man ekki hvenær !

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Hæ, hvað er málið með þessa 5boga Lóu?? Ha ha Er hún ekki Finnboga dóttir eða var ég að miskilja eitthvað. . Skemmtið ykkur vel um helgina dúllurnar mínar. Túrilú too you too. Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Bólugrafin og að vinna í búð? hahahahaha frábært.Hafðu góða helgi og ég samgleðst þér með að Begga og Ella Sigga séu að koma til þín. Blessuð, skilaðu kveðju til Beggu líka frá mér, ég hef ekki séð hana síðan ég var stelpa og í bæjarvinnunni. Ég veit ekki einu sinni hvort hún muni eftir mér. En skilaðu kveðjunni samt.
kveðjur úr Cary,Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Úff hvað þetta með hana lóu hefur verið vandræðaleg stund! Ha,ha.
Njóttu stundanna með vinkonunum. Það er nefnilega með því besta í heimi! Bið að heilsa Beggu segi það sama og aðrir hef bara ekki séð hana síðan 1700 og súrkál!!
Kveðja Íris Gíslad