9.5.08

Hæ hó jibbí jæ það er komin helgi

Það er til svo mikið af frábærum lögum. Og alltaf eru einhver lög sem minna mann á eitthvað sérstakt - eithvað skemmtileg, leiðinlegt eða bara einhverja stund sem hefur setið í manni einhverra hluta vegna. Ég man sum lög langt aftur í fornöld. Geri mér ekki alveg grein fyrir hvaða lag ég heyrði fyrst, svo minnug er ég nú ekki. Man lög frá ég bjó í Danmörku þegar ég var 2-3 ára,bara barnalög að vísu. Lög úr útvarpinu frá ég bjó á Höfn þegar ég var lítil. Sérstaklega lögin með 3 á palli úr leikritinu "þið munið hann Jörund". Fannst þau alveg voða skemmtileg. Arí-dúarí-dúra-dei og svo framvegis.

Man eftir að hafa verið úti á Nesi og heyrt "Isn't She Lovely" í fyrsta skifti með Stevie Wonder og frændur mínir sögðu mér að hann væri blindur. Þetta þótti barninu alveg ótrúlegt, að blindur maður gæti sungið! Ég átti voða erfitt með að skilja það en fannst hann alveg gasalega flinkur að geta það.

Svo eru alltaf lög sem minna mann á einhvern.
Lagið "Just a gigolo" með Dabba Rotna minnir mig alltaf á Hönnu Siggu því hún var svo ákveðin að læra að syngja með þegar han syngur "hammelibibbelisibbelibibbeli hammelibibbelisibbelibob".Spurnig er hvort hún man tekstan í dag! Hanna Sigga hvernig er það eiginlega?

Óskar bróðir elskaði "One way ticket" og söng það inn á spólu(þessar gömlu sem voru kringlóttar og maður notaði mígrafón). Hann var ekkert sérlega fær í ensku á þeim tíma enda bara 3 ára en ákafinn bætti það alveg upp. Alveg drepfyndið.

Og var ekki fyndið þetta með að taka sjálfa sig upp á kassettutæki. Ég og Hjördís gátum eytt alveg ómældum tíma í þetta. Endursungum inn á kassettu Söngvakeppnina 1983 á öllum tungumálunum. Og hversvegna gerðum við það? Tja það er ekki gott að segja. Og þegar "hjálpum þeim" lagið kom út var ein hliðin á plötunni "instrumental", örugglega til þess að æska Íslands gæti sungið þetta mæta lag inn á kassettu. Við gerðum það allavegna og það heyrðist alla leiðina út í búð(innfrá). Og við sungum raddirnar alveg eins og í frumútgáfunni - or not!

Það eru samt meira gömul lög sem minna mig á eitthvað enda hlustaði maður á sömu lögin aftur og aftur og aftur. Hlusta á aðeins fjölbreyttari tónlist í dag og verð fljótt leið á lögum ef þau eru spiluð alveg endalaust.Það er ekki lengur lífsnauðsynlegt að kunna ALLA teksta við ÖLL vinsælustu lögin. Ég er ekkert minna svöl fyrir vikið. En ég get ekki lifað dag án þess að hlusta á einhverja tónlist enda er útvarpið á hjá mér allan daginn í vinnunni. Tónlist er bara mikilvæg. Ekkert meira um það að segja.

Lag vikunnar er svo agalega sumarlegt og létt og skemmtilegt, videoið alveg hörmung.Þetta lag minnir mig á vorið sem við Anna og Ella bjuggum á Lokastígnum - það var sko ekki leiðinlegt hjá okkur þá ef einhver skildi halda það.



Góða helgi og hvítasunnu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Onei ég get sko kvittað fyrir það, það var sko langt frá því að vera leiðinlegt hjá okkur á, Lokastígnum. Góða helgi kær kv.Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

þetta var skemmtilegur pistill. Mjög svo.Ég gerði það sama og þið, tók mig upp á kassettu og meira að segja Hjálpum þeim.hahaha
góðir tímar.

Oskarara sagði...

Þarf að grafa þessa uppt. upp einhverntímann. Já maður fékk nú eitísið soldið beint í æð í gegnum þig, Prince og allt það. Fyrsta uppáhalds eitíslagið er mér mjög minnisstætt "Come on eileen".

Nafnlaus sagði...

viku of sein að kommenta, en hjartanlega sammála það var sko ekki leiðinlegt hjá okkur, væri alveg til í að getað spólað til baka og endurlifað þetta tímabil, kv Ella