5.9.08

Hitt og hetta

Einu sinni mundi ég fullt af skondnum sögum af fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki en einhverra hluta vegna er ég að gleyma þessu smám saman svo að ég ákvað að hreinlega fara að safna saman fyndnum sögum og skrá þær hér á bloggið. Endilega hjálpa mér og senda mér fleiri.

Nokkrar sögur frá Köben:

Á Öresundskolleginu var bannað að bora í veggina eftir kl 20 á kvöldin. Ein íslensk ný flutt smábarnamóðir varð eitthvað pirruð útí nágranna sinn sem var að bora of seint og hélt vöku fyrir börnum hennar. Hún skveraði sér til nágrannans og sagði þegar hann opnaði hurðina "Are you boring?"
HAHAHAHAHAA

Vinkona mín ein var farin að deita Dana og hún var ekkert alltof sleip í dönskunni enda nýflutt. Hún sagði þessa frægu setningu: "Da jeg var lille spillet jeg i et luderband!" HAHAHAHAHAHAH

*Luder á dönsku er semsagt hóra! Og band er hljómsveit !!

Þegar ég var í Roskilde universitet i samfélagsfræði(amm hef líka gert það) átti ég að halda fyrirlestur um bændasamfélag í félagsfræði fyrir sam-nema mína. Ég hélt heilan fyrirlestur ekki um bændur - um baunir!!Ég meina hvað er munurinn á bønder og bønner!!

Og hafi þið heyrt um fiðlulitinn!! Violin eða violett ekki alltaf auðvelt að skilja þar á milli.

Ein vinkona mín á Roskilde Festival var að ræða um gæludýrin sín við Svía nokkurn og talaði þar af leiðandi ensku. Hún sagði þessa frægu setningu: "I had a pussy once called Snúður!" Ég dó úr hlátri og hann lét sig hverfa!

Sögur frá Hornafirði:

Einu sinni voru unglingar að rúnta eins og gengur og gerist á Hornafirði. Þau keyrðu fram hjá konu sem var að geispa þetta rosalega svo það sást nánast oní kok og einn strákurinn segir "já ég sé að hún hefur verið að borða kótilettur" þá gellur í einni dömunni í bílnum"já ég verð einmitt alltaf svo syfjuð þegar ég borða kótilettur" !!

Sú sama var dóttir skipstjóra og var einu sinni spurð hvað pabbi hennar veiddi. "Jú, Þorsk, Ýsu, Saltfisk....."

Man ekki fleiri. Endilega hjálpa með fleiri sögur.Það er svo gaman að hlæja - finnst mér allavegna.

Jæja vikulok, Viggó frændi bróðir hennar mömmu í heimsókn. Erum að fara á Norsk Grand prix junior(barnajúróvision) í dag með krakkana. Okkur var boðið að vera áhorfendur í keppninni. Þeim hlakkar bara geðveikt til. Viggó líka.

Lag vikunnar er að þessu sinni stuðlag. Afgamalt og bara kemur manni í stuð.Takið eftir hárinu.Flotta hausthelgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegar sögur. Ég er búin að grenja úr hlátri. Tel mig líka kannast við þá sem átti pabban sem veiddi saltfiskinn :) en ég vissi ekki að hún hefði orðið syfjuð af kótilettum ha, ha

Kveðja Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

Hahahah....alltaf gaman að geta hlegið að skemmitlegum sönnum sögum.
Bkv. Berglind

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Kannast við söguna og eiganda sögunnar um saltfiskinn sem og kótiletturnar-sígilt!!! Þetta er snilldarhugmynd hjá þér Helga, ég hlakka til að lesa fleiri færslur.
Manstu ekki eftir sögunni um stúlku eina í humri eitt sumarið. Þegar humarskottin komu á borðið og sum kipptust e-ð við. Hún varð miður sín og sagðist ekki geta horft upp á greyið dýrið kveljast svona og setti því eina plastfilmuna (sem humrarnir voru lagðir á í öskjunni) yfir humarskottið og ætlaði að kæfa það!! Við stóðum hjá og horfðum í forundran og sögðum að þetta bara gengi ekki. Þá ákvað hún í staðinn að stinga humarskottinu ofan í vatnsfötuna sem við hreinsuðum skottin í til þess að DREKKJA ÞVÍ!!!! hahahaha-ég hlæ endalaust af þessu.
Sama stúlka sat ásamt fleirum í setustofu gamla FAS og við skoðuðum eitthvert listaverkið sem FAS hafði unnið í Þrykkjukeppninni. Einni varð á orði að jöklarnir sem myndin átti að sýna, líktist einna helst tanngarði og svo varð ekkert meira úr því. Einhverju seinna eftir að umræðurnar höfðu farið út um víðan völl heyrðist í stúlkunni, upp úr eins manns hljóði og alveg á skjön við allt annað: vááá, hvað þetta er skakkur tanngarður:)

Nafnlaus sagði...

Hahahaha.....kannast við eitthvað af þessum sögum en ekki við þessa um kótilettuna og saltfiskinn, hmmmm.....hver var þetta?? kv.Anna