17.10.08

Ekki meira krepputal

Kreppa - nei takk.
Kvikmyndir - já takk.
Mér finnst voða gaman að horfa á kvikmyndir en fer nú samt sjaldan í bíó. Veit ekki afhverju. Ég er búin að komast að því að þrátt fyrir að vera komin á þennan virðulega aldur er ég með voða lítið þróaða húmor- eiginlega hálf barnaleg. Ég hlæ að ALLTAF yfir friends og Frasier. Og ég hef nú hlegið mikið yfir The Pink Panther, hann er nú bara alltaf fyndin. En stundum kem ég sjálfri mér á óvert eins og með mynd eina sem ég var alveg handviss um að ég ætti ALDREI eftir að hlægja að og ég man þegar ég sá brot úr henni hristi ég bara hausinn og tilkynnti hátt og snjallt að þessa mynd ætti ég ekki eftir að sjá því hún væri vitlaust, heimskulegog lítið fyndin. Ég fór þar af leiðandi ekki að sjá hana í bíó og leigði hana aldrei á video. Nokkrum árum eftir að hún kom út var hún svo sýnd í sjónvarpinu og ég fór eitthvað að horfa á hana og viti menn - ég hló eins og hálviti yfir nánast allri myndinni. Hálfpartinn skammaðist mín fyrir að þykja þessi myndi fyndin en hún fer svo yfir öll velsæmdarsmörk og vitlaus að það hálfa væri nóg. Hvaða mynd var svo þetta? Hver önnur en "Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan ". Mér fannst hún eiginlega bara sprenghlægileg. Svei mér þá.

Annars er ég orðin svona fílgúd kvikmyndaáhorfandi. Nenni ekki að horfa á einhverjar ægilega dramatískar myndir með dauða og sorg og melankólíu. Mér finnst eiginlega nóg af því í fréttunum. Vill horfa á myndir sem fá mér til að líða vel eða farast úr spenningi, þær þurfa ekkert endlega að skilja mikið eftir sig annað en það. Ég viðurkenni alveg fúslega að mér finnst enn gaman að sjá "A four weddings and a funeral" , "Love acctually" og álíka myndir með reglulegu millibili. Hlæ alltaf yfir þeim þrátt fyrir að ég viti hvað eigi eftir að gerast. Og svei mér þá ef maður er ekki búin að sjá myndir eins og Grease billjón sinnum og meira að segja Mamma Mia tvisvar sinnum og útiloka ekki að ég eigi eftir að sjá hana aftur. Ef það var ekki fílgúd þá veit ég ekki hvað.
Jú og svo er ég ægilega hrifin af Jane Austen myndum og þáttum. Líka svona fílgúd með húmor og ást og flott föt(en á þessum tíma voru konur í voða fínum kjólum). Já það finnast nú margar fínar myndir sem hægt er að horfa á og gleðjast yfir á þessum síðustu og verstu tímum. Er nokkuð betra en að hlægja yfir mynd á föstudagskvöldi og gefa skít í kreppuna? Hvet alla til að horfa á eina góða mynd um helgina.

En þá er komið að því sem þú ert búin að bíða í ofvæni eftir alla vikuna. Lagi vikunar!!! Var að spá í svona fílgúd lagi fyrir þessa helgina.Very very old song(berist fram með inverskum hreim) !



Hljóða helgi!!!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,er sammála þér með að gefa skít í kreppuna og horfa bara á góðar myndir, fór í bíó í gær á nýju myndina með Baltasar Kormák, Rotterdam - var bara fín mynd, með húmor og spennu. Mæli líka með því að lesa góða bók, er að lesa Gler kastalann e. Jeannette Walls, mæli 100% með henni- virkilega góð bók.
Eigðu góða helgi Helga mín.
Knús, knús Berglind :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er nú nánast sammála þér með allt sem þú segir með myndirnar nema þessa Borat mynd..ég fer hjá mér við svona myndir :/ fæ kjánahroll og allt:) En ég er í þessum fílgúd myndum oftast nær og hef ekki hætt mér út í drama-spennu þar sem margir deyja eftir að ég átti strákana. Ég held að ég verði meyrari með árunum og finnst bara fínt að borga pening fyrir e-ð sem á eftir að láta mér líða vel:) En svo á móti kemur að ég dett ofan í helfararmyndir sem engan veginn láta mann líða vel. hmmmm
Ég vona að þið segið gott og að allir séu kátir. Kærar kveðjur,Svanfríður.

Egga-la sagði...

Já ég fer líka hjá mér en á sama tíma finnst þetta fyndið. Hann fer svo langt yfir strikið.