sem betur fer. Var einu sinna að vinna á leikskóla í RVK og þar var ákveðið að hafa þemadag - dag án rennandi vatns! Ekkert jafnast á við að vinna í leikskóla með 50+ börnum og slatta fullorðnum og geta ekki sturtað niður. Áhugaverður dagur sem seint gleymist en ég ætla ekkert að fara neitt nánar út í það.
Annars er ég orðin einstaklega þjóðleg. Eftir að hafa alið mannin erlendis síðan ég var rétt rúmlega tvítug hef ég orðið meira og meira "skandínavísk". Oft langt í íslendinginn í mér enda gift útlendingi og á útlensk börn og útlenskt líf. Hef svo sem haldið í ýmsa siði eins og hangikjöt á jólunum og maltesín og svo fengu börnin mín bara að hlusta á íslenska tónlist í mörg mörg ár en annars ekkert verið voða íslensk fyrir utan það. Nema núna. Eftir að allt fór í skrall á Íslandi er ég orðin miklu meiri íslendingur. Var í búð um daginn þar sem ég heyrið mann og konu tala saman um ástandið og hvort það væri komin vöruskortur á Íslandi og ég sem annars aldrei tala við ókunnugt fólk endaði í miklum samræðum við þetta fólk en maðurinn var á leiðinni til Íslands.Er yfirleitt ekkert að skifta mér af svona venjulega þótt ég heyri bláókunnugt fólk tala um ísland. Ég er búin að fara oft í lopavestið mitt góða sem ég keypti í sumar og Saga líka verið í sínu síðustu vikurnar. Svo hlustum við bara á íslenska tónlist í bílnum, aðalega þó þegar Saga er með. Við syngjum hástöfum "Ég er á leiðinni", "Vertu ekki að plata mig" og "Þitt fyrsta bros". Krökkunum finnst þetta æði. Ég drakk maltesín í gær og það er búið að bjóða mér í laufabrauðabakstur(first ever)í lok næsta mánaðar og ég ætla að mæta.Svo hlusta ég bara á íslenskt útvarp í vinnunni og horfði slatta á RUV þessa dagana. Þetta þýðir samt ekki að ég sé byrjuð að pakka og ætli að flytja til Íslands. Nei ekki freistandi þessa dagana en ég er samt með ykkur í anda og á Bylgjunni á hverjum degi.
Norðmenn eru uppteknir af því sem er að gerast og ég heyri nánast hvar sem ég er einhvern tala um ástandið á Íslandi, það hafa meira að segja verið fleiri lesendabréf í norsku blöðunum þar sem viðkomandi hafa viljað að norska ríkisstjórnin hjálpi Íslendingum svo við ekki þurfum að fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Svo það eru ekki allir útlendingar sem hata íslendinga. Verð nú samt að segja að kannski hefðu íslendingar átt að temja sér hófsemi norðmanna í gegnum árin í staðinn fyrir að vera að krítisera þá eins og ég hef oft upplifað. Kannski væri ástandið ekki alveg jafns slæmt hjá mörgum.Veit ekki!
Erfiðasta spurning dagsins (fyrir utan hvort ég ætti að fara í gammósíur eða ekki sem ég svo gerði en vissi ekki að það var 13 stiga hiti úti kl 8 og er að kafna!!!) er hvaða lag á ég að velja. Var að spá í að velja íslenskt að sjálfsögðu, eins og allir ættu að gera í dag en það er ekki svo auðvelt því það eru svo fá ísl. lög á Youtube og ekkert af mínum uppáhalds. Svo ég ákvað að velja þetta lag - alveg út úr kú miða við færslu dagsins.Ein uppáhalds hljómsveitin mín og svo var þetta líka uppáhalds söngvarinn hennar Hönnu Siggu vinkonu, henni fannst hann svo sætur(ha ha ha).Fór á tónleika með þeim í Köben - var ein og skemmti mér geðveikt vel. ELSKA síðustu mínúturnar.Enjoy.
Gleðilega helgi.
7 ummæli:
Ha ha ha var svolítid sein ad fatta thetta med vatnsleisid hjá thér í vinnunni... fannst ad thú hefdir thad svo gott vaerir med kók og gaetir bara drukkid vatn thegar thú kaemir heim.....
Annars er thad eins med okkur ad vid hlustum á Bylgjuna á hverjum degi (höfum ekki gert thad ádur)og hér eru ALLIR ad tala um ástandid á Ìslandi.
Gledilega helgi!!
Gott að heyra að Norðmenn hugsa vel til Víkingana á Íslandi. Engin sagt orð hér við mig sem veit að ég er ÍSLENDINGUR ! Er að hugsa um að hlusta líka á Bylgjun ... smitandi !
Góða Helgi - Guðrún
Já, fannst henni hann sætur.. ? magnað:)
Norðmennirnir mínir vilja bara fá mig til sín og 'bjarga' mér frá öllu þessu hræðilega ástandi.. það er gott að vita að einhver hugsar vel til manns..
Nei henni fannst hann hræðilega ljótur. Gat eiginlega ekki horft á hann.
Hér spyrja líka margir um Ísland en enginn er með skæting eins og maður heyrir stundum. En það er sko gott hjá þér að vera þjóðleg, bara gaman að því.
Hihihihih góður þessi með Hönnu S, man hvað söngvarinn pirraði hana mikið. En gott mál að vera þjóðleg Helga mín, enda erum við náttúrulega stórasta land í heimi! allavega fyrir ekkert svo löngu síðan hehehe en núna umtalaðasta land í heimi... Með mig þá er ég örugglega orðin ansi þjóðleg og búkonuleg þar sem ég tók upp á því að gera lifralummur í massavís til að eiga í frysti og þær bragðast bara ótrúlega vel! Hafðu það gott Helga mín. Bkv. Berglind búkona með meiru...
Það er gott að einhver hugsar fallega til okkar. Það veitir víst ekki af því. Annars allt fínt að frétta af okkur. Er mjög sátt við starfsval mitt þessa daganna, enginn rekin á mínum vinnustað. Til hamingju með hana Sögu sætu um daginn. ´Góða helgi. kv.Anna
Skrifa ummæli