25.9.09

Nú er ég farin

og búin að vera.

Fékk að vita að það væri búið að breyta staðnum og tímanum sem Dissimils átti að hittast á áður en við legðum í ferðalagið. Eitthvað hafði það farið fram hjá mér og ég varð að láta leigubíl ná í Sögu til að hitta mig á öðrum stað. Þegar ég kom þangað sá ég að hún hafði tekið Ídu með sér en hún er ekki með í þessari ferð. Ég fór að vesenast við að hringja í skólann og láta vita hvar hún væri og á meðan náði Saga sér í rakvél og rakaði vinstri helminginn af höfðinu á Ídu(hún er brún og með voða mikið hrokkið hár) ég varð að hringja í rútu til að láta keyra okkur en varð að byrja á því að skila Ídu í skólann og reyndi að útskýra fyrir kennaranum að það væri í tísku að vera með skalla bletti öðru megin. Svo var lagt af stað til að finna hvar Dissimils hópurin ætlaði að hittast. Bílstjórinn neitaði að lækka í tónlistinni svo ég heyrði ekki hvað var verið að segja í símann um staðsetninguna og bað viðkomandi bara um að senda mér sms sem hún svo gerði en þá vantaði helminginn á skilaboðin. Á endanum fékk ég svo adressuna og rútubílstjórinn vissi ekkert hvar þetta var og það endaði með að ég henti honum út og keyrði sjálf inn í Osló. Ekki fór það betur en svo að ég keyrði rútunni inn í tískuvöruverslun og komst aldrei af stað.

Merkilegur andskoti hvað ég sef alltaf illa og dreymi mikið rugl áður en ég er að fara í ferðalög.

Eitt gamalt og gott íslenskt með einum besta söngvara okkar fyrr og síðar. Skrýtið vídeo!!! Allir syngja með.Góða helgi og haustfrí!

6 ummæli:

Íris Gísladóttir sagði...

Úff, ég var komin með í magan yfir öllum ógöngunum sem þú lentir í í upphafi ferðar. Var mjög fegin að þetta var bara draumur.
Hafið það extra skemmtilegt í ferðinni.

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha þú ert alveg óborganleg ;) Gangi ykkur vel í ferðinni! Kv. Arna Ósk

ellen sagði...

ha ha ha mér fannst thetta ordid svo spennandi thegar thú hentir honum út......

Álfheiður sagði...

Ji minn eini, ég sá vesalings barnið fyrir mér með skallabletti og hundfúlan rútubílstjóra með krepptan hnefann!!!
Gangi ykkur vel og mikið var flott mynd af Sögu og vini hennar í Fréttablaðinu. Við Ólafía montuðum okkur heil ósköp á kennarastofunni í morgun :oD

Nafnlaus sagði...

Helga Dís, ég fékk nærri hjartaáfall í upphafi lestrar! Ég segi bara eins og mamma heitin sagði gjarnan: Guð geymi ykkur og góða ferð. Gulla Hestnes

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég fékk líka smá fyrir hjartað og þá aðallega þegar þú keyrðir inn í verslunina!Gott að þetta var bara draumur!Góða ferð:)