Hvar í veröldinni, hvar í heimi hér
ei mannlaus staður, allstaðar er fólk
Já svona söng han "Skverrir Skormsker" (eða hvað hann nú heitir) þarna um árið. Svei mér þá ef hann ekki var að syngja um fólkið í Róm.Þar var nú meiri fólksmergðin en sem betur fer var nú stór hluti af þessu fólki ítalir, og það er nú ekkert ljótt fólk. Svona gasalega vel til höfð öll sömul og fín. Tók samt eftir að það var ekki mikið um börn en svona ykkur til gamans eru ítalir það fólk í Evrópu sem eignast hvað fæst börn.
Róm.Hvað er hægt að segja.Það er svo mikið að sjá að maður nær ekki nema smá á einni helgi.Svo mikið af fallegum byggingum, styttum og gosbrunnum og mannvirkjum. Og maturinn og vínin - ekkert um það að segja nema GÓÐ GÓÐ OG GÓÐ.
Helgin. Jú takk alveg ljómandi. Alveg til í aðra eins næstu helgi.Við byrjuðum laugardaginn á smá göngutúr sem byrjaði kl 10 um morguninn og endaði eftir miðnætti. Með pásum þó. Smá hádegisstopp kl 12 á Piazza Navone þar sem við drukkum smá vino og virtum fyrir okkur mannlífið og sleiktum sólina. Nokkrum tímum seinna önnur pása þar sem hádegisverður var snæddur.Fylltur ætisþistill í forrétt og Gnocchi með gorgonsola og perum í aðal. Dejlig.
Kvöldið, bara eitt orð til að lýsa því. TROÐIÐ! Ákváðum að borða í hverfi sem heitir Trastevere og höfðum ekki pantað borð. Troðningurinn byrjaði á strætóstöðinni þar sem mannfjöldi mikill safnaðist saman og allir að fara í strætó H. Ég varð nú létt stressuð, hvernig í ósköpunum færi allt þetta fólk að komast inn í einn strætó. Strætóinn kom, var alveg tómur. Áður en ég gat sagt alibaba var strætóinn orðinn fullur,fólk tróðst inn um þær 3 dyr sem voru á honum og ég bara flaut með.Flaut svo aftur út þegar allir fóru út og við tókum þá ákvörðun að við hlytum þá að vera á réttum stað. Mikið rétt.En ekkert borð að fá neinstaðar, allstaðar var fólk en við fengum svo loksins borð kl 22. Ljómandi matur en var nú orðin ansi lúin enda komin með hælsæri og blöðru á eina tánna.Reyndum þetta með strætó aftur heim en þá var enn meira fólk og við búin að bíða í ´30 mín eftir strætó en enginn kom svo við örkuðum af stað og náðum loksins í leigó. Gvuð hvað ég var ánægð að komast upp á hótel og sofa smá.
Sunnudagurinn var nú svipaður. Húsbandið 40 ára og við búin að ákveða að skoða vatíkanið. Well, vegna lélegrar skipulagningar af okkar hálfu var komið svo geðveikt mikið af fólki að við hreinlega guggnuðum. Péturskirkjan opnaði ekki fyrr en kl 13 því páfinn var að predika þar. Sá hann á stórum skjá fyrir framan vatíkanið. Ekki er ég nú góð í ítölsku en ég get svo svarið að hann sagðist biðja að heilsa öllum þeim sem lesa þetta blogg og ég varð nátturulega ánægð með það. Dagurinn fór svo í langa göngutúra og mikið af góðum mat, maturinn það kvöldið er nóg í heilt blogg og ég ætla að segja frá því seinna. Smá sjopping svona í endann enda sá afmælisbarnið garðslöngu forláta sem hann ákvað að gefa sjálfum sér í afmælisgjöf(ekki spyrja).
Þegar heim var komið og við búin að dást að pallinum sem er í byggingu heima var brunað á MCDonalds til að halda almennilega upp á afmælið. Börnin okkar alveg alsæl enda geta ekki hugsað sér meira gormet matsölustað. Skil hvað þau meina!!!!!!!!!
En þar sem við ekki náðum að skoða Péturskirkjuna, Vatikanið eða Colosseum almennilega verðum við víst að fara aftur til Rómar - sem fyrst. Goddem!
29.4.08
25.4.08
When in Rome...
Þá verður maður að fara oft út að borða, og drekka góð vín og slappa af. Kannski að skoða eitthvað menningarlegt og jú svo verður maður að kíkja aðeins í búðir. Smá föt en aðalega delikatessebúðir. Ó je beibí ég er á leiðinni til Rómar - á eftir. Húsbandið verður 40 ára gamall á sunnudaginn. Hólí mólí hvað við erum að eldast. Vonast eftir góðu veðri. Verð lítið fúl ef rignir í Róm. Búin að pakka og alles klar, húsbandið er að bíða eftir þvottavélaviðgerðarmanninum. Fín vika fyrir þvottavélina að bilast.
Annars allir í góðum gír. Baltasar verður hjá Marianne systur JC en honum er búið að hlakka til lengi enda á hún hund. Saga verður hjá Line, stuðningsfjölsk hennar en þar fer hún með þeim í afmæli og mikið um að vera.Það sem er svo fínt með svona stuðningsfjölskyldur fram yfir skammtímavistanir er að Saga er bara ein af fjölskyldunni.Fer með í afmæli, minningarstund í kirkju hefur hún farið í og fullt af Bandy keppnum.Maður er ekki að hafa áhyggjur af henni þegar hún er í svona góðum hóp.
Lag vikunnar er í anda helgarinnar, á ítölsku. Besta júróvisjon lag fyrr og síðar. Mig langar alltaf svo að kunna ítölsku þegar ég heyri það. Þegar ég var 16 og þetta var í keppninni fannst mér han Raf(þessi mjói)sætastur, ef ég þyrfti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Umberto þann rauðhærða því hinn er aðeins of mjór fyrir min smekk. En þegar ég var 16 ára vissi ég ekkert verra en rauðhærða stráka. Í dag er mér nokk sama hvaða háralit þeir hafa svo lengi sem þeir eru ekki með hárræmur greidda yfir skallan(afturábak og fram semsagt)í von um að fela skallann. Hef séð fullt af rauðhærðum sætum strákum síðan ég var 16 en engann sætann með hárræmuna yfir skallanum. Það er bara ósexý.Hey - takið eftir hvað þeir eru í flottum mittisjökkum.
Arrivederci amici.
Annars allir í góðum gír. Baltasar verður hjá Marianne systur JC en honum er búið að hlakka til lengi enda á hún hund. Saga verður hjá Line, stuðningsfjölsk hennar en þar fer hún með þeim í afmæli og mikið um að vera.Það sem er svo fínt með svona stuðningsfjölskyldur fram yfir skammtímavistanir er að Saga er bara ein af fjölskyldunni.Fer með í afmæli, minningarstund í kirkju hefur hún farið í og fullt af Bandy keppnum.Maður er ekki að hafa áhyggjur af henni þegar hún er í svona góðum hóp.
Lag vikunnar er í anda helgarinnar, á ítölsku. Besta júróvisjon lag fyrr og síðar. Mig langar alltaf svo að kunna ítölsku þegar ég heyri það. Þegar ég var 16 og þetta var í keppninni fannst mér han Raf(þessi mjói)sætastur, ef ég þyrfti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Umberto þann rauðhærða því hinn er aðeins of mjór fyrir min smekk. En þegar ég var 16 ára vissi ég ekkert verra en rauðhærða stráka. Í dag er mér nokk sama hvaða háralit þeir hafa svo lengi sem þeir eru ekki með hárræmur greidda yfir skallan(afturábak og fram semsagt)í von um að fela skallann. Hef séð fullt af rauðhærðum sætum strákum síðan ég var 16 en engann sætann með hárræmuna yfir skallanum. Það er bara ósexý.Hey - takið eftir hvað þeir eru í flottum mittisjökkum.
Arrivederci amici.
21.4.08
Helvítið hann Prince
18.4.08
Sól sól skín á mig
Kunningjakonan mín er að skilja. Hún er búin að vera með manninum sínum frá hún var 19 ára og hún er ca. 45 ára(kann ekki við að spyrja!). Þau eiga 3 stráka, einn sem er greindur með athyglisbrest.Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim síðustu árin.Maðurinn hennar missti vinnuna og úr frá því misstu þau húsið sitt.Þar sem hann er forstjóratýpan vildi hann alls ekki taka neinni vinnu nema forstjóravinnu og var þar af leiðandi atvinnulaus allt of lengi. Kunningjakona mín vann fyrir heimilinu. Allan þennan tíma hefur hún staðið við hlið manns síns og hugsaði með sér að þetta ætti allt eftir að lagast, tæki bara tíma. Jú alveg rétt, hann fékk vinnu og þau fengu fína íbúð í skólahverfi strákana og hún lét draum sinn rætast og stofnaði eigið fyrirtæki. Hvað gerði minn maður. Jú hélt fram hjá henni með einni hrukkulausri.Eftir allt sem hafði á gengið launaði hann konunni sinni á þennan hátt. Ég verð bara svo reið þegar ég heyri um svona. Ekki það að auðvitað ætti hún að vera fegin að vera laus við kauða en þvílík eigingirni og sjálfselska að ég bara á ekki orð.Hún alveg í klessu greyið og er í startholunum við að skapa sér nýtt líf.Hvað getur maður gert til að gleðja hana? Ég var að spá í að gefa henni myndina "First wifes club". Held að sú mynd gæti peppað hana upp. Ef það virkar ekki ætla ég að gefa henni 24 ára spænskann aupair strák, þið vitið þessa sem ryksuga á skýlunni - eða pungbindi ef maður óskar þess! Of mikið?
Annars allt fínt af okkur. Bara vika í Rómarferð okkar skötuhjúa. Svo er veðrið alveg að taka sig saman og það er hreinlega spáð um 15 stiga hita á sunnudaginn. Ó je. Verð nú samt að viðurkenna að það versta sem ég veit eru fyrstu bikinísdagar sumarsins þar sem maður er alveg neon hvítur og það er nú ekki beint glæsilegur litur fyrir appelsínhúðina. Not næs - nema maður sé Appelsínan í Ávaxtakörfunni en hún segir að appelsínuhúð sé fínasta húð í heimi.Kannski ég bara ákveði að trúa henni.
Lag vikunnar er með einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum ever og alveg án efa af einni uppáhalds plötu frá 8 áratugnum. Þessi litli stubbur sem mælist 157 cm án hæla hefur ekki leyft Youtube að sýna videoin sín og þetta hefur greinilega gleymst svo ég ætla að nota tækifærið meðan það liggur þar. Hann var svo mikið uppáhald að þegar ég var 14 ára dreymdi mig að við byggjum saman á Höfn og hann var að vinna í frystihúsinu(man nú ekki hvort hann var á hælunum þegar hann fór í vinnuna í draumnum). Maður var ekki alveg heill á þessum tíma!
Góða helgi.
Annars allt fínt af okkur. Bara vika í Rómarferð okkar skötuhjúa. Svo er veðrið alveg að taka sig saman og það er hreinlega spáð um 15 stiga hita á sunnudaginn. Ó je. Verð nú samt að viðurkenna að það versta sem ég veit eru fyrstu bikinísdagar sumarsins þar sem maður er alveg neon hvítur og það er nú ekki beint glæsilegur litur fyrir appelsínhúðina. Not næs - nema maður sé Appelsínan í Ávaxtakörfunni en hún segir að appelsínuhúð sé fínasta húð í heimi.Kannski ég bara ákveði að trúa henni.
Lag vikunnar er með einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum ever og alveg án efa af einni uppáhalds plötu frá 8 áratugnum. Þessi litli stubbur sem mælist 157 cm án hæla hefur ekki leyft Youtube að sýna videoin sín og þetta hefur greinilega gleymst svo ég ætla að nota tækifærið meðan það liggur þar. Hann var svo mikið uppáhald að þegar ég var 14 ára dreymdi mig að við byggjum saman á Höfn og hann var að vinna í frystihúsinu(man nú ekki hvort hann var á hælunum þegar hann fór í vinnuna í draumnum). Maður var ekki alveg heill á þessum tíma!
Góða helgi.
11.4.08
Barn að eilífu
Síðastliðið föstudagskvöld komu 10 downs mömmur til mín í kjaftavínogostaát. Þetta voru konur með downs börn frá aldrinum 11 mánaða til 24 ára. Við sátum langt fram eftir nóttu og spjölluðum. Við svona tækifæri fær maður smá nasaþef af því hvað það felur í sér að eiga fatlað fullorðið barn.
Mamma Mari(24 ára) sagði frá því að Mari er flutt að heiman í eigin íbúð í sambýli. Það voru 12 foreldrar fatlaðra unglinga sem tóku sig til og létu byggja hús fyrir börnin sín þar sem þau gætu átt eigin íbúð og líka hefðu aðgang að sameiginlegri aðstöðu. Foreldrarnir keyptu hönnunarhúsgögn í húsið og allt er rosa fínt og núna rekur kommúnan þetta sambýli en íbúarnir eiga sínar íbúðir sjálf. Mari er líka í vinnu. Hún tók ákvörðun sjálf fyrir nokkrum árum að taka sig úr sambandi því hún gerir sér grein fyrir því að hún getur ekki alið upp barn því hún þarf mikla hjálp sjálf í sínu lífi. Já svona er Mari fullorðin. Á 24 ára afmælisdaginn var hennar stærsta ósk að fá sjóræningjarbúining í afmælisgjöf. Já svona er Mari mikið barn líka.
Mamma Poul(20 ára)sagði frá að hann hjólar einn í skólann á hverjum degi þegar ekki er snjór, annars tekur hann strætó einn. Þau eru að byrja að leita eftir íbúð handa honum.Hann á líflegt félagslíf og stendur sig alveg rosa vel. Foreldrar hans og Poul fóru á fjallahótel um páskana. Mamman tók eftir að allir á hennar aldri(50+) voru barnslaus.Hún og hennar maður voru með Poul sem hafði tekið með sér Línu Langsokk mynd til að horfa á yfir helgina.
Það er mjög erfitt að svara þegar fólk spyr hvar Saga er stödd í þroska, er hún eins og 3 ára eða 5 ára eða hvað! Saga er með málþroska á við 2-3 ára barn,uppáhalds myndin hennar er High School Musical og uppáhalds þátturinn í sjónvarpinu Hanna Montana, hún vill helst spila Nintendo eða hlusta á tónlist þegar hún kemur heim úr skólanum. Hún er með mikla fatadellu og vill helst taka með sér bleika glossinn sinn í skólann. Hún elskar að spila Nintendo DS og leika sér í sandkassa. Hún hefur líka gaman af að horfa á Teletubbies ef hún sér það í sjónvarpinu. Faglega séð er hún á við barn í lok 1. bekkjar. Eins og sjá má er hún ekki á einu aldursstigi og á ekki eftir að verða það heldur. Þrátt fyrir að Mari og Poul séu orðin fullorðin eru þau líka börn að eilífu. Það er svolítil skrýtin tilhugsun en maður verður nú bara að hlægja þegar maður heyrir svona sögur. Svona á mitt líf líka eftir að verða og það þýðir að ég ætti kannski að fara að gera "backup" af öllum þeim myndum sem Saga elskar í dag og við getum hugsað okkur að eldast við!
Allavegna þá var þetta alveg frábært kvöld.
Lag vikunnar er aftur í rólegri kantinum. Fjallar um vinkonur og mér fannst það hæfa svona eftir þetta mikla konukvöld.
Góða helgi
Mamma Mari(24 ára) sagði frá því að Mari er flutt að heiman í eigin íbúð í sambýli. Það voru 12 foreldrar fatlaðra unglinga sem tóku sig til og létu byggja hús fyrir börnin sín þar sem þau gætu átt eigin íbúð og líka hefðu aðgang að sameiginlegri aðstöðu. Foreldrarnir keyptu hönnunarhúsgögn í húsið og allt er rosa fínt og núna rekur kommúnan þetta sambýli en íbúarnir eiga sínar íbúðir sjálf. Mari er líka í vinnu. Hún tók ákvörðun sjálf fyrir nokkrum árum að taka sig úr sambandi því hún gerir sér grein fyrir því að hún getur ekki alið upp barn því hún þarf mikla hjálp sjálf í sínu lífi. Já svona er Mari fullorðin. Á 24 ára afmælisdaginn var hennar stærsta ósk að fá sjóræningjarbúining í afmælisgjöf. Já svona er Mari mikið barn líka.
Mamma Poul(20 ára)sagði frá að hann hjólar einn í skólann á hverjum degi þegar ekki er snjór, annars tekur hann strætó einn. Þau eru að byrja að leita eftir íbúð handa honum.Hann á líflegt félagslíf og stendur sig alveg rosa vel. Foreldrar hans og Poul fóru á fjallahótel um páskana. Mamman tók eftir að allir á hennar aldri(50+) voru barnslaus.Hún og hennar maður voru með Poul sem hafði tekið með sér Línu Langsokk mynd til að horfa á yfir helgina.
Það er mjög erfitt að svara þegar fólk spyr hvar Saga er stödd í þroska, er hún eins og 3 ára eða 5 ára eða hvað! Saga er með málþroska á við 2-3 ára barn,uppáhalds myndin hennar er High School Musical og uppáhalds þátturinn í sjónvarpinu Hanna Montana, hún vill helst spila Nintendo eða hlusta á tónlist þegar hún kemur heim úr skólanum. Hún er með mikla fatadellu og vill helst taka með sér bleika glossinn sinn í skólann. Hún elskar að spila Nintendo DS og leika sér í sandkassa. Hún hefur líka gaman af að horfa á Teletubbies ef hún sér það í sjónvarpinu. Faglega séð er hún á við barn í lok 1. bekkjar. Eins og sjá má er hún ekki á einu aldursstigi og á ekki eftir að verða það heldur. Þrátt fyrir að Mari og Poul séu orðin fullorðin eru þau líka börn að eilífu. Það er svolítil skrýtin tilhugsun en maður verður nú bara að hlægja þegar maður heyrir svona sögur. Svona á mitt líf líka eftir að verða og það þýðir að ég ætti kannski að fara að gera "backup" af öllum þeim myndum sem Saga elskar í dag og við getum hugsað okkur að eldast við!
Allavegna þá var þetta alveg frábært kvöld.
Lag vikunnar er aftur í rólegri kantinum. Fjallar um vinkonur og mér fannst það hæfa svona eftir þetta mikla konukvöld.
Góða helgi
8.4.08
Hvaða strumpur ert þú?
Hér gefst þér tækifæri á að finna út hvaða strumpur þú ert. Ég er þessi strumpur.

Strump on everyone!
4.4.08
Helgartuð(eða var það Helgutuð!)
Heyrði lag með Elvis um daginn en það eina sem hljómaði í eyrunum á mér var þessi teksti:
Þrjú tonn af sandi
Andrés fær nóg
mótatimbur
já heilan skóg
já íslendingar hafa löngum verið duglegir að yfirfæra útlensk lög yfir á íslensku. Helt að þetta lag sé botninn. Manni grunar nú að Elvis heitinn hafi bæði tekið flikk flakk og heljarstökk í gröfinni þegar hann heyrðí þetta. En þetta er einmitt svona lag sem maður fær á heilann og ég er að brjálast. En nú út í allt aðra sálma.
Fín vika. Baltasar allt í einu kominn með rosa áhuga á fótbollta, föður sínum til mikillar gleði og nú er hann úti að spila fótbollta hvert kvöld þrátt fyrir að það hafi verið grenjandi rigning flest kvöld þessa vikuna. Hann er nú ekki alveg á jörðinni blessaður og telur sig afburðar fótbolltamann, hann spurði allavegna pabba sinn þegar þeir voru að horfa á leik síðastl. mánudagskvöld hvort leikmenninrnir í Rosenborg væru betri en hann í fótbollta eða hvort hann væri betri en þeir!
Fór út að borða með Kollu Tjörva frá Hornafirði á miðv. og það var rosa kósí. Það kjaftaði á okkur hver tuska - mjög gaman. Takk Kolla fyrir gott kvöld. Alltaf gaman að hitta íslendinga og frábært að hitta Hornfirðinga. Eitt af því sem mér finnst erfitt við að búa í útlöndum er að hér er enginn sem þekkti mann áður fyrr. Eða ólst upp í sama landi og man eftir hinu og þessu. Á þennan skemmtilega safndisk með ísl. lögum frá 7. og smá8. áratugnum sem mér finnst gaman að hlusta á í bílnum í langferðum og þar er lagið "Stál og hnífur". Ég var að segja manninum mínum frá að þetta lag sungum við alltaf á filleríum hér í den. "Afhverju" spurði hann. "Nú þetta er svoleiðis lag, sem er gott að syngja þegar maður er búin að drekka nokkra bjóra" sagði ég. "Afhverju" sagði hann. "GRRRR!" sagði ég. Nei þetta er ekki alltaf auðvelt. Fyrir íslending gefur það auga leið að Stál og hnífur og Minning um mann eru ekta lög til að syngja í glasi en fyrir norðmann er það ekki jafn augljóst.
Í kvöld koma fullt af konum til mín í smá osta og kjafta-samsæti(eiginmaðurinn er í strákaferð í Barcelona, greyið!). Þetta eru allt konur sem eiga börn með Down syndrome og í því tilefni ákvað ég að lag vikunnar væri alveg nýtt. Er á vinsældarlistum hér í landi(já ég hlusta líka á nýja tónlist). Ástæðan fyrir þessari skrýtnu ákvörðun er að okkar börn eru ekki að velta sér upp úr fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, þau lifa hér og nú og eru alveg brilljant í því. Gott að minna sig á öðru hverju að lifa fyrir líðandi stund.Gleymist stundum.
Jæja kveð að sinni og vill bara minna á að sumarfríið er eftir 82 daga.
Þrjú tonn af sandi
Andrés fær nóg
mótatimbur
já heilan skóg
já íslendingar hafa löngum verið duglegir að yfirfæra útlensk lög yfir á íslensku. Helt að þetta lag sé botninn. Manni grunar nú að Elvis heitinn hafi bæði tekið flikk flakk og heljarstökk í gröfinni þegar hann heyrðí þetta. En þetta er einmitt svona lag sem maður fær á heilann og ég er að brjálast. En nú út í allt aðra sálma.
Fín vika. Baltasar allt í einu kominn með rosa áhuga á fótbollta, föður sínum til mikillar gleði og nú er hann úti að spila fótbollta hvert kvöld þrátt fyrir að það hafi verið grenjandi rigning flest kvöld þessa vikuna. Hann er nú ekki alveg á jörðinni blessaður og telur sig afburðar fótbolltamann, hann spurði allavegna pabba sinn þegar þeir voru að horfa á leik síðastl. mánudagskvöld hvort leikmenninrnir í Rosenborg væru betri en hann í fótbollta eða hvort hann væri betri en þeir!
Fór út að borða með Kollu Tjörva frá Hornafirði á miðv. og það var rosa kósí. Það kjaftaði á okkur hver tuska - mjög gaman. Takk Kolla fyrir gott kvöld. Alltaf gaman að hitta íslendinga og frábært að hitta Hornfirðinga. Eitt af því sem mér finnst erfitt við að búa í útlöndum er að hér er enginn sem þekkti mann áður fyrr. Eða ólst upp í sama landi og man eftir hinu og þessu. Á þennan skemmtilega safndisk með ísl. lögum frá 7. og smá8. áratugnum sem mér finnst gaman að hlusta á í bílnum í langferðum og þar er lagið "Stál og hnífur". Ég var að segja manninum mínum frá að þetta lag sungum við alltaf á filleríum hér í den. "Afhverju" spurði hann. "Nú þetta er svoleiðis lag, sem er gott að syngja þegar maður er búin að drekka nokkra bjóra" sagði ég. "Afhverju" sagði hann. "GRRRR!" sagði ég. Nei þetta er ekki alltaf auðvelt. Fyrir íslending gefur það auga leið að Stál og hnífur og Minning um mann eru ekta lög til að syngja í glasi en fyrir norðmann er það ekki jafn augljóst.
Í kvöld koma fullt af konum til mín í smá osta og kjafta-samsæti(eiginmaðurinn er í strákaferð í Barcelona, greyið!). Þetta eru allt konur sem eiga börn með Down syndrome og í því tilefni ákvað ég að lag vikunnar væri alveg nýtt. Er á vinsældarlistum hér í landi(já ég hlusta líka á nýja tónlist). Ástæðan fyrir þessari skrýtnu ákvörðun er að okkar börn eru ekki að velta sér upp úr fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, þau lifa hér og nú og eru alveg brilljant í því. Gott að minna sig á öðru hverju að lifa fyrir líðandi stund.Gleymist stundum.
Jæja kveð að sinni og vill bara minna á að sumarfríið er eftir 82 daga.
1.4.08
Sumartími hafinn
28.3.08
Ættfræði á föstudegi
Eins og áður hefur komið fram heimsóttum við tengdó um páskana. Tengdafaðir minn er svona hálft í hvoru komin á eftirlaun og hann er maður sem hefur ferðast mikið og víða um æfina. Verið nokkru sinnum á suðurskautinu, búið í Afríku, Pakistan og Svalbarða, er með próf á loftbelg og keyrir um á Harely D. Hefur semsagt verið bissí maður. Hann varð nú að finna sér eitthvað til dundurs eftir að hann fór að taka lífinu aðeins með ró og hellti sér út í ættfræðigrúsk. Ó mæ god hvað hann varð helnuminn af því. Er búin að finna alla forfeður í bæði móður og föðurætt og viti menn - allir sem einn voru nátturulega aðalsmenn og annað fínt! Búin að hafa upp á öllum ættarskjöldunum og safnar þessu samviskusamlega inn í gagnagrunn og sendir okkur reglulega meila með allskonar áhugaverðum upplýsingum sem við lesum með óbilandi áhuga (ehem!).
En svo gerðist það um páskana að hann sagði vera að hugsa um að bæta við í nafnið hjá sér. Búin að finna nafn frá einum af þessum merku forfeðrum sínum og vill endilega bæta því við ættarnafnið sitt og vonar þess einnig að Jan Chr. og krakkarnir geri það sama.
OG hvað er svo nafnið : jú ekki ómerkara nafn en JERNSKEGG! Saga mun þá heita Saga Christiansdóttir Jernskegg Haugland - not næs. Ef Baltasar gerðist handrukkarin þá gæti hann bara kallað sig Baltasar Jernskegg! Nafnið eitt myndi hræða líftóruna úr fólki.
OVER MY DEAD BODY sagði ég bara. Kemur ekki til mála, aldrig i livet, nó vei hósei vill ég að börnin mín beri svona fávitalegt nafn. Þau fengju örugglega sent víkingahjálm frá nafnaskiftingarnefnd ef við fengjum þessar nafnabreytingar í gegn. Ég meina, þetta er víkingarnafn. Nobb, enginn hérna meginn við landamærinn mun skifta um nafn. Tengdamóður minni finnst þetta alveg gasalega fyndið(enn sem komið er) enda ekki endanlega búið að sækja um nafnabreytingu. Veit svo sem ekki hvort hann endi á að gera þetta en þetta sýnir bara hvað hann er óhemju áhugasamur um upphaf sitt eða hversu óhugnalega mikið honum leiðist. Ekki góð hugmynd fyrir alla að fara of snemma á eftirlaun.
Jæja fastir liðir eins og venjulega. Lag vikunnar. Valdi eitt rólegt að þessu sinni, er í svo rólegu skapi þessa dagana. Er að spara mig og stuðlögin fyrir vorið.
Góða helgi pelgi felgi.
p.s. Hægt að sjá voða sæta mynd af Sögu á netsíðu norsku óperunar, bara skrolla smá niður og svo klikka á myndina af henni til að fá hana stærri.
En svo gerðist það um páskana að hann sagði vera að hugsa um að bæta við í nafnið hjá sér. Búin að finna nafn frá einum af þessum merku forfeðrum sínum og vill endilega bæta því við ættarnafnið sitt og vonar þess einnig að Jan Chr. og krakkarnir geri það sama.
OG hvað er svo nafnið : jú ekki ómerkara nafn en JERNSKEGG! Saga mun þá heita Saga Christiansdóttir Jernskegg Haugland - not næs. Ef Baltasar gerðist handrukkarin þá gæti hann bara kallað sig Baltasar Jernskegg! Nafnið eitt myndi hræða líftóruna úr fólki.
OVER MY DEAD BODY sagði ég bara. Kemur ekki til mála, aldrig i livet, nó vei hósei vill ég að börnin mín beri svona fávitalegt nafn. Þau fengju örugglega sent víkingahjálm frá nafnaskiftingarnefnd ef við fengjum þessar nafnabreytingar í gegn. Ég meina, þetta er víkingarnafn. Nobb, enginn hérna meginn við landamærinn mun skifta um nafn. Tengdamóður minni finnst þetta alveg gasalega fyndið(enn sem komið er) enda ekki endanlega búið að sækja um nafnabreytingu. Veit svo sem ekki hvort hann endi á að gera þetta en þetta sýnir bara hvað hann er óhemju áhugasamur um upphaf sitt eða hversu óhugnalega mikið honum leiðist. Ekki góð hugmynd fyrir alla að fara of snemma á eftirlaun.
Jæja fastir liðir eins og venjulega. Lag vikunnar. Valdi eitt rólegt að þessu sinni, er í svo rólegu skapi þessa dagana. Er að spara mig og stuðlögin fyrir vorið.
Góða helgi pelgi felgi.
p.s. Hægt að sjá voða sæta mynd af Sögu á netsíðu norsku óperunar, bara skrolla smá niður og svo klikka á myndina af henni til að fá hana stærri.
26.3.08
Dagar nætur vikur mánuðir ár!
Já tíminn líður, páskafríið búið og ég er tilbúin fyrir vorið. Spurningin er hvort vorið sé tilbúið fyrir mig? Það er eitthvað feimið allavegna. Snjór útum allt. BÖMMER. Var meira að segja snjór í Svíþjóð og það hef ég nú ekki upplifað oft.
Annars var páskafríið bara fínt. Tóks að vísu að festa mig í baki eftir mikla garðvinnu helgina fyrir páska. Já þá var nú vorið ekki feimið, blómin farin að springa út og ég réðst í beðahreinsun af miklum móð og maðurinn minn hjó niður tré sem ég svo bútaði niður í smærri einingar með þeim afleiðingum að ég gat ekki hreift mig í fleiri daga. Fór til læknis og fékk meira að segja meðal. Er nú öll að koma til en ætla samt að drífa mig í smá sjúkraþjálfun til að losna við þetta alveg. Nenni nú ekki að vera sú bakveika í Róm.
Allir ánægðir með páskaeggin sín og annað eins sælgætisát hefur varla sést á mínu heimili áður en krakkarnir fengu íslenskt páskaegg, og norskt en þau eru úr pappa og eru fyllt af nammi! og svo fengu þau líka frá frænku sinni. En þau fengu nú eitthvað skrýtna málshætti, man þá ekki alveg en pabbi og mamma höfðu aldrei heyrt þetta áður svo að okkur grunaði að þetta væri eitthvað home made frá þeim sem vinna í Freyju - páskaeggjadeildinni.
Annars eru stórframkvæmdir framundan. Apríl fer í að gera tilbúið fyrir pallaframkvæmdir, þurfum að flytja hellur og eitthvað ljótt hlaðið beð og trérætur miklar. Við ákváðum nú að fá mann í að byggja pallinn, höfum gert það áður og það tók svo ægilega langann tíma. Viljum vera komin í sumarfíling um miðjan maí og þá verður pallurinn að vera komin á sinn stað. Begga vinkona ætlar að koma í heimsókn 15 maí og þá þarf allt að vera tilbúið. Mikilvægt að hafa markmið í lífinu!
Jæja vildi nú bara deila með alheiminum þessum skemmtilegu og mikilvægu hugsunum um páskana og allt hitt. Sjáumst á föstudaginn í stuði.
Annars var páskafríið bara fínt. Tóks að vísu að festa mig í baki eftir mikla garðvinnu helgina fyrir páska. Já þá var nú vorið ekki feimið, blómin farin að springa út og ég réðst í beðahreinsun af miklum móð og maðurinn minn hjó niður tré sem ég svo bútaði niður í smærri einingar með þeim afleiðingum að ég gat ekki hreift mig í fleiri daga. Fór til læknis og fékk meira að segja meðal. Er nú öll að koma til en ætla samt að drífa mig í smá sjúkraþjálfun til að losna við þetta alveg. Nenni nú ekki að vera sú bakveika í Róm.
Allir ánægðir með páskaeggin sín og annað eins sælgætisát hefur varla sést á mínu heimili áður en krakkarnir fengu íslenskt páskaegg, og norskt en þau eru úr pappa og eru fyllt af nammi! og svo fengu þau líka frá frænku sinni. En þau fengu nú eitthvað skrýtna málshætti, man þá ekki alveg en pabbi og mamma höfðu aldrei heyrt þetta áður svo að okkur grunaði að þetta væri eitthvað home made frá þeim sem vinna í Freyju - páskaeggjadeildinni.
Annars eru stórframkvæmdir framundan. Apríl fer í að gera tilbúið fyrir pallaframkvæmdir, þurfum að flytja hellur og eitthvað ljótt hlaðið beð og trérætur miklar. Við ákváðum nú að fá mann í að byggja pallinn, höfum gert það áður og það tók svo ægilega langann tíma. Viljum vera komin í sumarfíling um miðjan maí og þá verður pallurinn að vera komin á sinn stað. Begga vinkona ætlar að koma í heimsókn 15 maí og þá þarf allt að vera tilbúið. Mikilvægt að hafa markmið í lífinu!
Jæja vildi nú bara deila með alheiminum þessum skemmtilegu og mikilvægu hugsunum um páskana og allt hitt. Sjáumst á föstudaginn í stuði.
19.3.08
Ég fer í fríið, ég fer í fríið...
Páskafríið semsagt ef einhver er í vafa. Brunum til Svíþjóðar til tengdó á morgun og verðum í nokkra daga. Komum svo heim og þá ætla ég að hjálpa börnunum mínum að borða páskaegg!!!!!!
Gat nú ekki snuðað ykkur um lag vikunnar. Þetta var eina páskalagið sem ég fann á youtube, því miður hefur engin samið lagið "Last Easter" svo við verðum að láta þetta duga.
GLEÐILEGA PÁSKA.
Gat nú ekki snuðað ykkur um lag vikunnar. Þetta var eina páskalagið sem ég fann á youtube, því miður hefur engin samið lagið "Last Easter" svo við verðum að láta þetta duga.
GLEÐILEGA PÁSKA.
14.3.08
Ég vill senda geðveikar saknaðarkveðjur
til sæta stráksins sem ég sá niðri í Hafnarbúð laugardaginn 15 maí 1985 - long tæm nó sín! Og svo vill ég vill senda sukkaðar stuðkveðjur,sjúkar ástarkveðjur og sjúskaðar pæjukveðjur til allra ykkar sem nenna að lesa bloggið mitt.
Fengu þið ekki algjört flashback?
Var nú ekki gaman að hlusta á útvarpið í gamla daga. Það voru að mig minnir 3 tónlistarþættir í íslenska útvarpinu áður en rás 2 kom til sögunnar. Óskalög unglinga var nátturulega vinsælastur hjá Helgu gelju en þar voru allir geðveikir,sjúkir og sukkaðir og maður sat með kassettutækið tilbúin til að taka upp vinsæl lög.Þessum þætti missti maður bara ekki af.
Óskalög sjúklinga hljómaði á öldum ljósvakans á hverjum laugardagsmorgni í mörg ár. Alltaf voru spiluð lögin "Traustur vinur" og "Stand by your man" og hálf þjóðin bifaðist af geðshræringu í hverri vikur yfir þessum lögum.
Á frívaktinni var nú ekki amalegur þáttur heldur. Þá voru nú alltaf spiluð einhver gamalkunn sjómannalög eins og lagið um hann Þórð sem elskaði sjóinn og fannst sjómennskan ekkert grín.
Það voru greinilega bara unglingar,sjúklingar og sjóarar sem höfðu þörf fyrir tónlist og kveðjur á þessum tíma.
En þegar Rás 2 kom urðu ekki neinar smá breytingar í lífi unglings. Allskonar popptónlist, útlenskir vinsældarlistar og léttmeti daginn inn og út. Og manni fannst helgarkveðjurnar alveg geysilega spennandi, sérstaklega afþví þeim var útvarpað eftir kl 23 á föstud. og laugardagskvöldum og þá gat maður hringt inn með kveðjur og óskalög.
Ég og Hjördís vinkona mín ákváðum nú að nýta okkur þessa þjónustu og vildum vera rosalega svalar og biðja um franska lagið "Je t'aime" (lagið sem parið er eitthvað að pota í hvort annað og stynja). Þar sem við vorum með eindæmum flissgjarnar fórum við nátturulega alveg í kerfi og byrjuðum að flissa þegar þeir á Rás 2 svöruðu og ég(að mig minnir) sagði að "Hjödda og Helga Dís sendu öllum Hornfirðingum stuðkveðjur með franska ríðilaginu!!!" Ekki tókst betur en svo að þegar kveðjan var lesinn hljómaði hún á þessa leið : Helga Dís og Hjödda fá stuðkveðjur frá ÖLLUM HORNFIRÐINGUM. Mæ god hvað íslenska þjóðin hefur haldið að við værum vinsælar. En þeir spiluðu ekki franska ríðulagið. Skrýtið!
Lag vikunnar er tileinkað þessum tíma, alltaf eitthvað svo vorlegt við þetta lag.
Góða helgi.
Fengu þið ekki algjört flashback?
Var nú ekki gaman að hlusta á útvarpið í gamla daga. Það voru að mig minnir 3 tónlistarþættir í íslenska útvarpinu áður en rás 2 kom til sögunnar. Óskalög unglinga var nátturulega vinsælastur hjá Helgu gelju en þar voru allir geðveikir,sjúkir og sukkaðir og maður sat með kassettutækið tilbúin til að taka upp vinsæl lög.Þessum þætti missti maður bara ekki af.
Óskalög sjúklinga hljómaði á öldum ljósvakans á hverjum laugardagsmorgni í mörg ár. Alltaf voru spiluð lögin "Traustur vinur" og "Stand by your man" og hálf þjóðin bifaðist af geðshræringu í hverri vikur yfir þessum lögum.
Á frívaktinni var nú ekki amalegur þáttur heldur. Þá voru nú alltaf spiluð einhver gamalkunn sjómannalög eins og lagið um hann Þórð sem elskaði sjóinn og fannst sjómennskan ekkert grín.
Það voru greinilega bara unglingar,sjúklingar og sjóarar sem höfðu þörf fyrir tónlist og kveðjur á þessum tíma.
En þegar Rás 2 kom urðu ekki neinar smá breytingar í lífi unglings. Allskonar popptónlist, útlenskir vinsældarlistar og léttmeti daginn inn og út. Og manni fannst helgarkveðjurnar alveg geysilega spennandi, sérstaklega afþví þeim var útvarpað eftir kl 23 á föstud. og laugardagskvöldum og þá gat maður hringt inn með kveðjur og óskalög.
Ég og Hjördís vinkona mín ákváðum nú að nýta okkur þessa þjónustu og vildum vera rosalega svalar og biðja um franska lagið "Je t'aime" (lagið sem parið er eitthvað að pota í hvort annað og stynja). Þar sem við vorum með eindæmum flissgjarnar fórum við nátturulega alveg í kerfi og byrjuðum að flissa þegar þeir á Rás 2 svöruðu og ég(að mig minnir) sagði að "Hjödda og Helga Dís sendu öllum Hornfirðingum stuðkveðjur með franska ríðilaginu!!!" Ekki tókst betur en svo að þegar kveðjan var lesinn hljómaði hún á þessa leið : Helga Dís og Hjödda fá stuðkveðjur frá ÖLLUM HORNFIRÐINGUM. Mæ god hvað íslenska þjóðin hefur haldið að við værum vinsælar. En þeir spiluðu ekki franska ríðulagið. Skrýtið!
Lag vikunnar er tileinkað þessum tíma, alltaf eitthvað svo vorlegt við þetta lag.
Góða helgi.
11.3.08
7.3.08
Lítið að segja
þennan föstudaginn, hef sagt það sem segja þarf um þessa viku.
En eitt er sem ég ekki skil og það eru sumar ástarsenur í kvikmyndum. Þessar þar sem konan sem klædd er í kjól eða pils og berfætt í háhæluðum skóm og svo er hún afklædd og karlinn fer að sjúga á henni tærnar. Hvað er það eiginlega? Ég meina að flestar konur vita að maður svitnar alveg slatta þegar maður er berfættur í skóm. Á hann að vera með eitthvað svita fetish? Ég get hreinlega ekki hugsað um annað þegar ég sé svona senur en hvort það sé ekki táfýla af dömunni.Er það bara ég sem er svona raunsæ eða eiga fleiri við þetta sama vandamál að stríða þegar horft er á svona senur. Og afhverju fer fólk aldrei á klósettið heldur í kvikmyndum.Er það ekki smá skrýtið!
Lag vikunnar,ta ta ta tam.Búin að vera haldin töluverðum val-kvíða yfir að finna lag því það eru svo mörg skemmtileg sem mig langar að deila með ykkur.Ákvað að halda mig í gömlu góðu danslögunum þessa helgina líka og trúið mér þetta er gamalt og dásamlega púkalegt.Hafði aldrei séð það áður.
Góða helgi
p.s búin að googla bófann í vinnunni minni og ekkert kemur upp. Ábendingar um aðferðir við frekari njósnir vel þegnar.
En eitt er sem ég ekki skil og það eru sumar ástarsenur í kvikmyndum. Þessar þar sem konan sem klædd er í kjól eða pils og berfætt í háhæluðum skóm og svo er hún afklædd og karlinn fer að sjúga á henni tærnar. Hvað er það eiginlega? Ég meina að flestar konur vita að maður svitnar alveg slatta þegar maður er berfættur í skóm. Á hann að vera með eitthvað svita fetish? Ég get hreinlega ekki hugsað um annað þegar ég sé svona senur en hvort það sé ekki táfýla af dömunni.Er það bara ég sem er svona raunsæ eða eiga fleiri við þetta sama vandamál að stríða þegar horft er á svona senur. Og afhverju fer fólk aldrei á klósettið heldur í kvikmyndum.Er það ekki smá skrýtið!
Lag vikunnar,ta ta ta tam.Búin að vera haldin töluverðum val-kvíða yfir að finna lag því það eru svo mörg skemmtileg sem mig langar að deila með ykkur.Ákvað að halda mig í gömlu góðu danslögunum þessa helgina líka og trúið mér þetta er gamalt og dásamlega púkalegt.Hafði aldrei séð það áður.
Góða helgi
p.s búin að googla bófann í vinnunni minni og ekkert kemur upp. Ábendingar um aðferðir við frekari njósnir vel þegnar.
5.3.08
Hræðilegt kvöld
Í gær eyðilagðist hús nágrannana í eldsvoða. Sem betur fer björguðust allir.
Ég var að koma af foreldrafundi rétt rúmlega níu í gærkvöldi og sá að það var að brenna hjá þeim. Ég fékk algjört sjokk því leikfélagi Baltasars býr þarna,en þetta er tvíbýli og ég var ekki viss um hvoru megin hann bjó. Ég hljóp inn til nágrannakonu sem á son(Eirik) sem er líka leikfélagi stráksins(kom í ljós að hann hafði verið hjá honum til kl 19:30 sama kvöld) og við hlupum í loftköstumm upp að húsinu við hliðina á því sem brann(þar býr bekkjarsystir Baltasars og Eirik) og hittum þá alla íbúa brennandi hússins. Það var mikill léttir að sjá að allir voru heilir á húfi og ég komst að því að þetta var ekki þeim meginn sem strákurinn bjó en því miður náði eldurinn taki á þakinu og kl 21:30 féll allt þakið saman og brann þá í báðum íbúðum. Athugið að þetta gerðist allt á innan við hálftíma og þetta er stórt hús svo hraðinn á brunanum var alveg ógnvæglegur.
Það voru 6 brunabílar að slökkva eldinn og þegar ég loksins fór að sofa um miðnætti voru þeir enn að. Þrjár fjölskyldur misstu húsnæði og allt innbú í nótt.
Í morgun fórum við, ég og mamman Eirik og tókum strákana upp að húsinu til að þeir gætu fengið að melta þetta aðeins því þeir voru nátturulega alveg í sjokki. Nágrannastelpan sem hafði sofið í allt gærkvöld meðan á þessum hörmungum stóð var nátturulega í áfalli enda bara nokkrir metrar á milli húsana. Hún hafði tekið mynd af húsinu í morgun svo að bekkurinn gæti séð því fyrir svona litla krakka er þetta ansi óhugnalegt og mikilvægt að þau fái réttar upplýsingar svo þau fari ekki að ímynda sér eitthvað sem ekki er og verði bara hrædd og óörugg.
Aldrei hef ég upplifað svona áður og vona að ég eigi ekki eftir að gera það aftur. Maður var hræddur um á tímabili að eldurinn næði í nágrannahúsin því það var ansi sterkur vindur en sem betur fer gerðist það nú ekki. Við vorum aldrei í neinni hættu því við erum ekki það nálægt.Núna þegar maður kíkir út um eldhúsgluggan minn, upp á hæðina sem er yfir götunni okkar blasa við manni brunarústin einar þar sem áður var glæsilegt stórt gult hús. Gasalega sorglegt.
Ég var að koma af foreldrafundi rétt rúmlega níu í gærkvöldi og sá að það var að brenna hjá þeim. Ég fékk algjört sjokk því leikfélagi Baltasars býr þarna,en þetta er tvíbýli og ég var ekki viss um hvoru megin hann bjó. Ég hljóp inn til nágrannakonu sem á son(Eirik) sem er líka leikfélagi stráksins(kom í ljós að hann hafði verið hjá honum til kl 19:30 sama kvöld) og við hlupum í loftköstumm upp að húsinu við hliðina á því sem brann(þar býr bekkjarsystir Baltasars og Eirik) og hittum þá alla íbúa brennandi hússins. Það var mikill léttir að sjá að allir voru heilir á húfi og ég komst að því að þetta var ekki þeim meginn sem strákurinn bjó en því miður náði eldurinn taki á þakinu og kl 21:30 féll allt þakið saman og brann þá í báðum íbúðum. Athugið að þetta gerðist allt á innan við hálftíma og þetta er stórt hús svo hraðinn á brunanum var alveg ógnvæglegur.
Það voru 6 brunabílar að slökkva eldinn og þegar ég loksins fór að sofa um miðnætti voru þeir enn að. Þrjár fjölskyldur misstu húsnæði og allt innbú í nótt.
Í morgun fórum við, ég og mamman Eirik og tókum strákana upp að húsinu til að þeir gætu fengið að melta þetta aðeins því þeir voru nátturulega alveg í sjokki. Nágrannastelpan sem hafði sofið í allt gærkvöld meðan á þessum hörmungum stóð var nátturulega í áfalli enda bara nokkrir metrar á milli húsana. Hún hafði tekið mynd af húsinu í morgun svo að bekkurinn gæti séð því fyrir svona litla krakka er þetta ansi óhugnalegt og mikilvægt að þau fái réttar upplýsingar svo þau fari ekki að ímynda sér eitthvað sem ekki er og verði bara hrædd og óörugg.
Aldrei hef ég upplifað svona áður og vona að ég eigi ekki eftir að gera það aftur. Maður var hræddur um á tímabili að eldurinn næði í nágrannahúsin því það var ansi sterkur vindur en sem betur fer gerðist það nú ekki. Við vorum aldrei í neinni hættu því við erum ekki það nálægt.Núna þegar maður kíkir út um eldhúsgluggan minn, upp á hæðina sem er yfir götunni okkar blasa við manni brunarústin einar þar sem áður var glæsilegt stórt gult hús. Gasalega sorglegt.
3.3.08
Bófar og aðrir glæpamenn
Ég verð að viðurkenna að mér bregður alltaf smá þegar ég sé myndir af glæpamönnum og barnaníðingum í íslenskum vefblöðum, Visi.is aðalega. Fyrst afþví að það voru sýndar myndir af þeim sem mér finnst eiginlega hið besta mál en líka afþví þeir líta svo venjulega út.Maður hefur alltaf ímyndað sér að glæpamenn líti út á sérstakan hátt og þessir perra menn sérstaklega.Manni finnst að þeir eigi að líta út eins og glæpamenn, eins og maður sér í sumum amrískum bíómyndum. Svo að maður sjái á þeim hvaða mann þeir hafa að bera. Hér voru ansi margir menn teknir fyrir svokallaða Nokas ránið og svei mér þá ef helmingurinn af þeim leit út eins og einhverjir lögfræðingar eða viðskiftafræðingar. Ekkert bófalegt við þá.
En...ég er að vinna með einum sem er nú frelar dúbíus að sjá, eitthvað sem ekki stemmir.Hann er voða skrýtin. Hann vill ekki segja neinum hvar hann býr, gefur fólki bara svona ca. staðsetningu. Hann býr svo frá fimmtudegi fram á sunnudag í hinu húsinu sínu á suðurlandinu þar sem hann býr með fleira fólki en enginn veit hvaða fólk það er.Hann vill ekki segja hvaða fólk það er, hvort það séu konur eða karlar eða hvað margir eða neitt. Hann er einhleypur og barnslaus. í þokkabót delítar hann vikulega öllu úr "sendum meilum" möppunni í Oulookinu sínu. Ég meina hver gerir það!! Þá hefurðu alveg pottþétt eitthvað að fela. Mér finnst þessi maður alveg ákaflega dularfullur. Eitt er að vera "prívat persóna" og annað er að vera undarlega dulur og ekki vilja segja neitt um sitt líf. Tek það fram að hann er búin að vinna þarna í 15 ár og enginn veit neitt um hann. Kemur aldrei á jólafrokost eða annað með vinnunni. Er þetta ekki eitthvað sem maður ætti að reyna að rannsaka aðeins betur! Ekki er hann í símaskránni svo maður getur ekki komist að því hvar hann býr. Kannski að ég ætti að ráða einkaspæjara til að fylgjast aðeins með honum. Hann hlýtur að vera eitthvað að bófast. Spennan er alveg að fara með mig. Þoli ekki að vita svona lítið um fólk, mér finnst það eiginlega bara óeðlilegt. Veit ekki hvað ég geri, skifti kannski um vinnu. Gerist einkaspæjari, hefur alltaf langað til þess.
Later frá Helgu spæó.
En...ég er að vinna með einum sem er nú frelar dúbíus að sjá, eitthvað sem ekki stemmir.Hann er voða skrýtin. Hann vill ekki segja neinum hvar hann býr, gefur fólki bara svona ca. staðsetningu. Hann býr svo frá fimmtudegi fram á sunnudag í hinu húsinu sínu á suðurlandinu þar sem hann býr með fleira fólki en enginn veit hvaða fólk það er.Hann vill ekki segja hvaða fólk það er, hvort það séu konur eða karlar eða hvað margir eða neitt. Hann er einhleypur og barnslaus. í þokkabót delítar hann vikulega öllu úr "sendum meilum" möppunni í Oulookinu sínu. Ég meina hver gerir það!! Þá hefurðu alveg pottþétt eitthvað að fela. Mér finnst þessi maður alveg ákaflega dularfullur. Eitt er að vera "prívat persóna" og annað er að vera undarlega dulur og ekki vilja segja neitt um sitt líf. Tek það fram að hann er búin að vinna þarna í 15 ár og enginn veit neitt um hann. Kemur aldrei á jólafrokost eða annað með vinnunni. Er þetta ekki eitthvað sem maður ætti að reyna að rannsaka aðeins betur! Ekki er hann í símaskránni svo maður getur ekki komist að því hvar hann býr. Kannski að ég ætti að ráða einkaspæjara til að fylgjast aðeins með honum. Hann hlýtur að vera eitthvað að bófast. Spennan er alveg að fara með mig. Þoli ekki að vita svona lítið um fólk, mér finnst það eiginlega bara óeðlilegt. Veit ekki hvað ég geri, skifti kannski um vinnu. Gerist einkaspæjari, hefur alltaf langað til þess.
Later frá Helgu spæó.
29.2.08
Freaky Friday
I feel pretty,
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any girl who isn't me tonight.
Jamm það er nú alveg orð að sönnu að hárgreiðslan skapa manninn. Fór í klippingu í gær og er barasta orðin ansi stutthærð. Sumarhárgreiðslan komin á sinn stað. Alveg merkilegt með úrsérvaxið hár að maður getur gert eitthvað við það lengi vel en svo allt í einu er eins og hárið segi "hingað og ekki lengra" og þá er barasta ekkert hægt að gera annað en fara í klippingu. Og það gerði ég semsagt í gær. Fór líka í gymmið og í ljós, hef nú ekki gert það í nokkur ár en ég er búin að ákveða að vera komin með smá roð í kinnar fyrir Rómar ferðina. Nenni sko ekki að vera sjálflýsandi þar með allt þetta lekkera ítalska fólk allt í kringum sig. Comprende!
Lag vikunnar er "so Casablanca in the good old days" og þá meina ég ekki myndina.Ekta stuðlag svo stattu upp og shake som ass.
Er annars farin í "hytte" ferð eina ferðina enn. Förum með vinafólki okkar langt upp á fjall, 3 tíma keyrsla.Vonandi verður veður eins og síðustu helgi, 5 stiga hiti og sól. Fínt að gönguskíða í svoleiðis veðri.Annars eru komnar nýjar myndir hér.
Góða og heilbrigða helgi.
p.s ég sá að Adda frá Öresundskollegie-dögunum kvittaði hjá mér um daginn. Long tæm nó sín segi ég bara, var einmitt að skoða myndir frá þeim tíma. Mikið stuð verður að segjast.
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any girl who isn't me tonight.
Jamm það er nú alveg orð að sönnu að hárgreiðslan skapa manninn. Fór í klippingu í gær og er barasta orðin ansi stutthærð. Sumarhárgreiðslan komin á sinn stað. Alveg merkilegt með úrsérvaxið hár að maður getur gert eitthvað við það lengi vel en svo allt í einu er eins og hárið segi "hingað og ekki lengra" og þá er barasta ekkert hægt að gera annað en fara í klippingu. Og það gerði ég semsagt í gær. Fór líka í gymmið og í ljós, hef nú ekki gert það í nokkur ár en ég er búin að ákveða að vera komin með smá roð í kinnar fyrir Rómar ferðina. Nenni sko ekki að vera sjálflýsandi þar með allt þetta lekkera ítalska fólk allt í kringum sig. Comprende!
Lag vikunnar er "so Casablanca in the good old days" og þá meina ég ekki myndina.Ekta stuðlag svo stattu upp og shake som ass.
Er annars farin í "hytte" ferð eina ferðina enn. Förum með vinafólki okkar langt upp á fjall, 3 tíma keyrsla.Vonandi verður veður eins og síðustu helgi, 5 stiga hiti og sól. Fínt að gönguskíða í svoleiðis veðri.Annars eru komnar nýjar myndir hér.
Góða og heilbrigða helgi.
p.s ég sá að Adda frá Öresundskollegie-dögunum kvittaði hjá mér um daginn. Long tæm nó sín segi ég bara, var einmitt að skoða myndir frá þeim tíma. Mikið stuð verður að segjast.
27.2.08
Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?
Er með ljótuna þessa dagana. Hárið á mér er með ljótuna, fötin mín eru með ljótuna og ekki tala um andlitið. Ég fer að breytast í miðaldra kerlingu ef ég fer ekki að gera eitthvað við öll þessi ljótheit.
Hvað varð um roð í kinnum og leiftrandi augu. Núna eru bara grá hár og baugar og yfirdrifinn fölleiki sem hér ráða ríkjum. Sem betur fer ekki með bólu, annars hefði ég alveg farið yfir um.
Held ég fari í ljós - verð annars notuð sem eitt.
Eða klippingu.
Eða ljós og klippingu.
ARRGGG

Hvað varð um roð í kinnum og leiftrandi augu. Núna eru bara grá hár og baugar og yfirdrifinn fölleiki sem hér ráða ríkjum. Sem betur fer ekki með bólu, annars hefði ég alveg farið yfir um.
Held ég fari í ljós - verð annars notuð sem eitt.
Eða klippingu.
Eða ljós og klippingu.
ARRGGG

Skjáumst!
25.2.08
22.2.08
Vinnuvikulok eins og alltaf á föstudögum. Ekkert nýtt. Baltasar var í skíðaskóla alla vikuna frá 9 til 3 og alsæll með það. Tókst að vísu að detta í gær á skíðum og er allur út í sárum hægra meginn í andlitinu. Annars bara null.
Ég finn að ég er öll að lifna við enda daginn farin að lengja og vorið á næsta leiti (shit, ég sem er enn með appelsínuhúð sem átti að vera farin fyrir sumarið). Allt breytist þegar það er orðið bjart seinnipartinn, maður er bara ekki næstum eins sibbin. Fór meira að segja og heimsótti Ollu frænku eftir vinnu um daginn. Svoleiðis hefur bara ekki gerst síðan í oktober. Tek að vísu fram að 4x í viku er börnunum mínum keyrt í allskonar æfingar eftir skóla. Mikið að vera hjá ungu fólki en frá jan - mars eru vetraríþróttirnar stundaðar og þá lætur maður sig hafa það að leyfa þeim að æfa það líka, fyrir utan Dissimilis hennar Sögu og leiklistina hans Baltasars. Ekki svo langur tími og þegar er svo snjólaust eins og hefur verið í vetur er það kjörið tækifæri fyrir þau að halda kunnáttunni við.
Erum að fara í hytte um helgina á Norefjell. Siri vinkona mín og Thea dóttir hennar koma með en hún er með DS og er hálfu ári yngri en Saga. Alveg eins og svart og hvítt þær tvær en við höldum samt í vonina um að þær eigi eftir að verða vinkonur.
Lag vikunnar er eeeld gamalt og videoið algjör draumur.Þær eru svo sannfærandi. Brilljant.
Og til að geta dansað með laginu, legg ég við þetta video, er að vísu á finnsku en þú veist hvað karlinn er að reyna að segja. Ef þetta ekki er fyndið þá veit ég ekki hvað. Ekki gefast upp, endirinn er bara yndislegur. Mikið hlæ hlæ. Gvuð hvað ég elska youtube(getur maður sagt það??).
Góða helgi
p.s Eiginmaður minn var að tilkynna mér að hann er búin að kaupa 2 miða á Kiss tónleika í maí svo ég er semsagt að fara á Kiss! Alltaf prófar maður eitthvað nýtt, en hann var mega fan sem barn og unglingur.Á fleiri fleiri bækur með úrklippum og myndum, prjónaða kiss húfu og ég veit ekki hvað.Ætli hann kunni tekstana svo hann geti sungið með?
Ég finn að ég er öll að lifna við enda daginn farin að lengja og vorið á næsta leiti (shit, ég sem er enn með appelsínuhúð sem átti að vera farin fyrir sumarið). Allt breytist þegar það er orðið bjart seinnipartinn, maður er bara ekki næstum eins sibbin. Fór meira að segja og heimsótti Ollu frænku eftir vinnu um daginn. Svoleiðis hefur bara ekki gerst síðan í oktober. Tek að vísu fram að 4x í viku er börnunum mínum keyrt í allskonar æfingar eftir skóla. Mikið að vera hjá ungu fólki en frá jan - mars eru vetraríþróttirnar stundaðar og þá lætur maður sig hafa það að leyfa þeim að æfa það líka, fyrir utan Dissimilis hennar Sögu og leiklistina hans Baltasars. Ekki svo langur tími og þegar er svo snjólaust eins og hefur verið í vetur er það kjörið tækifæri fyrir þau að halda kunnáttunni við.
Erum að fara í hytte um helgina á Norefjell. Siri vinkona mín og Thea dóttir hennar koma með en hún er með DS og er hálfu ári yngri en Saga. Alveg eins og svart og hvítt þær tvær en við höldum samt í vonina um að þær eigi eftir að verða vinkonur.
Lag vikunnar er eeeld gamalt og videoið algjör draumur.Þær eru svo sannfærandi. Brilljant.
Og til að geta dansað með laginu, legg ég við þetta video, er að vísu á finnsku en þú veist hvað karlinn er að reyna að segja. Ef þetta ekki er fyndið þá veit ég ekki hvað. Ekki gefast upp, endirinn er bara yndislegur. Mikið hlæ hlæ. Gvuð hvað ég elska youtube(getur maður sagt það??).
Góða helgi
p.s Eiginmaður minn var að tilkynna mér að hann er búin að kaupa 2 miða á Kiss tónleika í maí svo ég er semsagt að fara á Kiss! Alltaf prófar maður eitthvað nýtt, en hann var mega fan sem barn og unglingur.Á fleiri fleiri bækur með úrklippum og myndum, prjónaða kiss húfu og ég veit ekki hvað.Ætli hann kunni tekstana svo hann geti sungið með?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)