25.6.07

Sumarfrí alveg að koma!

Jæja nú fer að styttast í sumarfríið og mikið er ég tilbúin í smá frí. Alveg ferlegt hvað maður verður vinnuleiður svona síðustu vikuna. Allavegna þá er ég farin að hlakka til að ferðast um Noreg með foreldrum og eigin fjölskyldu.Erum búin að leigja 2 bústaði, annan í Hardangerfirði.Verðum þar í viku. Bústaðurinn er við stöðuvatn, nálægt ströndinni og við erum búin að leigja lítin bát til að geta fiskað í soðið á hverjum degi! Er búin að ákveða að karlpeningurinn standi fyrir því - við konurnar sjáum um að skaffa meðlætið, týna ber og svoleiðis!Annars ætlum við að fara í siglingu um fjörðinn, kíkja í rigninguna til Bergen og svo eiginlega bara taka lífinu með ró. Ekki veitir af svona stundum.

Myndi frá Hardangerfirðinum. Kannski að við verðum svona heppin með veðrið!


Seinni vikuna erum við búin að leigja bústað á suðurlandinu, nánar tiltekið við Kristianssand og þar verður meðal annars farið í dyreparken allavegna 2x. En það er risa garður með dýrum, leiktækjum, baðlandi,kardemommubænum og svo Kaptein Sabeltann. Hann er mikill og ógulegur sjóræningi sem öll börn í Noregi þekkja og elska. Saga er búin að halda mikið upp á hann, kann öll lögin og öll gömlu leikritin nánast utan að.
Hér er mynd tekin frá svæðinu við gistum á í Kristianssand.

Við erum búin að kaupa miða á miðnætursýninguna hans í garðinum og það verður örugglega rosa spennó.

Við gistum í bústað á sumarbústaðasvæði rétt hjá garðinum. Þar er bílaumferð bönnuð að mestu,fullt af leikvöllum, fótbolltavöllum, tennisvölllum og álíka til að halda okkur í formi. Ég er búin að panta gott veður því það er svo mikið af baðströndum þar svo að ég rétt vona að veðurguðirnir gleymi mér ekki. Ég vill verða brún!!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta verður æðislegt hjá ykkur. Góða skemmtun!

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar mjög spennandi hjá ykkur. vonandi að þið fáið gott veður. Meatloaf kom mér í þvílíkt stuð, hann klikkar ekki. kv.Anna