Myndi frá Hardangerfirðinum. Kannski að við verðum svona heppin með veðrið!
Seinni vikuna erum við búin að leigja bústað á suðurlandinu, nánar tiltekið við Kristianssand og þar verður meðal annars farið í dyreparken allavegna 2x. En það er risa garður með dýrum, leiktækjum, baðlandi,kardemommubænum og svo Kaptein Sabeltann. Hann er mikill og ógulegur sjóræningi sem öll börn í Noregi þekkja og elska. Saga er búin að halda mikið upp á hann, kann öll lögin og öll gömlu leikritin nánast utan að.
Hér er mynd tekin frá svæðinu við gistum á í Kristianssand.
Við erum búin að kaupa miða á miðnætursýninguna hans í garðinum og það verður örugglega rosa spennó.
Við gistum í bústað á sumarbústaðasvæði rétt hjá garðinum. Þar er bílaumferð bönnuð að mestu,fullt af leikvöllum, fótbolltavöllum, tennisvölllum og álíka til að halda okkur í formi. Ég er búin að panta gott veður því það er svo mikið af baðströndum þar svo að ég rétt vona að veðurguðirnir gleymi mér ekki. Ég vill verða brún!!!!
2 ummæli:
Þetta verður æðislegt hjá ykkur. Góða skemmtun!
Þetta hljómar mjög spennandi hjá ykkur. vonandi að þið fáið gott veður. Meatloaf kom mér í þvílíkt stuð, hann klikkar ekki. kv.Anna
Skrifa ummæli