1.9.07

Síðsumar



Í fyrsta skifti á ævinni get ég rétt hendina út um gluggan á heimili mínu og náð mér í plómu. Er semsagt með plómutré rétt fyrir utan nýja húsið mitt. Verð víst að búa til eitthvað úr öllum þessum plómum. Sultu og svoleiðis. Suma dag finnst mér ég búa meira í útlöndum en aðra daga og í dag er einmitt svoleiðis dagur. Allavegna þá hefur mér áskotnast við þessa flutninga, eitt stk. plómutré, eitt stk. rifsberjarunna, 1 stk. baðkar og 1 stk. arinn og svo auðvitað nýja fína gólfið mitt. Jeremías hvað maður er stundum ríkur.

Lifðu í lukku en ekki í krukku(sultukrukku allavegna)!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að grínast...bara eins og í aldingarðinum Eden! Finnst þetta geðveikt, vertu nú duglega að sulta og svona:o)
Kv Ólöf