5.10.07

Föstudagsallatafþaðsamadageftirdag!

Amm, þá er ein vikan enn liðin og ekkert markvert gerst nema kannski að það er búið að vera mikið fjaðrafok í kring um norsku prinsipissuna hana Mörthu því hún heldur því fram að konur og karlar í Noregi fái sömu laun fyrir sömu vinnu! Hún er eitthvað veruleikafirrt greyið. Og svo er búið að taka börnin af Britney. Var í öllum netblöðum hér og þótti greinilega mikilvæg frétt. Annars allt við það sama, stríð, flóð, óeirðir,hungursneið, morð,nauðganir og annað sem maður er því miður orðin löngu vanur.

Annars gekk nú alveg fram af mér í byrjun viku, þá var sú frétt í norsku blöðunum að einhver vinstri sinnaður flokkur vilja gefa djúpt sokknum heróínistum ókeypis heróín til að létta þeim lífið. Hvaða ansk.. rugl er þetta, afhverju ekki bara gefa liðinu ókeypis sprautu með overdoses med det samme! Sparar ríkinu fullt af peningum með að láta liðið bara drepa sig strax. Ekki var talað neitt um að stofna frekar fleiri meðferðarpláss eða neitt svoleiðis. Nobb, bara ókeypis dóp handa dópistunum. Á eftir þessu mundi svo fylgja ókeypis brennivín handa ölkunum og hvað veit maður. Skil ekki svona. Jæja nóg um það, fannst þetta bara svo fáranlegt.


Lag vikunar - ta ta tam. Uppáhalds kántrílagið mitt( þekki bara 3 önnur- ekki alveg í kántríinu)Ekki neitt rosa stuðlag en samt hægt að syngja með í viðlaginu. Og svo var nú Dollý alltaf svo krúttleg með þessa geðveiku heysátu á hausnum, mega búbís og talar eins og Ripp Rapp og Rupp. Hún er eiginlega eins og teiknimyndafígúra.Góða heilsu og helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ...ég var fyrst núna að rekast á kommentið þitt í gestabókinni minni. Gleymi alveg þessari gestabók.

Jújú.. okkar leiðir lágu saman hér í denn. Gaman að þú skyldir rekast á mig.

Ha ha ha... Ég ólst einmitt upp í Noregi :o)

Kveðja,

Viktoría Rán
www.123.is/kidlingur

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ. Var að skoða frábæru myndirnar ykkar. Saga er náttúrulega bara flottust þarna á sviðinu ásamt Baltasar(i?).
Þarf að vera duglegri að kíkja á netið og bloggið þitt. Þú ert svo assvelli dugleg í þessu.
Kv.
Elva

Nafnlaus sagði...

hún Dolly klikkar sko ekki :)kv.Anna