28.8.09

Jelló!

Þegar ég var í 9. bekk var ég með svona týpíska eitís greiðslu. Sítt að aftan, topp og restin stóð stífbein út í allar áttir. Hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig mér tókst eiginlega að fá hárið á mér til að standa svona út en var minnt á það í sumar að við blésum á okkur hárið um leið og við spreyjuðum hárspreyi í lítratali á makkann. Ég hef greinilega verið í afneitun fyrst ég man ekkert eftir þessu, kannski afþví ég hlýt að hafa eytt ansi miklum peningum í hársprey á þessum árum. En eitt man ég og það er að ég var aldrei neinn morgunhani á þessum árum. Hægt að kalla mig flest annað en það. Og hvað gerir maður þegar maður er með svona krafstóra klippingu. Jú, ég átti stóran fjólubláann trefill sem ég hreinlega batt utan um hausinn á mér á morgnana. Maður bara reddaði sér, ekkert vesen enda mikill kostur fyrir mig að ekki vera meiri pempía en ég var. Svo man ég nú ekki hvort ég greiddi mér í hádeginu eða beið bara fram á kvöld því það var nú einhvernvegin þannig að það var mikilvægara að vera vel tilhöfð á kvöldin. Ég verð nú bara alveg að viðurkenna að ég vildi stundum óska að ég gæti mætt í vinnuna með trefil vafðann um höfuðiði til að sleppa að blása og greiða á morgnana. Annars er frekar hár beib faktor hér í á deildinni. Hinar tvær sem vinna með mér eru alltaf með geðveikt mikið af stórum skartgripum og svo tipla þær um á hælum á meðan ég er meira fyrir þessa lágbotna. Nenni ekki að vera dettandi út um allt. En ég er með smartari klippingu en þær!

Annars bara allt við það sama. Mikið að gera í vinnunni og utan. Um helgina er fótbolltamót hjá einkasyninum, bæjarhátíð og svo erum við Saga að fara í sjónræningja-dagsferð á sunnudaginn ásamt 58 öðrum sjóræningum. Með og án Downs heilkenna. Ef ekki er stuð í þessum árlegu sjóræningjaferðum þá veit ég ekki hvað. Alveg makalaust hvað einstaklingar með Downs eru miklir sjóræningjar í hjarta. Veit um eina sem bað um sjóræningjabúining á 24 ára afmælinu sínu. Sjippoghoj.

Lag vikunnar er í rólegri kantinum. Sá yndislega mynd um daginn(Once) þar sem þetta lag var flutt. Komst að því svo að það vann Óskar fyrir besta lag í kvikmynd árið 2007. Held barasta að ég hafi aldrei verið með verðlaunalag hér á blogginu fyrr en í dag. Sko mína!



Farið vel með ykkur og ekki gleyma að bursta. Góða helgi.

21.8.09

Morning!

Í Aftenposten í dag stendur að hér í Noregi eru 227 konur sem eru yfir 100 ára og aðeins 45 menn. Í sama blaði stendur að stúlkubörn séu sérstaklega óvinsæl í Indlandi og sé þeim oft eytt í móðurkviði ef komist er að því að kona gangi með stelpu eða þær ættleiddar eftir fæðingu. Þetta viðgengst í öllum stéttum samfélagsins. Þetta er farið að valda ójafnvægi í samfélaginu og er orðin hörgull á konum á giftingaraldri á einhverjum svæðum þar. Ég get ekki annað en velt fyrir mér að eftir um það bil 80 ár verði kannski ekki til neitt gamalt fólk í Indlandi fyrst karlar lifa svona miklu styttra en konur og konur verði nánast útdauðar eftir svo mörg ár eftir kynjahreinsun.

Annars bara allt fínt. Mikið að gera í vinnunni og að komast í rútínu eftir sumarleyfi. Krakkarnir byrjaðir á heimalærdómi á hverjum degi og bara fínt að komast í rútínu. Á okkar heimili gengur all svo miklu betur ef eru fastir liðir eins og venjulega á hverjum degi. Sparar grát og gnístran tanna oft á tíðum en tekur smá tíma að venjast þeim aftur. Mamma, pabbi og Dagmar að fara í dag eftir að hafa verið hér í rúma viku. Verð nú að viðurkenna að það er skemmtilegra að hafa gesti þegar maður ekki er að vinna fulla vinnu. Þá er hægt að gera eitthvað með gestunum annað en að elda og borða og henda sér dauðþreyttur fyrir framan imbann á kvöldinn. Sakna stundum að vera í 80% starfi eins og ég var hér áður fyrr.

Hef því miður ekki tíma til að skrifa meira í þetta skifti en ég á að skila verkefni í dag og þarf á hverri mínútu að halda. Túrílú.

Ekki svík ég um föstudagslag þrátt fyrir tímaþröng. Algjört gúmmífjés þessi.Aldrei séð hann áður og svo sem ekkert saknað þess.



Góða helgi.

14.8.09

fjórtándi ágúst tvöþúsund og níu



Er eitthvað betra en að borða úti í góðu veðri, ég bara spyr. Þessi mynd var tekin síðustu helgi þegar við hjónakornin gæddum okkur á tapas og Sancerre og við nutum þess i botn. Sérstaklega afþví það hefur ekki verið svo oft síðustu 6 vikurnar að veðrið hafi boðið upp á svona lúxus. Það er búið að rigna slatta síðan í byrjun júlí og það eru þrumur og eldingar nánast á hverjum degi. Eina nóttina var svo mikið óveður að við vöknuðum öll við eldinguna sem lýsti upp herbergið og þegar fyrsta þruman kom hljómaði það eins og væri verið að sprengja upp húsið við hliðina. Þessar brjáluðu þrumur og eldingar voru beint yfir okkur, maður heyrði það greinilega og þetta varði í 10 mínútur. Eldingu sló svo niður í næsta hverfi og var hún svo öflug að húsveggurinn beygðist inn á við eftir ósköpin. Mér finnst einhvernvegin eins og sumarveðrið sé búið að breytast fullt á nokkrum árum. Svo las ég að vegna veðurfarsbreytinga má fólk búast við meiri ókyrrð í lofti. Mér finnst nú bara að það sé búin að vera grunsamlega mörg flugslys á síðustu mánuðum. Manni er nú eiginlega meira farið að gruna geimverur!!

Allavegna þá er maður komin á fullt í hversdagsleikan. Sonurinn var endurheimtur þessa vikuna og það 2 tönnum léttari og var það mikil gleði. Gaman að sjá kauða :-D Það var haldið upp á afmælið hans í gær, strákaafmæli og það var mikil gleði að hitta vinina aftur. Mamma og pabbi og Dagmar hans Óskars eru hjá okkur núna og það er alltaf gaman. Annars er ég búin að vinna í að verða 3 vikur og nóg að gera. Finn samt að ég er smá ryðguð á morgnana. Um daginn ákvað ég svona alveg á síðustu stundu, áður en ég fór í vinnuna að ég vildi vera með ilmvatn svo ég fór aftur inn á bað og tók flösku úr skápnum og spreyjaði á hálsinn á mér. Svo leit ég á flöskuna - gleraugnahreinsirinn hennar Sögu !!!

Er annars að fara í 2x40 afmæli hjá þeim hjónum Aldísi og Vidar á morgun og það verður ágætt að sletta aðeins úr klaufunum. Langt síðan maður hefur farið í almennilegt partý og svo verður haldið annað afmæli á sunnudaginn.

Lag vikunnar er skemmtilegt að vanda því ég er með svo ansi góðan tónlistarsmekk. Eitt gamalt uppáhalds.Var eiginlega í vanda að velja lag með þeim því ég alltaf verið veik fyrir gæludýrastrákunum. Held samt að þetta sé það besta.



Góða helgi

7.8.09

I´ts back!

Er nú alltaf að hugsa um að hætta þessu bloggi en alltaf þegar ég er að verða búin að ákveða það man ég afhverju ég blogga. Það er til að viðhalda móðurmálinu á sæmilegu plani en ég finn þegar ég er ekki búin að skrifa á íslensku lengi svo að ég held að ég eigi ekkert eftir að hætta neitt á næstuni en finnst þó að ég skrif mín séu ansi mis áhugaverð. Ætla að reyna að bæta mig. Nóg um það.

Fínu sumarfríi er nú lokið. Það hefur ekki verið nein Mallorca stemning á veðrinu en fengum engu að síður fínt frí. Fyrst var farið í viku í bústað á jótlandi, við Odder nánar tiltekið og það var bara rosalega notalegt og bissí á sama tíma. Á þessari viku fórum við í Randers regnskog, Givskud Zoo, Himmelbjerget,Legoland, Aqualand, Aarhus bymuseum, heimsóttum Kristínu frænku til Aarhus og Hlíf vinkonu á vesturströndinni. Semsagt bara nóg að gera. Veðrið var svona og svona svo að það var ekkert varið í að hanga við bústaðinn og fundum okkur þar af leiðandi nóg að gera. Svo var farið í 3 daga til Samsö og það var bara ljúft. Komum svo heim og ég pakkaði sumarfötunum upp og haustfötunum niður og fórum til íslands. Það er nú bara svoleiðis að góða veðrið sem er alltaf í RVK greinilega á sumrin lætur sig hverfa þegar ég kem svo að flís og regnjakki er það sem ég tek með mér til íslands. Fórum beint austur og lét klippa mig stutt, já er orðin stutthærð loksins og ánægð með það. Kúldraðist á Höfn í viku ásamt börnum, ömmu og Viggó sem komu frá RVK til að vera með okkur og öllum hinum sem búa þar. Tók 3 daga í bænum í smá shopping og svo var farið heim að vinna. Búin að vinna núna í 14 daga að verða og lífið að komast í fastar skorður. Baltasar kemur heim á miðvikudaginn og það verður gaman. Sakna litla stráksins míns en mikið ósköp hefur hann samt gott af þessari árlegu dvöl sinni á Íslandi.Hann er að spá í að fara í skóla á Höfn næsta vor. Sjáum hvað setur.

Vanda þarf valið þegar er verið að velja fyrsta lag eftir frí. Það setur tóninn fyrir haustið og verður þarf að leiðandi að vera skemmtilegt. Hvað er betra en smá diskó til að dilla sér við á föstudegi.



kveðja frá wet wet wet norway!

2.7.09

LOKSINS !!

Vá hvað síðustu vikurnar fyrir sumarfrí eru lengi að líða. Þessi bið er verri en jólabiðin. Og sérstaklega núna í miðjarðarhafsveðri. Búið að vera milli 26-30 gráður í að nálgast 2 vikur og maður komin í þokkalegt sumarfrísskap. Því miður er spáin ekkert sérsök fyrir DK næstu vikuna en ég keypti mér stígvéli í gær svona til að ég og veðrið pössum saman. Eldrauð. Jamm, maður er orðin svo glannalegur á efri árum. Og feit! Bikinísísonginu er aflýst í ár. Prófa aftur næsta ár.

Ákvað að skella inn nokkrum myndum af vatna verkinu sem húsbandið bjó til all by him self.



Síðasta lag fyrir frí er mjög svo ekki ég en finnst það samt kúl og minnir mig á það sem maður var að gera fyrir rúmum 10 árum á heitum föstudagskvöldum. Nefninlega dansa og djamma í hitanum. Núna læt ég mér nægja hvítvínsglas og grill í garðinum og hlusta á börnin mín rífast. Ekkert meira föstudagslegt en það. Að vísu er fimmtudagskvöld núna en á morgun verð ég á fjölskyldubingó á danska bátnum. Íha!



Sjáumst kannski á Íslandi eftir 2 vikur !

26.6.09

Minning um mann

Ég verð einhvernveginn alltaf jafn hissa þegar frægt fólk deyr, ég veit ekki afhverju því ég geri mér grein fyrir að þetta fólk er dauðlegt eins og við hin venjulegu svo að mér brá við að lesa að Michael Jackson væri dáin. Það var hægt að segja ýmislegt um hann en það var ekki hægt að taka frá honum að hann var stórmenni innan poppheimsins. Já karl greyið, hann hefur trúlega ekki átt svo auðvelt líf þrátt fyrir frægð og frama. Frekar skrúaður. Annars man ég þegar Elvis dó og John Lennon og svo auðvitað Freddy Mercury. Rás 2 spilaði ekkert nema Queen lög í 2 heila daga en ég man það því ég var að vinna í síld og var með heyrnatól með útvarpi í og mér var komin með Queen ofan í kok. Heyrði 3 lög með Michael J í morgun svo að honum verður minnst í útvarpi og sjónvarpi og blöðum næstu daga. Að sjálfsögðu.


En núna skín sólin. LOKSINS. Búin að vera bongóblíða allal vikuna. Sat á miðvikudaginn í garðinum hjá yfirmanni mínum og borðaði krabba,bláskel og annað góðgæti úr hafinu og drakk kampavín. Stundum er lífið svo ljúft. Höfum setið úti á hverju kvöldi í nánast engu enda mjög heitt. Það var 29 stiga hiti þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Engin ástæða til að kvarta yfir neinu þá. I kvöld er það grill með nágrönnum, Mojito og chill og svo ströndin á morgun. Um að gera að safna smá b vítamínforða í sólinni.

Lag vikunnar ætti ekki að koma á óvart eftir atburði næturinnar. Hef aldrei valið lag með Michael á föstudögum, ekki af neinni sérstakri ástæðu. Hef bara ekki komist í það enn en geri það í dag til að minnast hans. Þetta lag var alltaf uppáhaldið. Ég var stödd á skólaballi í Nesjaskóla þegar ég heyrði það í fyrsta skifti. Man það svo vel því mér fannst það æði.



Góða sumarhelgi.

19.6.09

Gleðilegt sumar

Hef lítið að segja og sýnist að fáir komi hér við þessa dagana. Vorum með skemmtilega heimsókn frá íslandi síðustu helgi og það var bara frábært. Sýningin Jenný sem Saga hefur verið að taka þátt í var sett upp í síðasta sinn og gekk mjög vel og núna er þetta búið sem betur fer. Byrjum á æfingum fyrir íslandsförina hefjast núna um helgina. Já gott að hafa nóg að gera. Var í bátsferð með vinnunni á þriðjudaginn, sigldum um Oslóarfjörðin og fundum okkur smá sker(og það eru engar ýkjur þetta var sker) þar sem við fórum í land og borðuðum rækjur og drukkum hvítvín. Bara næs en veðrið er nú samt ekkert að sýna á sér betri hliðina þetta sumarið. Vonandi verður þetta ekki eitt af "sumrinu sem aldrei kom". Búið að vera nóg að þeim síðustu árin.

Óskar bróðir vann síðustu getraun sumarsins og bað ekki um lag svo að ég vel það bara fyrir hann.Lag vikunnar hefði hann trúlega aldri valið sjálfur. Algjör sumarlaydbakcfílngur á þessu lagi. Lítið meira að segja um það nema að videoið er frábært. Hækka í hátölurunum og grúv on.



góða helgi.

12.6.09

Heimtaði með þjósti peningana og bankastjórann hneppti í bönd.

Laugardagur:Fótbolltamót. Í matinn: kanelbollur
Sunnudagur: Dissimilsæfing frá kl 12-17. Í matinn: spagettí.
Mánudagur: Saga eyrnalæknir kl 16 og kl 17 gjafakaup handa kennurum. Í matinn: afgangar
Þriðjudagur:18-21 Opin skóli hjá Sögu með skólaslútti á eftir. Í matinn: kaldur fiskur(ekki sushi)
Miðvikudagur: Pabbi og Steinunn komu, Skólaslútt hjá Baltasar. Í matinn:salat
Fimmtudagur: Fara í matarboð. Í matinn: hlaðborð.
Föstudagur: 8 manns í mat og þau fá súpu.
Laugardagur: Generalprufa kl 16 á óperunni Jenný á Oscarsborg sem er eyja langt út í hafgapi, kl 19 sýning á óperunni Jenný. Heimferð með bát ca 2130-22 og klst keyrsla eftir það heim. Í matinn: verður sleppt þennan daginn.
Sunnudagur: Slappa af og skemmta Viggó. Í matinn: Grill(afþví að ég er búin að panta sól).

Næsta vika - alveg eins.

Vá hvað ég er farin að hlakka til að fara í sumarfrí. Búið að vera geðveikt að gera síðan um miðjan maí en eftir næstu viku fer þetta að róast. Sem betur fer. Skil ekki þetta æði að hafa sumarslútt á öllu mögulegu. Brjálað að gera í nýju vinnunni líka. Gaman gaman.

En sumarið er samt ekki alveg að standa sig svona veðurfarslega séð. Hey og húsbandið búin með vatnalistaverkið í garðinum. Erum búin að kaupa vatnaliljur og aðrar ónefndar vatnaplöntur. Svei mér þá ef ég hendi ekki inn mynd af þessu við tækifæri. Ekki allar konur sem eiga menn sem steypa vatnaverk í feng shui stíl. Núna þegar ég sit í garðinum mínum og þá heyri ég dálítin lækjarnið (svona á milli umferðarhávaða,slátturvéladrunum og fótbolltaöskrum drengjana í nágrenninu) og finn hvað ég er orðin meira Zen en áður!!!

Lag vikunar er óskalag frá henni Írisi og vildi hún heyra eitthvað með undrabarninu blinda. Hún sagði samt ekki hvaða lag hún vildi heyra svo ég valdi fyrir hana. Lucky girl! Annars verður þetta síðasta getraun sumarsins.




Goða helgi.

5.6.09

Leitar, engu er nær heyr heyr, myrkvið það hlær

Já það er föstudagur eina ferðina enn. Var í Stocholm þriðjudag og miðvikudag svo að þessi vinnuvika hefur verið frekar stutt. Góða veðrið sem var hér síðustu helgi er að öllu horfið. Hitastigið hefur farið frá 28 gráðum á sunnudaginn niður í 7 gráður í gær. Er þetta hægt!! Annars bara galtóm. Hef ekki boru að segja núna. Vorum að vísu að fá nýja stuðningsfjölskyldu handa Sögu. Fyrsta skifti að við ákveðum að prófa fólk sem við þekkjum ekki neitt, en þau eru voða indæl. Hafa að vísu enga reynslu af fötluðum börnum og ég finn að ég á eftir að vera smá stressuð en við eigum eftir að taka langann tíma í að leyfa henni að kynnast þeim áður en hún fer að gista. Sú sem hefur verið með Sögu frá hún var 4 ára er að fara að eignast sitta annað barn á 2 árum svo að nú tekur hún árs frí.

Annars er ég að fara í bíó í kvöld. Í annað skifti á þessu ári og það telur til tíðinda að ég fari tvisvar sinnum í fullorðins bíó á stuttum tíma. Við hjúin ætlum líka út að borða en við hliðina á kvikmyndahúsinu hér í bæ er þessi fíni og ódýri thai-sushi staður. Ég ætla að fá mér sushi. Eins gott að gera eitthvað fullorðinslegt í dag því helgin fer í fótbolltamót með Baltasar og Dissimilsæfingu með Sögu. Baltasar á að vísu ekki að spila sinn fyrsta leik fyrr en kl 1820 á laugardagskvöldið. En sem betur fer eitthvað fyrr á sunnudaginn en því miður missi ég af þeim degi því þá verð ég með Sögu á æfingu.

Jæja hef svo sem lítið að segja annars. Er hálf þreytt eftir þetta ferðalag en það var lítið um svefn tvær nætur í röð og ég finn alveg fyrir því.

Ellen í Göteborg vann síðustu getraun og bað um eitthvað með Rod Stewart. Hann er einn af þeim sem hafa fjarlægt nánast öll sín video af youtube svo að það finnast bara life video með honum í ansi mismunandi hljóðgæðum. Fann þó þetta, athyglisvert hvað hann var vel málaður.



Frábæra helgi.

29.5.09

Mikið var að vökvar mínir vættu þessa sál

Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig í vikunni og sagði að nú færi að koma tími á að hafa samband við barnasálfræðinginn í skólanum því Saga er orðin tilbúin að fræðast meira um sjálfa sig og fá hjálp við að setja orð á þær tilfinningar sem eru að brjótast um í henni. Ég varð nú hálf stressuð verð ég að viðurkenna því þetta er tímabil sem flestum foreldrum fatlaðra barna kvíðir fyrir. Ég hef alltaf vitað að þessi dagur kæmi en var að vona að það væri aðeins seinna en málið er að hún er að vera meira og meira meðvituð um það að vera öðruvísi. Hún upplifir það ekkert rosa sterkt með sjálfa sig en er farin að spyrja um þau börn sem ekki eru eins klár og hún, afhverju Ída vinkona hennar kann ekki að tala og afhverju Thea önnur vinkonan sé svona og hinseginn. Hún hefur líka nefnt að hún sjálf tali skrýtið og spurt hvort augun á henni séu skrýtin svo að hún er farin að skilja og taka til sín það sem önnur börn finna upp á að segja við hana. Þessvegna er komin tími til að hún fræðist um sína fötlun. við höfum svo sem aldrei falið það neitt heima og tölum opinskátt og hátt um downs syndrom en hún hefur bara aldrei tekið það til sín og ég vill ekki segja henni það beint og þessvegna verður sálfræðingur látin vinna með henni. Þetta er þónokkuð ferli og ég er spennt að sjá hvað gerist. Við byrjum ekki á þessu fyrr en eftir sumarfríið. Þau verða 3 í skólanum hennar sem byrja á þessu í haust svo að það verður gott, bæði fyrir hana og okkur. En vá hvað mér kvíður fyrir.

Annars bara allt fínt. Er að fara til Stokkhólms á þriðjudaginn í 2. daga ferð með vinnunni. Svo er spáð þessari rjómablíðu um helgina, 28 og sól. Held að maður skelli sér í smá sólbað og svo kannski smá veiðimennsku með börnunum eða eitthvað. Ekki alveg tilbúin í strandlífið því sjórinn er nú frekar mikið kaldur enn, ekki langt síðan síðasti ísinn hvarf úr firðinum. Svo er ég farin að hlakka ægilega til að fara í sumarfrí.Það helsta af mér annars er að ég er að borða brauð með danskri spæjepölse, drekk appelsinujús úr fernu og hlusta á Jamie Cullin. Já þetta var nú eitthvað sem var gott að vita!!

Drífa vann síðustu getraun og valdi meira að segja lag svo að lag vikunnar er úr hennar lagabanka.Veit ekkert um það og hef aldrei heyrt það áður svo að ég get því miður ekki komið með neina gullmola um það.



bæó og góða helgi frá sunny Norway!

22.5.09

Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð, til að styrkja mig

Venjulega gengur lífið sinn vanagang og maður er ekkert að spá í neinu, dagarnir bara þjóta framhjá og maður eldist og árin líða. Endrum og sinnum stoppar maður upp og spyr sig "hvernig endaði ég hér". Ekki miskilja mig, ég er ekkert óánægð með líf mitt, bara undra mig á því öðru hverju hvernig ég hef endað hér, í þessu húsi, með þessum manni í þessu landi og þessari vinnu. Aldrei hefði mig grunað á okkar Jans Chr. fyrstu mánuðum tilhugalífsins og jafnvel ári að við myndum enda saman, gifta okkur og flytja til Noregs með tvö börn, annað fatlað, eignast hús og bíl og allt það. Hefði einhver sagt mér það í byrjun okkar sambands hefði ég hlegið mig máttlausa en ég má þakka Jenný vinkonu minni fyrir karlinn því hún nánast bauð mér á fyrsta stefnumótið okkar, eða allavegna sá til þess að mér yrði boðið.En svona til að vera hreinskilin gaf ég ekki okkar sambandi langt líf því fyrsta árið var bölvað streð,annað aðeins skárra en fór batnandi og hér erum við 15 árum seinna. Enn saman og bara ánægð enn. Auðvitað gætum við verið meira rómó og allt það. En svona í hnotskurn held ég að við höfum það bara fínt miða við svo marga aðra, rífumst ekki oft, ekki alvarlega allavegna og höfum svipaðar skoðanir á því sem skiftir máli. Erum góðir félagar og okkur semur bara þokkalega en höfum eins og flest önnur pör málefni sem við erum ósammála um en erum orðin sammála um að vera ósammála og ræðum það ekkert frekar þar sem það leiðir ekki til neins ( eins og mikilvægi fótbollta í eins lífi!). En allavegna þá verð ég stundum hissa á að ég hafi búið svona lengi erlendis, langt frá fjölskyldu og vinum og hissa á að ég sé ekki löngu flutt heim. Ekki það að Ísland sé beint lokkandi þessa dagana. Veit eiginlega ekki hvað ég vill með þessu en eitt er víst og satt sem John Lennon sagði svo vel á engilsaxneskri tungu "Life is what happens to you while you're busy making other plans". Mikið var það satt hjá honum. Fyrir utan það að ég geri mjög sjaldan áætlanir, ég bara berst með straumnum.

Annars bara fínt, gaman í nýju vinnunni fyrir utan eitt. Fíla ekki þessa unisex klósettastefnu sem maður hefur þar. Mjög svo Ally McBeal en ekki minn stíll at all. Skil ekki svona, gef skít í femínístana ef þetta er eitthvað sem þær hafa haldið að væri eitthvað jafnrétti. Ellers takk segi ég nú bara.

Hefði aldrei spáð íslandi 2. sæti í júró svona við fyrstu hlustun. Fannst þetta lag hálf leiðinlegt en hún söng nú samt eins og engill og jafn falleg líka en eftir að hafa horft á öll hin skildi ég betur að þetta lag komst svo hátt. Svei mér þá ef austur evrópa og þýskaland og Grikkland ættu ekki bara að slá sig saman næsta ár og senda eitt lag með sama flytjanda. Myndi ekki skifta máli, allt sama draslið. Jísus. Ekki orð um það meir.

Lag vikunnar er tileinkað húsbandinu sem hefur endst í 15 ár. Hlustuðum mikið á þetta lag fyrsta sumarið okkar saman. Eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef lifað. Grunar að Begga vinkona sé sammála mér þar. Lög gerast ekki sumarlegri en þetta í mínum heimi.



Gísli Eiríkur Helgi.

.p.s Drífa vann aftur en hefur ekki innheimt verðlaun.

15.5.09

Þetta er blús. Svona er lífið. Ég fíla mig í sukkinu en samt ekki grimmt

Einhverjir eru búnir að vera að spyrja um hvaða vinnu ég er komin með. Ég er komin með vinnu hjá If Inhouse sem vefhönnuður. If Inhouse er auglýsingastofa sem er í eigu og rekin af If sem er ein af stærstu tryggingarstofnunum skandinavíu. Í allt vinna um 6 þús manns hjá If, deilt á norðulöndin og Baltikum og eitthvað í rússlandi. Í húsinu sem ég vinn erum 700 manns svo að þetta er risa fyrirtæki. Svo stórt að hér er eigin líkamsrækt með föstum tímum(spinning t. d) sem hægt er að fara í innan vinnutímans,eigin listaklúbbur sem fer í listaferðir erlendis, lítið kaffihús hér í húsinu og ég veit ekki hvað. Er ekki búin að komast að öllu. Ég er að vinna með 5 öðrum, einn vefhönnuður, 3 grafískir hönnuðir og svo teksta og verkefnastjórar. Mjög fínt fólk svona við fyrstu kynni. Flest á milli 35-40 svo að þetta eru ekki bara unglingar. Ég get allavegna sagt að ég er orðin tryggð í bak og fyrir eftir að hafa byrjað hér. Mér finnst eins og ég sé komin í fyrstu fullorðinsvinnuna mína!

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er júróvisjon á laugardaginn. þetta verður í fyrsta skifti að krakkarnir fá að horfa, allavegna svona eitthvað fram eftir en við fáum gesti í mat og gláp. Held að í þetta sinn haldi ég með norðmönnum, gerði það að vísu líka í fyrra. Mér finnst íslenska lagið ekkert sérstakt í ár. Var þó skárra í fyrra þótt það sé ekki beint lag sem ég nenni að hlusta á heima hjá mér en mér fannst norska lagið í fyrra mjög fínt.

Annars er þjóðhátíðardagur norðmanna á sunnudaginn. Baltasar verður í bunad í fyrsta skifti(þ.e.a.s ef ég finn bunadssokka!) en það er þjóðbúningur og nánast allir klæðast svoleiðis á þessum degi. Hann fékk einn slíkan frá frænda sínum í arf og núna passar búningurinn. Ég var nú eitthvað efins að hann vildi vera í þessu en honum fannst bara kúl að vera klæddur eins og hobbit! Og spurði svo hvort hann gæti verið á skeitbordinu sínu á þjóðhátíðardaginn. Aldrei séð dreng í þjóðbúning á bretti áður en einhverntíma verður allt fyrst.

Það var mín kæra vinkona Drífa sem vann getraunina þessa vikuna. Að sjálfsögðu þekkir hún Mannakorn. Hún er ekki búin að velja lag en ég valdi eitt handa henni.Hún er ein af þeim á fullt af lögum í mínum huga og þar af leiðandi erfitt að finna eitt lag. Ég veit eiginlega ekki afhverju þetta lag minnir mig á hana, kannski hún man það og kannski kannast hún bara ekkert við þetta lag og ég bara í tómu rugli.



Góða helgi.

p.s Hvaða lag og flytjandi er um að ræða í dag?

7.5.09

Vetur kemur og vetur fer en alltaf vorar í sálinni á mér

Núna ætla ég að vera stuttorð aldrei þessu vant. Byrjaði í nýrri vinnu á mánudaginn og þar af leiðandi mikið að gera. Félagslífið hjá börnunum heldur virkt líka þessa dagana svo að ég geri lítið nema vinna og fara í afmæli og diskótek með dóttur minni. Skrifa meira þegar verður aðeins minna að gera.Er að fara í veislu með vinnunni, 10 ára afmæli fyrirækisins(er að vinna hér).Það hafa um 800 manns skráð sig í veisluna hér í bæ svo að þetta verður áhugavert!Held ekki að ég hafi farið í svona mannmarga veislu áður.

Lag vikunnar er samt ekki hægt að snuða fólk um og er það á léttari nótunum þessa vikuna. Pússaðu dansfótinn og taktu smá föstudagssnúning í tilefni dagsins.



góða helgi.

p.s enginn sigurvegari velur sér nein lög! koma nú.

1.5.09

Og í kvöld líkur vetri sérhvers vinnandi manns

Loksins kom vorið. Sól og blíða í dag og í gær og nokkrar freknur spruttu fram eftir hádegissólbaðið í gær. Grillveisla hjá vinum í kvöld. Túlípanarnir í fullum blóma fyrir framan húsið og það er ótrúlegt allt í einu að hugsa til þess að fyrir 8 dögum síðan var enn snjór í garðinum hjá mér. Maður er svo fljótur að gleyma. Og talandi um að gleyma, ég er tvisvar sinnum á 2 vikum búin að koma heilum klukkutíma of seint á fundi sem ég átt að sitja. Ég þessi stundvísa manneskja. Maður er nátturulega alveg í molum!

Annars var París var bara frábær. Þvílíkt flott borg. Við þvældumst um, borðuðum og drukkum vel og höfðum það notalegt. Ég var að vísu hálfgert fatlað fól því ég meiddi mig eitthvað á fæti seinni parts föstudags og haltraði það sem eftir var ferðar og fór ekki jafn fljótt yfir og ég annars hefði gert.Frekar erfitt fyrir mig þar sem ég er vön að labba hratt en ég er mjög svo fylgjandi instant skoðunarferðum. Sjá mikið á stuttum tíma! Það var nú lítið verslað en París er ekki beint ódýr borg. Bara á svipuðu verði og osló. Fór í geggjuðustu búð ever en það var sælkeramatvöruverslun í La Fayette sem er eitt af stórmagasínunum. Svei mér þá það leið nánast yfir mig í þeirri verslun. Annað eins flottheit af mat og kökum, brauði og drykkjum hef ég aldrei áður séð. Verðið svo sem eftir því en það var bara gaman að skoða. Ég væri örgugglega 15 tonn ef ég byggi í þessari mætu borg(yrði að vera rík líka til að hafa efni á þessum sælkeramat).

Byrja í nýrri vinnu á mánudaginn. Gekk út um dyrnar á þeirri gömlu í síðasta sinn á miðvikudag og það voru nú ekki mörg tár sem voru felld. Eiginlega ekki neitt, var alveg köld. Skrýtið eftir að hafa unnið þar þetta lengi.

jæja lítið meira að segja. Vill óska bróður mínum honum Óskari til hamingju með daginn en hann á ammæli í dag hann á ammæli í dag hann á ammæli han óskar hann á ammæliídag.

Lag vikunnar er nú ekki beint stuðlag en það er svona vorlag. Mig langaði svo að hafa það í dag afþví núna er vorið komið og svo er það líka svo afmælislegt!!!!!!



Gleðilegan 1. maí verkamenn og góða vorhelgi.

23.4.09

Je Voyage à Paris aujourd'hui.

Síðustu getraun vann hún Álfheiður frænka mín á Egilstöðum. Flytjandi var að vísu hann Bjöggi okkar allra. Verðlaun vikunar eru þau sömu og í síðustu viku, val að eigin vali í næsta föstudagsblogg. Bara kommentera hér hvaða lag þú vilt.

Annars er ég bara á leiðinni til Parísar, á eftir og þessvegna valdi ég að blogga í dag. Veðurspáin fyrir helgina er nú svona og svona en þar sem engin veðurfrétt á netinu er með sömu spána ætla ég að vera við öllu viðbúin(nema snjó).Hlakka svo til.. ligga ligga lá.

Ferðin til Kristiandsand með Dissimilis var með eindæmum ánægjuleg og forvitnileg í alla staði. Hitti fullt af áhugaverðu fólki sem hefur gert mikið og gott fyrir fatlaða. Komst að því að þrátt fyrir að vera samtök sem vinna fyrir lífsgæðum fatlaðra er mikil valdabarátta í gangi og það gekk ýmislegt á þessa helgina. Komst að ýmsum leyndarmálum sem viðkoma fólkinu sem situr í stjórn þessara samtaka sem við foreldrar sjaldan heyrum um. Svo hitti ég alveg ægilega skemmtilega konu sem kunni smá íslensku. Þrátt fyrir að vera þroskahömluð kann hún fleiri tungumál, gat talað fullt spænsku, smá rússnesku og pólsku, ensku að sjálfsögðu og svo gat hún sagt smá á íslensku.Hún er í hljómsveit sem skemmti á laugardagskvöldinu og þvílíkt stuð á liðinu. Þau voru svona þrælgóð að allur salurinn var á iði. Mikið væri nú gaman ef fólk gæti farið að horfa á þennan samfélagshóp með opnari augum og sjá hvað munurinn á okkur er lítill. Þetta voru ósviknir skemmtikraftar og fólk fékk ekkert minna út úr að skemmta sér með þessari hljómsveit eins og að skemmta sér með hljómsveit með ófötluðum. Á heimleiðinni var svo haldin fundur og núna er búið að panta miða fyrir Dissimils hóp 25 september og förum aftur heim 30 september svo að nú verða allir að taka frá Mánudagskvöldið 28 sept og koma á sýningu í Borgarleikhúsinu og sjá þau. Ég vona að sem flestir komi.

Var að horfa á æðislega þætti frá BBC sem voru nú sýndir hér í fyrra en ég missti af þeim þar og keypti þá á diski. Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, mikið fannst mér gaman að sjá þessa þætti. Elska enskar myndir sem gerast á þessum tíma, ætla að lesa bókina líka. Hef ekki lagt í hana því ég hélt að hún væri jafn niðurdrepandi og "Fýkur yfir hægðir" sem ein af hinum Brontë systrunum skrifaði en hún er það ekki. Þetta var rómantík eins og hún gerist best á svo ægilega fallegri gamaldags ensku með alveg ægilega fallegum karlmanni í aðalhlutverkinu. Bara ljúft.

Þetta var svona bland í poka eins og venjulega. Ekki búin að heyra neitt hvaða lag Ellen vill svo að ég verð að velja lag sjálf. Byrja á eitís poppi sem ætti að koma öllum í stuð. Fannst þetta svo ægilega skemmtilegt þegar ég var með bólur og spangir. Takið eftir axlapúðunum.



Bon week-end les amis!

p.s ekki getraun þessa vikuna vegna anna!

17.4.09

Hugsar hver um sig, þú sagðir bless við mig.

Síðustu getraun vann hún Ellen hálffrænka mín í Svíþjóð en hún er svo heppin að vera 2 timum á undan þeim sem eru á Íslandi (en svona ykkur til fróðleiks á hún líka stelpu sem heitir Saga)!! Að sjálfsögðu fær hún vegleg verðlaun en þau eru að velja fyrsta stuðlag ársins sem verður lag vikunnar í næstu viku!! Hversu heppin er hægt að vera ?

Annars bara allt í ljómarjóma hér í landinu sem snjórinn er loksins að kveðja. Páskarnir voru haldnir í Svíþjóð og þar var þetta fína veður og maður hreinlega þyngdist um 15 kíló á 3 dögum - eða svoleiðis. Krakkarnir úti að leika sér og við örkuðum milli fjalls og fjöru daglega. Fórum í smá shopping til Karlstad og keyptum vín og mat og húsbandið keypti sér Miami Vice jakka í H&M og boli í stíl og var með þriggja daga brodda. what a stud! Ég hinsvegar keypti mér ekkert þar sem ég hafði verslað mér smá vikuna á undan. Rautt veski takk fyrir. Vissi ekki að ég hefði þetta í mér, ég sem bara á svört föt og svört og brún veski! Hárautt takk fyrir. Maður er farin að verða glannalegur svona á efri árum.

Komum heim frá Svíþjóð með eitt stykki hljómborð í farangrinum. Svo ódýrt að versla á netinu og láta senda þangað og sleppa að borga tolla og skatta og álíka sem maður gerir hér. Á sunnudagskvöldið sátum við Baltasar fyrir framan eldgömul nótnabækurnar mínar og ég kenndi honum fyrstu tvær nóturnar og svei mér þá, á augabragði breyttist ég í alla "leiðinlegu" píanókennarana sem ég hafði sem barn og alltaf voru að tönglast á fingrasetningu. Þarna sat ég og skipaði Baltasar að nota rétta fingur(miklu betra að læra það strax sagði ég) og ekki láta fingurnar hanga svona og réttu úr bakinu , upp með olnbogana og jadajadajada. Ég var eins og bergmál úr fortíðinni og það er nú alveg á tæru að þetta tuð í þessum "leiðinlegu" kennurum hefur síast inn með tíð og tíma fyrst ég kann þetta svona vel þrátt fyrir að ekki hafa spilað nótu síðan ég var 14 ára. En núna ég ætla að fjárfesta í nokkrum nótnaheftum og fara að rifja upp smá sjálf. Fínir kennarar annars(svona fyrir utan þetta tuð)! Gulla að sjálfsögðu,Egill hét einn,búin að gleyma einni en man aðra en það var hún skyggna Erla sem sér álfa. Man hvað hún var með stórar hendur og vá hvað ég er fegin að ég ekki vissi að hún væri skyggn á þeim tíma. Þegar ég var að vinna í ísbúðinni við Hagaskóla mörgum árum seinna kom hún oft þangað og þarna vissi ég semsagt að hún væri skyggn og ég fór alltaf alveg í pat þegar hún kom inn því ég var svo hrædd um að hún sæi fullt af dánu fólki og álfa og huldufólk hjá mér. Gat aldrei horft í augun á henni. Stress dauðans!

Lag vikunnar,síðasta mjög rólega lagið á þessu misseri. Frá einum uppáhalds diski og er eitt af mínum uppáhalds lögum ever.Tær snilld.



Gleðilega helgi.

Getraun:
Hver veit úr hvaða lagi þessi titill er og hver er flytjandinn. Til að gera það auðvelt má hafa í huga að ég hef ekki búið á íslandi síðan 1992 svo að líkurnar á að ég velji teksta úr nýju lagi eru ansi litlar.

14.4.09

Ertu tilbúin fyrir grillvertíðina?

Það fer að styttast í grillvertíðina hér í landi en svei mér þá ef var ekki sól og 15stiga hiti í svíþjóðinni um helgina og þá fór ég að hlakka til að borða sumarmat með grilli og alles.Og hvernig er hægt annað en að grilla fyrirtaksmáltíð þegar þú hefur öll þessi tæki og tól til að hjálpa þér?

Þetta snilldaráhald gerir kjötið mört og safaríkt.


Nú sleppirðu við að grilla hamborgara af mismunandi stærðum, hvað er betra en að vera nákvæmur!


Hver nennir að hella úr flösku þegar þetta er líka hægt. Ekki ég allavegna!



Gleraugu fyrir laukaskerarann á heimilinu.



Ef þú nennir ekki að naga maísstöngulinn og átt ekki maís í dós geturðu bara búið til þinn eigin maís í dós með þessu frábæra tæki.



Eiginmaðurinn og trúlega aðal grillarinn á heimilin ætti nú að fá að hafa svona wiskey skammtara við grillið. Allt verður svo miklu skemmtilegra fyrir vikið - fyrir hann allavegna!

3.4.09

Það er víst best geymt sem tengt er sorg eða trega!

Var að lesa blogg um daginn og þar var bloggarinn að lýsa stefnumóti sem hún hafði verið á og hafði verið með eindæmum mislukkað. Ég hló mig máttlausa bæði því það var drepfyndið og því að það minnti mig á deit ég fór á á mínum yngri árum en ég hef farið á ansi sérstök deit þegar ég var ung og einhleyp sem er frekar skrýtið því ég fór aldrei á svo mörg - þau voru bara þess undarlegri.

Umrætt stefnumót var mjög svo eftirminnilegt en þarna er ég 19 ára og hafði verið boðið út að borða af ungum manni sem ég hafði hitt helgina áður. Ungi maðurinn hafði pantað borð handa okkur á Ítalíu og mér finnst mikilvægt að taka fram að þessi ungi maður bjó heima hjá mömmu sinni og var búin að vera að vinna í nokkur ár og átti ekki bíl. Allavegna þá komum við á Ítalíu og fengum matseðil og áður en ég náði að lesa hvað væri á boðstólnum stakk hann upp á að við pöntuðum eina pizzu saman því hann var ekkert sérlega svangur! Álfurinn sem ég var sagði já því ég kunni ekki við að vera ókurteis og segja sannleikann að mig langaði kannski í eitthvað annað og hefði nú alveg getað borðað eina pizzu ein því þær eru ekki svo matmiklar á ítalíu og ég var svöng.

Svo var farið að spjalla, eða það er að segja hann fór að spjalla og þeir sem þekkja mig vita að ég á í engum erfiðleikum með að halda uppi samræðum en þarna var ég kjöftuð í kaf. Og hvað talaði svo Rómeó um. Jú hann talaði um alla staðina hann fékk afslátt á og alla staðina mamma hans fékk afslátt og svo talaði hann um myndalega ríka vin sinn sem eyddi alveg formúgu í þær stúlkur sem hann deitaði.Og svo kórónaði hann allt saman með að enda á því að segja mér frá syni sínum sem hafði fæðst 4 dögum á undan en hann var ekki enn búin að druslast upp á spítala og sjá frumburðinn því það var svo mikið að gera í vinnunni - hann var barþjónn!!! Sjarmör aldarinnar semsagt og skildi maður halda að ég hefði bara droppað kauða á staðnum. Nei ég ákvað að gefa honum annan sjens því vinkonur mínar voru alltaf að tönglast á því hvað ég gerði alltaf miklar kröfur til ungra manna og kannski ætti ég að vera duglegri að gefa strákum sjensa og ég ákvað að gera eins og þær sögðu.

Næsta deit var vikuna eftir og hann kom og náði í mig heim. Hann var með tannbursta með sér og vildi vita hvort hann gæti ekki haft tannburstann hjá mér og einhver föt því það var miklu styttra fyrir hann að fara í vinnuna frá mér þar sem ég bjó í miðbænum og hann var jú að vinna þar. Hann myndi spara hellings pening á að ekki þurfa að borga leigubíla á kvöldin til að komast heim til sín eftir vinnu. Þarna varð mér allri lokið og varð bara að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þetta væri alveg dauðadæmt.Ykkur grunar kannski hvernig þetta ástarævintýri fór. Jú mín droppaði kauða og til að fara nú alveg með það fór ég að deita "ríka" vininn - í laumi!! Það var líka stutt gaman því hann var að sjálfsögðu frekar sér á parti sem útskýrði hversvegna hann fór á svona mörg deit en var alltaf jafn einhleypur:-D

Gaman að rifja þetta upp því þetta var bara geðveikt fyndið og maður var nú alveg mátulega kærulaus á þessum árum og tók þessu ekki þungt. Einu sinni fór ég líka á dobbel-deit með læknanema og pabba hans!! Pabbinn var að deita eina jafn gamla mér frá Rússlandi. Á næsta deiti kynntist ég svo mömmu hans og eftir það lét ég mig hverfa.Frekar spes gæi.

Já það var nú gaman að vera ungur og vitlaus en er guðs lifandi fegin að vera orðin gömul og gift og þurfa ekki að vera að þessari stefnumótavitleysu lengur.

Svona í lokin var fyrsta deitið með húsbandinu þannig að hann gleymdi að segja mér að við værum að fara í veislu þar sem allir væru í sparifötum. Mín mætti í slitnum leðurjakka, stuttum bol og mjaðmabuxum, hann var í svörtum jakkafötum!!!En hann var allavegna ekki nískur eða hafði pabba sinn með sér og þessvegna erum við enn saman í dag;-)

Er dottin í rólegu deildina aftur, ekki margar vikur eftir í stuðið. Var búin að lofa stuði með vorinu og stend við það, vorið lætur bara bíða svolítið eftir sér í ár. Þetta lag elskaði ég þegar ég var í menntaskóla.Hef aldrei séð þetta video áður. Sérstök hárgreiðsla á söngvaranum.



ATH!! Getraun vikunnar: Úr hvaða lagi er fyrirsögnin á blogginu - Til að vinna verður þú að vera með bæði lag og flytjanda. Allir vera með, glæsileg verðlaun.


Góða helgi og gleðilegan Pálmasunnudag.

30.3.09

Jéremías er þetta hægt?

Myndir handa öllum handavinnuelskendum. Hversu mikil krútt er hægt að vera í handgerðu(þori ekki að segja hvort þetta sé prjón eða hekl)! Grunar að þessar bloggfærslur fyrri part viku verða svona mynda og matarblogg. Það er svo mikið sniðugt og sætt og gott til sem ég vill deila með ykkur.







27.3.09

Þegar einar dyr lokast...

opnast aðrar. Það eru orð að sönnu. Haldið þið ekki að mín sé komin með nýja vinnu. Hef nú ekkert verið mikið að segja frá því en ég er semsagt búin að vera í rosa ferli síðustu 4 vikur. Vikuna áður en mér var tilkynnt að mér yrði sagt upp sótti ég um vinnu hjá If sem er eitt stærsta tryggingarfyrirtæki norðurlanda en þeir eru með innanhús auglýsingastofu og voru að auglýsa eftir vefhönnuði. Ég var kölluð í viðtal 2 dögum eftir að ég fékk að vita að mér yrði sagt upp, á eftir fylgdi svo persónuleikapróf og fleiri viðtöl. Talaði samtals við 6 persónur áður en þeir svo tóku ákvörðun um að ráða mig. Byrja 1. maí. Ekki nóg með að þetta er miklu meira spennandi vinna en ég er í, svo er hún betur borguð og ég er ekki nema 15 mín með strætó í vinnuna og svo er húsbandið að vinna í húsinu við hliðina. Ég er svo glöð. En ég hefði semsagt skift um vinnu þótt ég hefði ekki verið sagt upp.

Ekki nóg með þetta, ónei. Saga er komin með nýjan stuðningsfulltrúa. Kona á mínum aldri sem á börn sem eru 9 og 11 ára. Þessi kona vinnur á hvíldarheimili fyrir fötluð börn og langaði svo að vinna með barni með down. Hún býr á bóndabæ og er með shetlands pony, hund, 2 rottur og svo eru fullt af beljum þarna líka. Og þessi bær er ekki nema 10 akstur frá þar sem við búum. Hélt ekki að við gætum verið svona heppin. Núna bara vona ég að hún endist eitthvað. Gaman fyrir Sögu að geta heimsótt hana 1 eftirmiðdag á viku og fara á hestbak og mokað skít, leikið við börnin hennar og hundinn og rotturnar. Frábært.

Og ekki er allt búið enn. Nú er aftur farið að snjóa og það mikið - frábært! Ég sem var farin að vera hrædd um að við fengjum vor og sumar í ár. Nei það verður bara vetur allt þetta ár og mér finnst það æði. Það verður svo gaman að fara í 17 júní skrúðgönguna í ár á gönguskíðum. Jibbý fyrir vetrinum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já svona er gaman að vera til stundum.Og afþví það er svo gaman hjá mér núna tek ég mér örlitla pásu á rólegheitunum og tek nokkur lauflétt danspor með þessum gamla kappa.




Góða helgi.