27.8.10

Nó tæm

til að blogga núna. Brjálað að gera í vinnunni. Hefði átt að gera það í gær en fattaði það ekki. Sé hvað bloggin mín voru innihaldsríkari þegar ég var í gömlu vinnunni þar sem var að jafnaði miklu minna að gera en í þessari vinnu. Ekki það að ég sé að kvarta, myndi aldrei vilja skifta aftur. Lofa löngu bloggi næst. Mikið að gera fyrir þessi mánaðarmót en á eftir að róast um miðja næstu viku. Hlakka geðveikt til.

Held áfram í gömlu og gleymdu lagadeildinni. Man einhver eftir þessu lagi? Mig minnir að það hafi verið í einhverri dansmynd frá gamla góða áratuginum.



Gróða helgi.

20.8.10

Ekki gleyma...

hvað þú hefur það gott. Maður á það til að gleyma því og kvarta og kveina yfir smámunum. Nánast allt sem er í fréttum er farið að fara inn og svo út því maður er vanur óeirðum á Gazasvæðinu, sulti og eymd í Afríku og fjármálakreppu í hinu og þessu Evrópska landinu. Stundum gerast stórir hlutir eins og jarðskjálftinn á Hahiti og núna flóðin í Pakistan. Skrýtið með það mál, þrátt fyrir að það sé áætlað að 15 milljónir manna hafi orðið illa úti eftir þessar hörmungar hefur ekki safnast mikill peningur fyrir þetta fólk og á öllum netfjölmiðlum bæði á Íslandi og Noregi er lítið fjallað um þetta mál. Ekki áhugavert lengur. Old news! En um daginn rakst ég á frétt sem setti mig alveg út af laginu. Hún var um börnin í Fallujah í Írak. Fjallar um það að á því svæðinu fæðast óeðlilega mörg fötluð börn. Og þá ekki börn með skakkan fót eða Downs heilkenni, nei börn sem eru hræðilega afmynduð. Sum hafa fæðst með tvö og þrjú höfuð. Börn frá þessu svæði hafa 12 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein en önnur börn og hlutfall barnadauða er himinhátt. Tíðni krabbameina og dausfalla er mikið hærra en það var eftir bæði Hiroshima og Nagasaki á sínum tíma. Hversvegna er þetta að gerast. Jú þegar ráðist var á þetta svæði fyrir 6 árum síðan notuðu Bandaríkjamenn Úran á skotfærðin til að kúlurnar kæmust í gegnum þykka veggi og kúlurnar skilja eftir sig duft sem veldur skaða í mörg ár eftir. Það var það sem gerðist. Ég hugsaði með mér að maður hefur aldrei heyrt um þetta fyrr en núna. Ég varð að lesa meira en stóð í þessari norsku grein og fór og googlaði þetta mál og ég verð að viðurkenna að þetta var það versta sem ég hef séð. Hræðilegt alveg hvernig þessi börn fæðast, svo afmynduð og veik að maður getur ekki ímyndað sér það. Ég held ekki að maður fatti alltaf hvað við erum vernduð hér í Norður Evrópu. Ekki erum við stríðshrjáð, hungursneyð þekkjum við ekki og ekki fátækt á sama hátt sem svo mörg önnur lönd lifa við. Auðvitað eru einhverjir sem ekki hafa það eins gott og meirihlutinn en samt höfum við velferðarkerfi sem styður við fólk að mestu leiti. Ég held ekki að við skiljum eiginlega hvað það er að vera fátækur og búa í kannski í leirkofa eða pappahúsi og hafa ekki tök á að leyfa börnunum sínum að ganga í skóla, eiga ekki mat nema endrum og sinnum. Nei ég hef það gott, lifi algjöru luxuslífi miða við svo marga og finnst fínt að láta minna mig á það öðru hverju.

Jæja ætlaði ekki að gera neinn þunglyndan fyrir helgina. Bara minna fólk á að þrátt fyrir allt þá höfum við það gott.

Og nú yfir í allt annað. Manstu eftir þessu lagi? Söng það ansi oft í frystihúsinu hér í den.



Góða helgi.

13.8.10

Stundum hef ég bara ekkert að segja

og ætla þess vegna bara að henda inn einni uppskrift eða svo.


Kjúklingur með hvítlauk og koríander fyrir tvo.

200 gr kjúklingabringa í litlum bitum
3 msk maisenamjöl
3 msk Oyster sauce
1 msk Soya
slatti ferskt koriander en hægt að nota frá krukku líka
1 tsk sykur
3 rif hvítlaukur
1 dl kjúklingasoð
matarolía sem hægt er að djúpsteikja í (semsagt ekki olífuolía).

1.Blanda kjúklingnum saman við maísenamjölið(Þetta þrep er mikilvægt til að fá góðan rétt)

2. Djúpsteikja kjúklinginn í olíu, best að steikja lítið í einu og setja svo á dagblöð til að fjarlægja mestu olíuna.

3. Hakkaður hvítlaukur og kóríander steikt á pönnunni og sósunum og soðinu bætt út í. Látið sjóða smá.

4. Kjúklingnum bætt út í og blandað vel saman. Við þetta þykknar sósan og verður ægilega góð.

Er viss um að það er líka gott að setja smá chili, en ekki mikið svo að það kæfi kóríanderbragðið.


Annars lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn hjá krökkunum byrjar í næstu viku og þá tekur alvaran við með heimalærdómi og allskonar æfingum eftir skóla. Ætla að njóta síðustu dagana áður en þetta skellur á.

ÉG er búin að ákveða taka smá tímabil með löngu gleymdum lögum, lögum sem voru kannski aldrei neitt voða vinsæl en mér hefur tekist að finna óvart á Youtube. Fyndið hvað maður finnur óvart, var að hlusta á John Denver og rambaði þá óvart á þetta sem ég var alveg búin að gleyma. Langt á milli Jonna og Ollu hefði maður haldið! Hélt svo sem aldrei neitt upp á þetta lag en átti það á kassettu að mig minnir, en "dem" hvað John Travolta var nú sætur þegar hann var ungur. Mér finnst það allavegna en hárið samgt ekki alveg að gera sig. Munið þið eftir þessu lagi?



Frábæra helgi. Ekki gleyma að elda kjúkling um helgina!

6.8.10

Níu ár



eru liðin frá því að sæti sonurinn kýldist út úr mömmu sinni á ógnarhraða. Það var nú meiri fæðingin. Tók eina klukkustund og 15 mínútur og var svo vont að ég sver að hefði ég haft riffil við höndina hefði ég skotið ljósmóðurina. Hún var nú líka frekar pirrandi og pirruð. Ég var nefninlega að fæða í miðjum vaktaskiftum og hún var ekki par ánægð með það. Skánaði ekki skapið á henni þegar varð að eyða rúmum klukkutíma í að sauma mig saman. Komin mið nótt þegar hún komst heim. Venjulega koma ljósmæðurnar og kíkja á sængurkonurnar "sínar" daginn eftir og sérstaklega ef þær fara svona illa eins og ég gerði. Nei sá aldrei tangur né tetur af þessari konu aftur. Bölvaður dóninn. En allavegna þá kom ég heim með lítin son sem fékk nafnið Baltasar og hefur alltaf verið yfir meðallagi hress. Og allt í einu er hann hættur að vera lítill og er bara að verða bráðum stór. En það er samt gaman eiginlega því nú getum við gert svo margt saman sem við bæði höfum gaman af. Á afmælisdaginn hans sem var á þriðjudaginn var han vakin með söng, köku, kerti og gjöfum og svo seinna um daginn fórum við í Bowling og svo út að borða á eftir. Var voða ánægður með það. Svo verður afmælisveisla fyrir fjölskylduna hér á sunnudaginn og svo strákaveisla á fimmtudaginn. Ákváðum að bíða svo að allir væru komnir heim úr fríi. Búið að ákveða að hafa íþrótta afmæli. Strákunum skift í nokkur lið og svo verður keppt í hlaupi, setja penna ofan í flösku og ýmsu öðru sem ég á eftir að finna upp á. Verð víst að finna upp á einhverju sem er hægt að gera bæði inni og úti því það er svo helv.. mikil rigning hérna þessa dagana. Allt á kafi í bleytu og grasið vex og vex. Hefði nú ekkert á móti smá sólarglennu og síðsumars hitabylgju svona til að klára sumarið með stæl.

Jæja best að spila eitt norskt!





God helg.

30.7.10

Komin heim í heiðardalinn


Búin að vera heima í 2 vikur núna eftir vel heppnað frí á Íslandi. Var viku á Höfn í rigningu(hvað er nýtt?). Hátíð á Höfn alltaf jafn skemmtileg og hitti alveg gommu af fólki sem ég hef ekki hitt lengi. Fór líka í bekkjarpartý með gamla genginu og svei mér þá hvað lítið breytist en eins og við mátti búast var rosa stuð þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á. Eins og til dæmis einn af dönsurunum sem var keyrður heim í kvölum. Ætla ekkert að útskýra það nánar en eitt er ljóst og það er að menn um fertugt ættu alveg að sleppa því að breika í fjölmenni!

Eftir viku á Höfn var haldið á Akureyri og Mývatn, Hljóðakletta, Ásbyrgi og hvalaskoðun á Húsavík. Veðrið svo sem ekkert að leika við okkur heldur þar.Hitti slatta af ættingjum í þessari ferð sem var gaman. Keyrðum svo til RVK í blíðskaparveðri eftir að hafa verið þarna í viku og þá fóru JC og Saga heim en ég og Baltasar vorum að spóka okkur í geggjuðu veðri í tæpa viku í höfuðborginni.Aldrei fengið svona gott veður á Íslandi áður eins og ég fékk þessa daga. Frábært. Hitti bara ansi marga þá vikuna líka. Verslaði smá og hafði það gott.

Komum heim á fimmtudagskvöldi eftir 3 tíma seinkun á flugi og náðum í Sögu í sumarbúðir á föstudagskvöldinu. Keyrðum svo til Kristiandssand á laugardagsmorgninum og fórum í Dyreparken og badeland og um kvöldið á miðnætturleiksýningu með Kaptein Sabeltann sem er sjóræningi ógurlegur. Nóttin fór í matareitrun og dagurinn eftir var tekin í Dyreparken og badeland aftur og svo brunað heim. Byrjaði svo að vinna á mánudaginn. Fríið semsagt búið í ár. Á samt nokkra daga eftir sem ég ætla að spara fyrir haustfríið og jólin.

Myndin hér fyrir ofan er af Sögu á sjóskíðum í sumarbúðunum. Ég tók voða fáar myndir þetta fríið því ég missti myndavélina mína í götuna þegar ég var á Höfn og hún eyðilagðist. Allavegna linsan. Helvítis fokking fokk verð ég nú að viðurkenna. Ég sem ætlaði að taka svo mikið af myndum á ferð okkar um landið.

jæja best að henda sér í fjörið.



Góða helgi.

25.6.10

Ljósin á ströndu skína skær..

skipið það færist nær og nær
og þessi sjóferð endi fær.
Ég búinn er að puða og púla
pokann að hífa og dekkin spúla.
Reifur ég stend í stafni hér
strax og að landi komið er
bý ég mig upp og burt ég fer.

Ég fer í fríið. Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.

Nema nátturulega ég er ekki sjómaður og er ekki á neinu skipi sem ég er búin að spúla en ég fer nú samt í fríið. Að vísu ekki fyrr á fimmtudaginn í næstu viku en þetta verður samt síðasta bloggið fyrir frí því ég veit að næsta vika verður tekin á tvöföldum hraða til að klára að gera það sem þarf að gera fyrir fríið. Og svo verður haldið heim á leið á Humarhátíð og 40 ára afmælisfögnuð bekkjarinns. Já við ætlum að hittast við sem verðum á staðnum og halda upp á afmælin okkar í sameiningu. Ekki á hverjum degi að við verðum fertug. Jibbí hlakka til. Er líka að spá í að skella mér í Lónsöræfin í ár. Og svo nátturulega norðurlandið og suðurlandið sem bíða mín líka. Tek heila þrjá landshluta í einu fríi. Þetta kalla ég að slá þrjár flugur í einu höggi. Djí hvað maður er effektívur. Jæja þetta er gott í bili.

Ef þetta er ekki sumarfílingur þá veit ég ekki hvað. Passar mjög vel með kældu hvítvíni í kvöld. Hækkaðu í botn og taktu nokkur valin dansspor meðan þú sötrar á víninu og nýtur þess að það er sumar og kvöldið langt.



Bið að heilsa og óska þeim sem ramba hérna inn góðs sumars og ljúfra daga.

18.6.10

ARRRGG.....

Sumir dagar eru leiðinlegri en aðrir. Síðasti föstudagur til dæmis. Afvherju? Jú, sumt fólk bara er svo arrggg....

Málið var það að Sögu var boðið í afmæli. Stelpan sem átti afmæli sagði mér frá veislunni með viku fyrirvara og ég sagði henni strax að Saga kæmist ekki því hún væri upptekin. Hún fékk samt skriflegt boðskort daginn eftir og það fannst Sögu gaman. Nokkrum dögum seinna kom skóla-stuðningsaðili Sögu til mín og sagði mér að stelpan hefði spurt hana hvort hún gæti komið með Sögu í afmælið því hún var svo óþekk í afmælinu í fyrra. (Þessi stuðningsaðili er líka liðveislan hennar eftir skóla, kalla hana C). Ég sagði henni að mér þætti það nú svolítið skrýtið þar sem ég fékk að vita í fyrra að allt hefði gengið vel og mamma stelpunnar hafði sagt yfir allann bekkinn árið áður að Saga þyrfti ekki neinn með sér í afmæli heima hjá þeim. En það gerðist ekkert meira með þetta því Saga var ekki að fara í þetta afmæli og foreldrar hennar höfðu aldrei neitt samband við mig út af þessu sem er venjan ef einhver óskar eftir að Saga hafi einhvern með sér í boð.

Tveim dögum fyrir afmælið varð svo breyting á okkar plönum svo að Saga gat farið í afmælið og ég hringdi í mömmuna til að athuga hvort það væri í lagi að hún kæmi þrátt fyrir að við værum búin að afþakka. Hún var voða ánægð og sagði að sjálfsögðu gæti hún komið og allt í fína.Ekkert merkilegt sagt í því samtali en hún minntist aldrei á að hún ætti að hafa með sér C í afmæli og ég var búin að gleyma því þar sem ekkert stóð á boðskortinu og engin hafði talað beint við mig um þetta.

Þremum klukkutímum áður en afmælið átti að byrja hringir pabbinn í mig og spurði hvort Saga kæmi ekki með C með sér. Ég sagði nei, engin hafði beðið mig um það og það stæði heldur ekki á boðskortinu. Hann varð frekar fúll og sagði að þetta boð væri bara gildandi ef að C væri með henni þar fyrst hún var svona óþekk í fyrra! Dóttir hans var við símann og hann spurði hana hvort hún hefði ekki pantað liðveisluna okkar til að koma með Sögu í afmælið og hún sagði jú. Ég sagði við hann að engin hefði talað við mig um þetta og að 10 ára barn eigi ekki að gera samning við mína liðveislu. Allt svona verði að fara í gegnum foreldrana, sem sagt frá foreldri barnsins sem á afmæli til foreldra barnsins sem á að fara í afmælið. Hann jafn fúll og ég varð að útskýra að ég gæti ekki reddað manneskju með svona stuttum fyrirvara og sagði við hann að það þýddi ekkert að segja við mig að allt hefði gengið vel í fyrra ef það væri ekki satt. Ég hefði að sjálfsögðu sent hana með manneskju hefði ég vitað það. Mér tókst á endanum að sannfæra hann um að þar sem Ida, hin stelpan í bekknum með DS kæmi ekki í afmælið ætti þetta eftir að ganga vel. Þau gætu bara hringt í mig ef eitthvað kæmi uppá. En allan tímann lét hann skína í gegn að hún væri bara velkomin ef hún kæmi með einhvern með sér.

Ég hringdi svo í C og hún gat verið með Sögu í tæpa 2 tíma í afmælinu(3. tíma afmæli). Ég hringdi aftur í pabbann og sagði honum það og þá varð hann þetta létt pirraður og sagði að núna væru þau búin að undirbúa sig andlega að hún kæmi ein og bla bla bla. Ég sagði að nú væri ég búin að redda þessu og að það væri ekkert mál en næsta skifti sem ætti að bjóða Sögu í afmæli gætu þau ekki farið svona á bak við mig og bókað liðsaukan okkar án þess að ráðfæra sér við mig þar. Við værum ekki með ótakmarkaða tíma á viku og þurfum að planleggja svona. Hann trompaðist þá, sagði að hann hefði aldrei talað við neina manneskju sem væri jafn lítið auðmjúk og þakklát eins og ég. Ég ætti bara að sýna auðmýkt yfir því að þau reyndu að vera hugguleg og bjóða Sögu með í afmælið og ég ætti ekkert að vera að segja þeim hvað þau ættu að gera og ekki gera! Ég varð þetta litla fúl á móti og svaraði að ég sæi enga ástæðu til að vera auðmjúk yfir afmælisboði. Saga væri hluti af bekknum og á meðan reglurnar séu þær að engin sé skilin útundan í afmælisboðum sæi ég enga ástæðu til að vera eitthvað ekstra þakklát. Saga væri jafns mikils virði og hinar stelpurnar og ef þau gætu bara komið almennilega fram og skrifað svona óskir í boðskortið eða allavegna látið mig vita væri ég kannski aðeins blíðari á manninn. Ég gæti ekki galdrað liðveislu með 3 tíma fyrirvara. Hann var geðveikt æstur og með þvílík læti og dónaskap, mér tókst samt á endanum að róa hann og við urðum sammála um að þetta hefði allt verið einn stór misskilningur! Nennti ekki að halda þessu rugli áfram. Og hefði Sögu ekki hlakkað svona til að fara í þetta afmæli hefði ég ekki sent hana. Tek það fram að hún tekur ekki í mál að hafa mig með á svona uppákomur. Verður meira en lítið fúl og leiðinleg og það er ekkert gaman fyrir neinn.

Skilaði Sögu í afmælið og pabbinn lét ekki sjá sig. Mamman tók á móti henni en þegar ég spurði um afmælið í fyrra gat mamman ekki ákveðið sig hvort það hefði gengið vel eða ekki, en á endanum sagði hún að þær stöllur hefðu verið frekar óþekkar. Og afhverju sögðu þið ekki það við mig á þeim tíma? spurði ég. Nei hún vildi ekki... bla bla bla og hefði kannski átt að gera það....en ekki bla bla bla...!! Þau hringdu svo eftir mér þegar var hálftími eftir af afmælinu og ég fór og náði í Sögu og það var ekkert mál. Þegar Saga er svo að fara kemur mamman og segir við Sögu að hún væri svo sæt og góð og hún viti ekki u m neitt annað barn sem væri eins sætt og gott og Saga og bla bla bla bla hvað það væri gaman að hún kom og ég veit ekki hvað. Hvað er í gangi?

FATTA EKKI SVONA! Getur fólk ekki bara hagað sér eins og fullorðið fólk, ekkert mál að redda liðveislu. Geri það með glöðu geði en ég get það ekki með 3 tíma fyrirvara. Getur ekki fólk sagt mér eins og er ef Saga er óþekk í staðin fyrir að láta mig standa í þeirri trú að hún sé þæg. Og hvernig stendur á því að fólk getur gert þær kröfur til mín að ég eigi að redda liðveislu hvenær sem er en ég megi á sama tíma ekki gera þær kröfur til fólks að það bóki ekki liðsaukan MINN án þess að tala við mig. Og hvað er að fólki að láta 10 ára gamlan krakka skipuleggja svona án þess að það fari í gegnum fullorðna. Liðsaukin er bara 18 ára og ræður engu svona. Var allavegna alveg búin á því þetta kvöldið og gerði fátt af viti. Mannskemmandi svona uppákomur. Algjörlega.

Jæja þetta var langt og fúllt! Ætla að bregða fyrir mér betri fætinum og skreppa til Köben með húsbandinu. Smá ljúf helgarferð til að rifja upp gamla tíma frá okkar tilhugarlífi, borða og drekka og slappa af. Det er dejlig i Danmark.

Held mig í gömlu deildinni þessa dagana. Eitt gamallt og gott frá guð má vita hvenær. Einhver sem veit það?



Góða sumarhelgi.

11.6.10

Title......!!!

Verður ekki neitt sumarhús í bráð. Það sem við vorum spenntust fyrir reyndist ekki hafa neina kvöldsól og þó að sumum þykji það kannski vera smáatriði þá finnst mér það mikilvægt. Veit að ég ætti eftir að pirra mig á því að sitja úti á heitu sumarkvöldi í skugga frá 6 –7 á kvöldin og horfa yfir vatnið og pirra mig á allri sólinni sem sumarhúsin hinumegin við vatnið baða sig í. Þar að auki eiga trén bak við lóðin eftir að hækka ansi hratt og þau verða ekki höggvin niður næstu 10-20 árin og þá verður enn dimmara en það er núna. ALGJÖR BÖMMER! Ég var svo tilbúin í að kaupa þetta hús og gera það fínt. En við verðum bara að halda áfram að leita. Einn góðan veðurdag.....

Annars er lítið að frétta héðan. Sumarfríið farið að taka á sig mynd, ein vika á Höfn með hátíð og öllu tilheyrandi. Tvær nætur á Mývatni og 5 á Akureyri og svo vika í höfuðborginni. Þá verða Saga og húsbandið farin heim því Saga vildi fara í sumarbúðir og hún fékk að ráða því í þetta sinn. Þá verðum við mæðginin bara ein og ætlum að vera dugleg og hitta fólk, heimsækja ömmurnar og vini og kunningja. Ég ætla mér líka að fara með Baltasar í skoðunarferðir. Hann verður að sjá Gullfoss og Geysi og Þingvelli. Núna er hann orðin svo gamall að hann hefur gaman að því. Hann er líka búin að panta verslunarferð í Kringluna og ég sé ekki að það sé neitt því til fyrirstöðu að við gerum það :-D Tek líka nokkra túra niður Laugarveginn. Hver veit nema maður versli þar líka. Hef ekki verið svona lengi í RVK í fleiri ár svo að ég hlakka eiginlega til að fá smá tíma þar. Jú og svo sund. Maður verður nú að fara í sund og þar sem við verður hjá pabba er hægt að henda sér í Vesturbæjarlaugina eða laugina úti í Nesi. Alltaf gaman í sundi.

Annars ætlum við bara að slappa af um helgina. Engin ferð til Svíþjóðar núna, reyndum að fá að skoða eitt hús en það var ekki hægt. Verðum bara heima og förum í tvær sumarveislur. Eina með öllum downs krökkunum og eina með fjölskyldunni. Rólegt og gott.

Hér er eitt gamalt og gott að vanda.



Góða helgi.

4.6.10

Bissí bissí bissí

Mánudagur:
8-16 Vinna
18-21 Fór með Sögu og tilvonandi tengdasyni á Skólakvöldi á Haug skole

Þriðjudagur:
05-18 Fór á fætur, tók flug til Stokkhólm og fyrirlestrar allan daginn
18-nótt Matur og party!

Miðvikudagur:
8-18 Fór á fætur og á fund og flaug frá Stokkhólmi
18 Kom heim og hennti í mig mat
1830-21 Fyrirlestur um Down syndrom og unglingaárin

Fimmtudagur:
8-16 Vinna
1730-19 Leiksýning í skólanum hennar Sögu(hún leikur umhverfisprinsessu!)

Föstudagur:
8-16 Vinna
18-20 íþróttamót - Saga tekur þátt í 25 m sundi
20- ??? Út að borða og djamma með mömmum í bekknum hans Baltasar

Laugardagur:
9-12 íþróttamót - Saga keppir í 100 m hlaupi
12-18 Fótbolltamót Baltasar
19-??? Tónleikar í Osló með Jamie Cullum

Sunnudagur:
9-12 Fótbolltamót Baltasar
12-21 Svíþjóð að skoða bústað

ÉG ÆTLA EKKI AÐ GERA BORU Í NÆSTU VIKU(eða allavegna eins lítið og ég get). Makalaust hvað sumar vikur eru geðveikislega pakkaðar og svo aðrar alveg tómar. En það get ég svarið að ég hef sjaldan verið eins þreytt eins á á fyrsta fyrirlestrinum í Stokkhólmi sem fjallaði um hvernig tryggingafélög reikna út skaðabætur. Man hreinlega ekkert hvað var sagt. Ekkert smá spennandi viðfangsefni fyrir vefhönnuð! Við vorum ansi mörg sem tókum okkur óviljandi powernaps öðruhverju yfir daginn. En svo að sjáfsögðu vaknaði maður á slaginu sex þegar kampavínið flaut og maturinn var borin á borð fyrir okkur. Og það var alveg merkilega góður matur miða við að við vorum svona mörg.

Erum að fara að skoða 2 af 4 bústöðum sem við sáum síðustu helgi. Erum mjög spennt fyrir báðum og viljum sjá þá aftur til að taka endanlega ákvörðun. Kannski verð ég búin að kaupa bústað fyrir lok júní. Og kannski ekki. Maður veit aldrei hvað gerist en ég er nú alveg til í að vera búin með þetta ferli. Er svo fjandi tímafrekt.

Jæja verð að fara að vinna. Ekki hægt að sitja og hanga hér í allan dag.

Hvernig væri nú með eitt gamallt og gott danslag?




Góða sumarhelgi.

28.5.10

Fúll tæm jobb

Já að er full vinna að leita að sumarbústað. Eða allavegna helgarvinna. Fórum síðasta fimmtudag að skoða bústað og aftur sunnudaginn eftir að skoða þann sama. Algjör draumabústaður og allt alveg pottþétt nema... engin kvöldsól. Vorum þar í 2 klst að horfa á sólin og komumst að því að það er engin sól eftir kl 1730 og það finnst mér fjandi snemma. Hefði ekki verið gaman að sitja í skugganum á sólríku sumarkvöldi og horfa á nágrannabústaðinn baðaðann í sól. Seljandinn var tilbúin að lækka sig í verði en enn sem komið er erum við ekki sannfærð. Erum að fara á morgun að skoða 3 bústaði.

Þegar við byrjuðum þetta ferlið ætluðum við að kaupa bústað sem var max 2. tíma akstur að heiman. Núna erum við komin í 2 og 1/2 tíma en eftir að hafa skoðað slatta höfum við séð að bústaðir nær landamærunum fara á miklu hærra en þeir eru settir á. Svo er verðið sem við settum okkur farið að hækka. Bæði því bústaðir á þessu svæði hafa hækkað og svo er spurning hvort það sé ódýrara að kaupa ódýran bústað sem þarf að gera allt við, leggja vatn og klóakk og byggja og bæta eða hvort eigi að kaupa dýrara sem þarf lítið sem ekkert að gera nema mála. Sparar allavegna fyrirhöfn og mikla vinnu og kemur kannski niður á sama stað fjárhagslega þegar upp er staðið. Allavegna miklar pælingar. Bústaðarnir sem við erum að fara að skoða á morgun eru við Saffle í Varmland en þar búa tengdó.

Annars bara lítið að frétta. Hitastigið 4 gráður kl 7:30 í morgun. Fjandi kalt miða við árstíma orðin alveg desperat eftir sumri. Núna er Egyptaland langt í burtu.

Jæja verð víst að fara að vinna.Lag vikunar er nýtt - aldrei þessu vant. Rólegt og fínt lagt.



Glóða helgi.

21.5.10

Fyrst á réttunni svo á röngunni

tjú trjú trallala. Nema hvað? Já maður er nú létt andlaus þessa dagana.

Vindi mér þar af leiðandi beint í lag vikunar. Frá þeim árum þegar ég var ung og fögur og gekk í kjólum sem voru næstum bolir. Eða þeir voru ekkert næstum bolir þeir voru bolir. Fyrstu árin í Köben keypti ég alltaf JBS karlmanna hlíraboli og notaði sem sumarkjóla og svo var gengið í Dr. Martins skóm við! Glæsileg alltaf.



Lofa að vera skemmtilegri í næstu viku. Gleðilega hvítasunnu.

14.5.10

Löng helgi

Det er bare dejlig. Heima í gær, hálfur dagur í dag með heimaskrifstofu. Restin fer í generalprufu hjá dótturinni og Dissimilis og sýning í kvöld. Bissí á morgun, Svíþjóð að skoða bústað á sunnudaginn og svo býð í matarboð sama kvöld. Þjóðhátíðardagur á mánudaginn. Ég elska svona stuttar vikur.

Í morgunmat í dag borðaði ég Ritzkex með túnfisksalati og drakk kók með. Já svona get ég verið óholl stundum. Bý til svona salat kannski 2x á ári og er sú eina á heimilinu sem borða það og mér finnst það svo gott en það verður mikið salat úr einni dollu af túnfiski og ekki get ég látið það eyðileggjast. Nei heldur læt ég það eftir mér tvisvar á ári að borða óhollustu í morgunmat og drekka kók með því mér finnst það passa svo vel við svona salat og kex. Hvað er gaman að lífinu ef maður gerir ekki öðruhverju nákvæmlega það sem manni langar til. Mér fannst allavegna ægilega notalegt að sitja á náttbuxunum og flísinni fyrir framan tölvuna og gæða mér á þessu á föstudagsmorgni. Skál fyrir mér.

Hef þetta stutt í dag. Langara að stuðla að góðu skapi og ætla þessvegna að deila þessu fína videoi með þér(man ekki hvort ég er búin að hafa það hérna áður). Ef þú ferð ekki í gott skap af þessu þá ertu fýlupoki og hana nú!



En lag vikunar má samt ekki gleymast. Mikið youtúbast hér í dag eins og sjá má. Helli mér út í púddelrokkið eins og það er kallað hér í Noregi.



Megi alheimurinn veita þér og þínum helgi fulla af góðu víni og góðum mat.

7.5.10

Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.

Fékk þetta netta sjokkið á þriðjudaginn. Þá var tilkynnt í útvarpinu að þann daginn væru 25 ár frá að Bobbysocks unnu Júróvisjon með La det svinge. Góðann daginn, ég man bara þennan tíma eins og það hefði verið í fyrra. Það þyrmdi yfir mér þegar það rann upp fyrir mér að ég er ekkert sérstaklega ung lengur. Ég er fjandakornið að nálgast það að vera miðaldra. Og ég er ekki einu sinni orðin fullorðin, svona almennilega allavegna. Eða kannski er ég bara ekki eins þroskuð og maður hélt á þessum Bobbysocks árum að ég yrði um fertugt. Og það sem mér fannst mamma vera ellismellur þegar hún varð fertug. Hálf í gröfina og allt það. Djí, mér finnst ég enn vera voða pæja og er hreinlega að pæjast meira með árunum. Verð nú samt að viðurkenna að ég læt enn sjá mig úti í búð án farða og í náttbuxum en ætli ég verði ekki að hætta því í desember. Eða ætli ég komist upp með það nokkur ár í viðbót? Já það er að miklu að huga þegar maður er að eldast.

Annars er bara vorið ekkert að láta sjá sig hér. Það var meira að segja algjört kaos hér á þriðjudaginn(La det svinge afmælinu) því það snjóaði svo mikið og allir komnir á sumardekki. Já þá var sko hægt að segja la det svinge við bílinn sinn. Það vantar ekki upp á fína gluggaveðrið en það er ekki nóg lengur. Hvar er vorið?

Maí er annars einn af mínum uppáhalds mánuðum því þá er svo mikið að frídögum í Noregi. Fer að líða að 17 maí sem er "the big thing" hérna(þjóðhátíðardagurinn). Í tómu rugli spurði ég húsbandið hvort við ættum ekki að fara eitthvað í burtu þann daginn og sleppa þessu 17 maí standi. Steinleið yfir hann! Hef ekki spurt hann aftur.

Jæja lag vikunar. Alveg er ég viss um að þú haldir að ég hafi valið Bobbysocks en nei aldeilis ekki. Hef enga löngun til að pína þig með svoleiðis bulli! Nei er að fara á ball í kvöld og finnst þetta lag svo gott upphitunarlag. Lovely lag.



Gísli Eiríkur helgi skál!

30.4.10

Lax lax lax og aftur lax


það eina sem ég hugsa um er bara la-a-ax. Og þá sérstaklega þennan. Svona líka ljómandi góður og ef þú heldur að þér þyki ekki Piparrót góð þá er það hinn mesti misskilningur.

Piparrótarlax.f.4

ca 750 gr laxabitar með skinni
2 matskeiðar piparrót á túpu
1 eggjarauða
100gr rasp
steinselja fínhökkuð
smjör.

Piparrót og egginu er landað saman á disk. Raspinu og steinseljunni á annan disk. First dippar maður laxinum aðeins í það blauta og svo í það þurra. Steikist í smjöri á vel heitri pönnu í 3 mín og færist svo á eldfast mót með skinnið niður. Sett í ofnin á 180 gráður í ca 5 mín eða þangað til laxinn er tilbúin.

Góða sósan


2 1/2 dl rjómi
1 matskeið Dijon sinnep
1 Matskeið piparrót frá túbu(ég nota meira en það er smekksatriði)
1 matskeið sítrónusaft(ekki frá túbu - frá alvöru ekta sítrónu)
1 matskeið hakkaður graslaukur
salt og pipar.

Rjómin látin sjóða niður þar til hann þykkrnar. Potturinn tekin af hellunni og restinni bætt út í, má ekki sjóða eftir það. Haldið heitu. Borið fram með hverju sem hugurinn girnist.

Bon apetit!
Svona var sagt í skemmtilegu myndinni sem ég sá um daginn með Meryl Streep sem heitir Julie & Julia. Mæli með henni. Mikilvægt að vera saddur þegar maður sér þessa mynd. Sem minnir mig á það að húsbandið átti afmæli á þriðjudaginn. Ég færði honum tónleikamiða á Jamie Cullum sem eru að vísu ekki fyrr en í júní en búin að redda barnapíu. Þar að auki fékk hann boð á víetnamskan veitingarstað á laugardaginn með sinni heittelskuðu. Ég verð heima og passa krakkana!! Ha ha ha ha.(Maður er nú ekki alveg búin að missa húmorinn þrátt fyrir hörmungar í heiminum.) En semsagt búin að redda barnapíu fyrir það líka. Maður er bara alltaf á skralli. Er að fara í stórveislu eftir viku með vinnunni. Sixtíspartý með 450 öðrum úr vinnunni - smáveisla þar á ferð!

Fann þetta gamla góða lag með uppáhalds íslensku hljómsveitinni minni. Mér finnst nú að Pálmi hefði alveg getað verið í bol undir þessari peysu? Smáatriði kannski en.....



Gæða helgi.

23.4.10

Það er komið sumar

eða svoleiðis!!

Vissirðu að lærleggir Leðurblökunar eru svo mjóir að þær geta ekki gengið. Og ef þú geymir gullfisk í dimmu herbergi verður hann á endanum hvítur. Kók væri grænt ef það væri ekki bætt litarefnum í það og að þú getur ekki framið sjálfsmorð með því að halda niðri í þér andanum. Augun á þér lýsast með aldrinum og mjólk er sú matvara sem flestir hafa ofnæmi fyrir. Og að þú getur ekki hnerrað með opinn augu. Viskubrunnur minn er ótæmandi, varla grunaði þig að ég vissi svona mikið og ekki talandi um að ég vissi svona mikið nýtilegt!

Fer að koma tími á eina uppskrift eða svo. Kannski í næstu viku. Hef bara verið frekar matleið síðasta mánuð og hef þar af leiðandi ekki prufað neitt nýtt en hver veit nema ég lumi á einhverju gömlu og góðu. Núna bara allt komið í sama farið eftir fríið góða. Fer á haugana á laugardaginn með vordraslið og ætla að gera voða fínt fyrir sumarið. Fastir liðir eins og venjulega. Gosið aðeins að minnka og nú geta landarnir farið að einbeita sér að víkingunum alræmdu. Svei ykkur ljótu karlar. Maður hreinlega skammast sín stundum fyrir sumt fólk.

Man einhver eftir þessu lagi. Ég var alveg búin að steingleyma því sjálf.Algjört Girlpower. Töffarar þessar eða hvað?



Góða sumarhelgi!!!!

16.4.10

Tengdamamma!

Já ég er semsagt búin að hitta tilvonandi tengdason. Saga var á opnu húsi á mánudagskvöldið. Þar hitti hún sjarmör til margra ára hann Emil. Hann er jafngamall henni og með Williams Syndrom, er með ljósar krullur og stór blá augu. Voða krútt. Þau voru svo sæl með að hitta hvort annað aftur, sátu og klöppuðu og struku hvort öðru og horfðust djúpt í augu. Og kysstust á munninn!!! Og ekki bara einu sinn heldur svo oft að ég varð að biðja þau um að hætta þessu kossaflensi. Minn maður varð nú ekki par hrifinn og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þau væru bara 10 ára og nægur tími í svona hluti. Honum fannst ég nú ekki vera skemmtileg en fékk mig til að lofa sér að ekki segja pabba sínum frá þessu! Stuttu á eftir kom besti vinur hann og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast fyrst þau væru kærustupar. Þetta væri nú alls ekki réttlátt. Ég semsagt eyddi mánudagskvöldinu í að útskýra fyrir 10 ára krökkum afhverju maður sé ekki að kyssast á almannafæri á þessum aldri. En þau voru nú meiru krúttin. Svo alsæl með hvort annað. Emil spurði hvort hann gæti komið í heimsókn og ég sagði honum bara að hringja þegar hann vill og koma og LEIKA sér við Sögu. Ekkert meira kossaflens í dágóðan tíma. Hún er sko meira en til í að fá hann í heimsókn enda ekki eins og krakkar séu alltaf að heimsæakja hana. Hún vildi að hann gisti en njeeeh, ég held ekki.

Baltasar aftur á móti tókst að verða ástfangin 3x á viku í Egyptalandi og spurði mig hvort við gætum bara ekki flutt aftur til Danmerkur. Svo mikið af sætum ljóshærðum stelpum þar. Jú jú sagði ég við gerum það bara, ekki seinna vænna að hann fari að ná sér í kærustu! Sveimér þá!

Og nú - Ísland í dag. Ég hef illan grun um að þetta gos hafi verið vandlega planlagt af útrásarvíkingunum og útvöldum stjórnmála og bankamönnum. Núna gleyma allir þessari fjandans skýrslu og hugsa bara um gosið. Helvíti hafa þeir mikil völd. Ekki hefði manni grunað þetta! Vona bara að þeir fari að stoppa þetta. Ekkert sniðugt lengur.

Hellum okkur í sænskt eðalpopp frá nítíu og eitthvað frekar snemma.



Góða helgi

9.4.10

Brún og sæl

og það á ég Egyptalandi að þakka. Ekkert smá ljúft að fara í frí til heitari landa eftir þennan mikla frostavetur. Yndislegt veður og allt bara pottþétt. Fórum í ferð til Kaíró og sáum pýramídana og Sfinxinn og múmíusafnið(frekar dáið fólk þar!) ásamt fleiru gömlu og glæsilegu frá gamla Egyptalandi. Helvíti voru þeir klárir að búa til fallega hluti. Fórum líka í frábæra bátsferð þar sem við syntum(snorklet- svona hálf köfun) með villtum höfrungum og skoðuðum kóralrif og fullt af fínum fiskum. Og svo slöppuðum við bara af "ön mass" og lifðum hinu ljúfa lífi. Engir GSM símar, tölvur eða dagblöð. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi og var nokk sama,lifði bara fyrir líðandi stund. Ekki oft sem maður gerir það verð ég að viðurkenna. Krakkarnir orðin svo stór að maður gat af þeim litið og lesið bók, las eina langa bók og hálfa í viðbót. Ágætur matur(fékk að vísu í magan!) og yndislegt hótel. Egypskir kaupmenn algjör pest og plága eins og vera ber. Frábær vika og við ákváðum að gera þetta að föstum lið. Fara minnst eina viku á ári í hita og sól. Hér er svo hrottalega kallt á veturna og þegar maður eyðir öðru hverju sumarfríi í kaldari landi en í því sem maður býr er alveg nauðsynlegt að þiðna smá. Gerir svo mikið fyrir geðið sjáið til. Og ekki var amalegt að koma heim í snjólaust land. Laukarnir komnir upp og fyrstu gulu blómin blómstruðu í dag. Já vorið er að koma. Mikið er ég fegin að ég fór þessa ferð. Verð í góðu skapi langt fram í maí held ég barasta. Og verð að skjóta því inn að í Gautaborg, daginn fyrir ferðina fékk ég bestu pizzu sem ég hef fengið í áraraðir. Magnað alveg!

Annars gerðis svolítið fyndið fyrir utan pýramídana. Húsbandið og sonur ákváðu að fara inn í einn mídann og ganga þar langann og þröngan og dimman gang og ég sá enga ástæðu til þess að ég og Saga værum neitt að yfirgefa sólina svo að við ákváðum bara að spóka okkur úti á meðan. Og svo er ég voða lítið hrifin af þröngum dimmum íverum. Saga var nýkomin með fléttur að framan(erfitt að útskýra en hægt að sjá á myndum á facebook)og var voða sæt og fín eins og henni er einni lagið. Á svæðinu var stór hópur egypskra stelpna sem voru í einhverri skólaferð og þeim fannst Saga svo sæt að þær flykktust að okkur þar sem við sátum við rætur eins pýramídans. Vildu þær allar taka myndir af Sögu og fá að vita hvað hún héti og hvaðan hún væri og koma smá við hana sem að þær fengu. En ekki stoppuðu þær við það, nei þær vildu líka myndir af mér svo að þær stilltu sér upp ein og ein í einu við hliðinan á mér og létu taka myndir. Kennarinn þeirra var farin að arga sig hása á þær og kom á endanum og náði í þær og ein var svo æst og glöð að hann varð nánast að draga hana í burtu. Allt í einu stóð lítll hópur ungra manna svona 20-25 ára fyrir framan okkur og voru þeir farnir að læna sig upp við hliðina á mér og ætluðu að fara að taka myndir. Þá fannst mér nóg um og greip í höndina á Sögu og forðaði mér í burtu. Þeir hafa örugglega haldið að ég væri einhver fræg því það voru svo mikil læti í stelpunum, og hafa hugsað með sér að það væri nú best að láta taka mynd af sér með mér svona til vonar og vara þótt þeir hefðu ekki hugmynd um hver ég væri. Ekkert smá fyndið.

Hellti mér í eitís fílinginn og eitt gamalt og gott frá menntaskólaárunum sem ég var bara alveg búin að gleyma að væri til. Tek mér smá snúning hér á gólfinu á eftir.



Góða helgi.

26.3.10

Erfið verkefni

Hvernig segir maður dóttur sinni að hún sé með Downs heilkenni?

Var á ráðstefnu um Downs heilkenni í Bergen í síðustu viku og þar var verið að ræða þessa spurningu. Það sem kom fram þar var að það er mjög mikilvægt fyrir fötluð börn að vita hversvegna þau eru svona eins og þau eru og þekki fötlun sína til að fá betri skilning á sjálfu sér. Sérstaklega mikilvægt þegar komið er á unglingsárin. Við erum búin að vera að ræða þetta hér heima og við kennaran hennar undanfarið ár en vitum ekki alveg hvernig við eigum að snúa okkur í þessu. Saga er klár stelpa og er farin að hugsa sitt en maður veit bara ekki hvað. Spurði hana um daginn hvort hún þekkti einhverja með Downs en hún sagði nei! Daginn eftir sagði hún við mig "mamma ég er bara venjuleg stelpa". Þetta hefur hún sagt nokkru sinnum síðasta hálfa árið og bendir til þess að hún veit að hún ekki er bara venjuleg stelpa en veit samt greinilega ekki hvað það er sem gerir hana öðruvísi. Svo að núna fer að koma tími til að hefja þetta ferli sem á að enda með að hún fær meiri skilning á sjálfri sér og því að hafa Downs heilkenni. Voða lítið skemmtilegt verkefni finnst mér. Erfitt og sorglegt. Veit bara ekki hvernig ég á að segja henni þetta. Litla ljósið.

Rosa flott ráðstefna með fullt af spennandi fyrirlestrum. Sá eftirminnilegasti var með Karen Gaffney sem er kona með Downs heilkenni sem er ekki nema 125 á hæð og með massíva mjaðmafötlun og getur bara notað einn fótlegg. Hún synti 15 km yfir Lake Taho á 6 klukkustundum, ein og hluti af ferðinni var synt í kolniðamyrkri. Hér er hægt að sjá það sem var í fréttunum um hana í USA á sínum tíma. Var sýnt á ráðstefnunni og allir grétu. Ég líka.



Þetta sýnir það að allt er hægt og að sjá þessa pínulitlu konu í eigin persónu vitandi hvað hún er nautsterk og í góðu formi og dugleg ræðukona er hún þar að auki.Frábært. Einnig var íslensk kona með fyrirlestur þar sem hún sagði frá Diplómanáminu sem er í boði í Háskóla íslands fyrir þroskahefta. Mjög áhugavert og vonandi að norðmenn fari að bjóða upp á þetta.

Er annars að fara til Egyptalands á þriðjudagsmorgun svo að það verður ekkert blogg næsta föstudag því ég verð upptekin við að sóla mig!

Læt þetta duga í bili.

Lag vikunar - yndislegt lag og íslensk nátturua í fínasta skrúða.



Gleðilega páska.

p.s og um þessa konu úr síðustu færslu. Er sammála Kollu. Bara að hlægja að svona fólki. Lífið er of stutt til að láta svona bjána fara í taugarnar á sér.

12.3.10

Viltu fá lag á heilann?

Gjörðu svo vel:

Það var einu sinni grásleppukarl
sem að átti grásleppuskúr
og ég þekkti þennan grásleppukarl
hann átti lítinn grásleppuskúr.

Mamma, mamma gefðu mér grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð
mamma, mamma mig langar í grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð.

Var að hlusta á Bylgjuna í gær og þar var verið að tala um grásleppukarla og viti menn poppaði ekki þetta lag inn í heilann á mér og sat sem fastast allan gærdaginn. Já svona getur fréttaflutningur haft áhrif á mann.

Verð nú að segja frá einni mömmunni í bekknum hans Baltasar. Hún er stelpumamma og þar af leiðandi hef ég ekki talað við hana svo oft en svo var partý hjá okkur foreldrunum í janúar og ég lenti á spjalli við hana. Hún var að spyrja um Sögu og ég sagði aðeins frá henni. Þá fór hún að segja mér frá stelpu sem er í bekk með eldri dóttur hennar. Foreldrar í þeim bekk voru nýbúin að fá að vita að það væri stelpa i bekknum sem var að fá greininguna "með heilaskaða"(veit ekki hvað þetta kallast eiginlega á íslensku). Og svo segir konan"Já ég var nú alltaf búin að sjá það á henni því hún er svo heimskuleg í útliti. Ég meina maður gat alveg séð á augunum á henni að hún er heimsk". Ég varð hreinlega alveg kjaftstopp og fannst þetta svo ömurlegt að segja svona að ég bara fór. Hafði ekki einu sinni rænu á að segja við hana að svona segði maður ekki um heilaskaddað barn,eða bara nokkuð barn.

Nokkrum vikum seinna var mömmuhittingur og ég lenti því miður við hliðina á henni. Ákvað nú að vera kurteis og spurði hana hvaða stelpur í bekknum dóttir hennar léki sér mest við. Og hvað haldiði að konu fíflið segi. "Ja það eru ekki svo margar stelpur sem hún getur leikið sér við því flestar stelpurnar í bekknum eru annaðhvort útlendingar eða taper(looser á ensku) svo að hún leikur sér við eldri stelpur". Ég átti ekki orð, hver segir svona um 8 ára gamlar stelpur. Meiri andskoti hvað fólk getur verið .... en þessi kona gerir sér enga grein fyrir því að það að vera með þroskahömlun er ekki það sama og vera heimskur og litlar stelpur eru ekki lúserar. Það er hún sem er heimsk og lúser að segja svona.Stundum verður maður bara alveg bit á fullorðnu fólki.

Jæja pæja og gæja! Best að henda sér í sveiflu. Smá rokkabillí fílingur en mér finnst þetta eiginlega ansi skemmtileg útgáfa af þessu lagi. Fer í svo gott skap. Swing baby.



Ljóða helgi.

5.3.10

Júróvisjon og verðlaun

Í ár verður júróvisjon haldið hér í Noregi nánartiltekið í Bærum þar sem ég bý. Sveitafélagið ætlar af þessu tilefni að vera með mikið menningartilstand í stóru tjaldi fyrir utan tónleikahúsið vikurnar fyrir sjálfa keppnina. Dissimilis er boðið að vera með hálftíma sýningu á opnunarkvöldinu og Saga tekur að sjálfsögðu þátt. Þetta verður ansi mannamörg sýining og ef einhver skildi halda að þessi hópur fylgist ekki með Júróvisjon þá er það alveg öfugt. Stærsti hlutinn elskar Júróvisjon svo að allir eru alveg að springa úr stolti og eftirvæntingu yfir þessu. Meira að segja Saga elskar Júróvisjon og sérstaklega þá Alexander.

En ekki er allt búið enn. Í dag var Per Gynt verðlaununum útdeilt. Meðal þeirra sem voru útnefnd í ár var Dissimilis og Sissel Kirkebö. Hverjir unnu? Jú Dissimilis. Þetta eru ein virtustu verðlaunin hér í landi og falla til einstaklinga eða hópa sem hafa verið unnið að því að kynna Noreg erlendis og hafa sýnt jákvæða virkni í norsku samfélagi á einn eða annan hátt. Frábær árangur fyrir Dissimils og gaman að svona hópur skuli fá svona virt verðlaun. Húrra fyrir þeim. Verður gaman að sjá hvaða dyr þetta opnar og þá sérstaklega á erlendu vettvangi. Og ekki má heldur gleyma fjárhagslega því þetta er ekki beint rík stofnun.

Annars bara allt fínt af okkur. Erum að fara að flytja inn í svefnherbergið okkar þessa helgina eftir 2 vikna útlegð í rúmum barnana. Verður búið þá að setja nýtt parket, fataskápa og búið að mála allt. Æðislega lekkert.


Lag vikunar er norsk eðalpopp,ætla að halda mér í verðlaunaflokkunum í dag en þau eru útnefnd sem besta hljómsveitin, besta "hittið" og besta videoið að ég held svo að þetta er ekki alslæmt. Alls ekki.



Góðahelgi.