10.12.07

Dagur 10. Kæri Jóli

Jólatónleikar yfirstaðnir og lífið fer að komast í fastar skorður eftir miklar æfingar. Fínir tónleikar að vanda en því miður sá ég Sögu ekki neitt því ég sat á svo vondum stað )-:Ferlega fúlt.Gat ekki einu sinni tekið myndir. En annars gekk allt vel.

Baltasar tók svo þátt í fimleikasýningu í gær og það var voða gaman að sjá það.Sérstaklega þar sem þetta er trúlega sú eina sem hann tekur þátt í, allavegna í bili. Vetraríþróttirnar verða hafðar í fókus eftir áramót og svo ætlaði besti vinurinn að hætta í fimleikum og þá vildi minn maður það líka. Mér finnst fínt að hann fái að prófa sem mest núna þegar hann er svona lítill og getur þá frekar ákveðið hvað hann vill halda áfram með þegar fram líða stundir.

Gerðum tvær tilraunir að baka piparkökur um helgina en fór alveg í hundana í bæði skiftin og prófum aftur í dag. Ferlega eitthvað lint þetta piparkökudeig frá Ikea í ár. Eðalvara eða þannig! Bakað samt eina plötu og fékk piparköku ilminn um allt hús. Og svo eru seríurnar komnar upp. Minn maður dreif sig í búð á laugardaginn og kom heim með þessa fínu útiseríu og hengdi upp. Rosa fínt. Norðmenn eru svo leiðinlegir í þessu ljósastandi að þeir eru varla með seríur.BORING!



Þessir sexý gæjar í hljómsveitinni Garvis(aldrei heyrt um hana en grunar að hún sé gömul)fá að prýða blogginn minn þennan mánudagsmorgun.Þeir eru bara yndislegir og ekkert meira um það að segja. Sjáumst á morgun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En leiðinlegt að þú hafi ekki séð Sögu á tónleikunum. Þessir Garvis gaurar eru bara krúttlegir :) kv.Anna