Á morgun er ár frá því að afi minn á Nesinu dó.
Voru nú smá skrýtin jól í fyrra. Fór til Íslands helgina fyrir jól til að kveðja hann en hann var orðin voða lélegur og það var auðsjáanlegt að hann ekki átti langt eftir. Hann var búin að vera að bíða eftir eilífðinni lengi að eigin sögn. Svo dó hann, ekki óvænt en alltaf samt sorglegt þegar fólk deyr.Sérstaklega fólk sem maður hefur verið svo náin alla æfi. Hann var jarðsettur í janúar svo öll jólin var maður hálf stressaður og sorgmæddur. Daginn sem hann kvaddi formlega fæddist svo lítil stelpa í fjölskylduna. Merkilegur dagur.
Við áttum eitt uppáhaldslag saman. Þegar ég bjó hjá honum og ömmu spiluðum við þetta lag oft og eftir ég flutti þaðan og kom í sunnudagssteikina gerðum við það sama. Þetta síðasta lag ársins vill ég tileinka afa mínum.
Góða helgi
6 ummæli:
Þetta var nú hugljúf lesning. Góða helgi. kv.Anna
Já, þetta voru skrýtin jól í fyrra. Kveikjum á kerti á morgun og hugsum til hans.
Kv, Íris
Það er alltaf sárt að missa sína nánustu hvursu gamlir sem þeir eru. Ég man eftir afa þínum, og hann gaf mér einu sinni ómetanlegt nótnahefti. Blessuð sé minning hans. Gulla Hestnes
Fallegt lag og fallegar minningar.
Varð að ósk þinni með blogg ... ha ha .... bara á nýjum stað !
Óska þér og þínum Gleðilegra Jóla !
Guðrún
Það er alltaf erfitt að missa einhvern nákomin. Sammála Önnu, þetta var hugljúf lesning (er þetta Anna Ólafs?)
Ég hlakka til að lesa fleiri jólablogg. Svanfríður
Man ennþá eftir umslaginu á plötunni meira að segja, takk fyrir mig afi minn!!!!
Skrifa ummæli