Áttu jóla-gardínur? Ég bara spyr því ég var að lesa blogg hjá íslenskri konu og þar var verið að tala um að gera klárt fyrir jólin og það fyrsta sem hún ætlaði að gera var að setja upp jólagardínurnar. Hvað er fólk að stressa sig á að setja upp jólagardínur? Fatta þetta bara ekki.Hef nóg annað að gera.Eins og að horfa á þessa bráðskemmtilegu jólamynd. Algjört must fyrir hver jól.Ef þú nennir ekki að horfa á alla myndina er smá bútur hér sem ég hlæ alltaf jafn mikið að - allavegna þegar hann verður smámæltur.
4 ummæli:
Alltaf jafn fyndið, verð að fara að gá hvar ég finn myndina á disk.
Sniðugt að þú nefnir þetta með jólagardínurnar því ég fór í göngutúr í gær (sem er nú ekki frásögu færandi) nema hvað að ég fór að velta fyrir mér öllu jólaskrautinu í eldhúsgluggunum hjá sumu fólki.Það eru jólagardínur, aðventuljós og jafnvel seríur líka. Aðeins of mikið af hinu góða. kv.Anna
Við fjölskyldan horfum alltaf á þessa mynd nokkrum sinnum fyrir og um jólin. Snilldarmynd!
hef bara aldrei horft á thessa mynd en kanski ég geri thad fyrir thessi jól!!
Engar jólagardínur hjá okkur en bökum 3 sortir, piparkökur, brúnu augun og svo einhverskonar kókoskökur, aetla reyndar ad reyna ad baka brúna lagköku í ár(held ég hún heiti) og svo förum vid í laufabraudsgerd hjá mömmu um helgina, thad er gert á hverju ári :)
gaman af thessu jóladagatali thínu!
Kvedjur frá Sverige!
Skrifa ummæli